Stofna styrktarsjóð fyrir fréttakonur í minningu Kim Wall Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. september 2017 18:43 Líkið sem fannst í sjónum við Amager var af blaðakonunni Kim Wall. Vísir/EPA Aðstandendur sænsku fréttakonunnar Kim Wall hyggjast koma á fót styrktarsjóði í minningu hennar. Sjóðurinn mun styrkja störf fréttakvenna sem halda hugsjónum Wall á lofti. Wall hvarf eftir að hafa farið um borð í kafbát danska uppfinningamannsins Peter Madsen, í þeim tilgangi að skrifa um hann frétt. Sundurlimað lík hennar fannst nokkrum dögum síðar við strendur Amager í Kaupmannahöfn en Madsen er grunaður um að vera valdur að dauða Wall. Hann neitar enn sök. „Styrkurinn mun fjármagna störf fréttakonu sem beitir sér fyrir fréttaflutningi af minnihlutahópum og því sem Kim kallaði iðulega „undiröldur uppreisnarinnar“,“ segir í umfjöllun um styrkinn á minningarsíðu um Kim Wall. Þá segir einnig að styrktarsjóðurinn sé stofnaður til að heiðra arfleið Wall. „Kim vildi sjá fleiri konur úti í veröldinni, að ögra lífinu, og við viljum hjálpa til við að aðlaga heiminn að sýn hennar.“Sjá einnig: Einstakar myndir vinanna af Kim Wall Wall varð einingus þrítug en hún var fædd í Trelleborg á Skáni, syðst í Svíþjóð, og hafði meðal annars skrifað um borgarastyrjöldina á Sri Lanka, og frá hamfarasvæðum jarðskjálftans á Haítí árið 2010. Greinar hennar höfðu meðal annars birst í breska blaðinu Guardian, New York Times og Vice. Hún var með starfsstöðvar bæði í New York og Peking. Að styrktarsjóðnum standa, að því er segir á minningarsíðunni, fjölskylda og vinir Wall. Þar á meðal eru foreldrar hennar, Ingrid og Joachim, bróðir hennar Tom og vinkonur hennar Mansi Choksi og May Jeong. Þá er áhugasömum um styrki til sjóðsins bent á netfangið kimwallgrant@gmail.com en er að neðan má sjá Facebook-færslu vinkonunnar Mansi Choksi um sjóðinn og minningarsíðuna. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Sundurlimaða líkið af Kim Wall Kvenmannslíkið sem Kaupmannahafnarlögreglan fann við strendur Amager á mánudag er af sænsku blaðakonunni Kim Wall. 23. ágúst 2017 06:02 Madsen greindi lögreglu frá dauða Kim Wall mun fyrr en fram hefur komið Lögregla upplýsti um það mánudaginn 21. ágúst að Peter Madsen hafi viðurkennt að hafa varpað líki Wall fyrir borð. 30. ágúst 2017 12:51 Madsen neitar enn að hafa myrt Kim Wall Þetta kom fram í yfirlýsingu dönsku lögreglunnar sem hún sendi frá sér fyrr í dag. 25. ágúst 2017 15:00 Engin leynihólf fundust um borð í kafbát Madsen Sérstakur skanni, sem vanalega er notaður til að kanna farm vörubíla, var notaður við leitina um borð í bátnum. 30. ágúst 2017 09:56 Leita að mögulegum leynihólfum í kafbátnum Lögreglu grunar að sænsku blaðakonunni Kim Wall hafi verið ráðinn bani um borð í bátnum. 29. ágúst 2017 13:26 Einstakar myndir vinanna af Kim Wall Sænska ríkissjónvarpið hefur tekið saman áður óbirt myndskeið þar sem sjá má sænsku blaðakonuna í vinnuferð sinni til Marshalleyja í Kyrrahafi. 1. september 2017 15:50 Ánægð með að líkið hafi fundist Danska lögreglan hefur staðfest að jarðneskar leifar sem fundust við Amager séu af líki blaðakonunnar Kim Wall. Grunaður ódæðismaður, Peter Madsen, segir konuna hafa lent í slysi og að niðurstöður DNA breyti engu um framburðinn. 24. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Vinstriblokkin með nauman meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Sjá meira
Aðstandendur sænsku fréttakonunnar Kim Wall hyggjast koma á fót styrktarsjóði í minningu hennar. Sjóðurinn mun styrkja störf fréttakvenna sem halda hugsjónum Wall á lofti. Wall hvarf eftir að hafa farið um borð í kafbát danska uppfinningamannsins Peter Madsen, í þeim tilgangi að skrifa um hann frétt. Sundurlimað lík hennar fannst nokkrum dögum síðar við strendur Amager í Kaupmannahöfn en Madsen er grunaður um að vera valdur að dauða Wall. Hann neitar enn sök. „Styrkurinn mun fjármagna störf fréttakonu sem beitir sér fyrir fréttaflutningi af minnihlutahópum og því sem Kim kallaði iðulega „undiröldur uppreisnarinnar“,“ segir í umfjöllun um styrkinn á minningarsíðu um Kim Wall. Þá segir einnig að styrktarsjóðurinn sé stofnaður til að heiðra arfleið Wall. „Kim vildi sjá fleiri konur úti í veröldinni, að ögra lífinu, og við viljum hjálpa til við að aðlaga heiminn að sýn hennar.“Sjá einnig: Einstakar myndir vinanna af Kim Wall Wall varð einingus þrítug en hún var fædd í Trelleborg á Skáni, syðst í Svíþjóð, og hafði meðal annars skrifað um borgarastyrjöldina á Sri Lanka, og frá hamfarasvæðum jarðskjálftans á Haítí árið 2010. Greinar hennar höfðu meðal annars birst í breska blaðinu Guardian, New York Times og Vice. Hún var með starfsstöðvar bæði í New York og Peking. Að styrktarsjóðnum standa, að því er segir á minningarsíðunni, fjölskylda og vinir Wall. Þar á meðal eru foreldrar hennar, Ingrid og Joachim, bróðir hennar Tom og vinkonur hennar Mansi Choksi og May Jeong. Þá er áhugasömum um styrki til sjóðsins bent á netfangið kimwallgrant@gmail.com en er að neðan má sjá Facebook-færslu vinkonunnar Mansi Choksi um sjóðinn og minningarsíðuna.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Sundurlimaða líkið af Kim Wall Kvenmannslíkið sem Kaupmannahafnarlögreglan fann við strendur Amager á mánudag er af sænsku blaðakonunni Kim Wall. 23. ágúst 2017 06:02 Madsen greindi lögreglu frá dauða Kim Wall mun fyrr en fram hefur komið Lögregla upplýsti um það mánudaginn 21. ágúst að Peter Madsen hafi viðurkennt að hafa varpað líki Wall fyrir borð. 30. ágúst 2017 12:51 Madsen neitar enn að hafa myrt Kim Wall Þetta kom fram í yfirlýsingu dönsku lögreglunnar sem hún sendi frá sér fyrr í dag. 25. ágúst 2017 15:00 Engin leynihólf fundust um borð í kafbát Madsen Sérstakur skanni, sem vanalega er notaður til að kanna farm vörubíla, var notaður við leitina um borð í bátnum. 30. ágúst 2017 09:56 Leita að mögulegum leynihólfum í kafbátnum Lögreglu grunar að sænsku blaðakonunni Kim Wall hafi verið ráðinn bani um borð í bátnum. 29. ágúst 2017 13:26 Einstakar myndir vinanna af Kim Wall Sænska ríkissjónvarpið hefur tekið saman áður óbirt myndskeið þar sem sjá má sænsku blaðakonuna í vinnuferð sinni til Marshalleyja í Kyrrahafi. 1. september 2017 15:50 Ánægð með að líkið hafi fundist Danska lögreglan hefur staðfest að jarðneskar leifar sem fundust við Amager séu af líki blaðakonunnar Kim Wall. Grunaður ódæðismaður, Peter Madsen, segir konuna hafa lent í slysi og að niðurstöður DNA breyti engu um framburðinn. 24. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Vinstriblokkin með nauman meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Sjá meira
Sundurlimaða líkið af Kim Wall Kvenmannslíkið sem Kaupmannahafnarlögreglan fann við strendur Amager á mánudag er af sænsku blaðakonunni Kim Wall. 23. ágúst 2017 06:02
Madsen greindi lögreglu frá dauða Kim Wall mun fyrr en fram hefur komið Lögregla upplýsti um það mánudaginn 21. ágúst að Peter Madsen hafi viðurkennt að hafa varpað líki Wall fyrir borð. 30. ágúst 2017 12:51
Madsen neitar enn að hafa myrt Kim Wall Þetta kom fram í yfirlýsingu dönsku lögreglunnar sem hún sendi frá sér fyrr í dag. 25. ágúst 2017 15:00
Engin leynihólf fundust um borð í kafbát Madsen Sérstakur skanni, sem vanalega er notaður til að kanna farm vörubíla, var notaður við leitina um borð í bátnum. 30. ágúst 2017 09:56
Leita að mögulegum leynihólfum í kafbátnum Lögreglu grunar að sænsku blaðakonunni Kim Wall hafi verið ráðinn bani um borð í bátnum. 29. ágúst 2017 13:26
Einstakar myndir vinanna af Kim Wall Sænska ríkissjónvarpið hefur tekið saman áður óbirt myndskeið þar sem sjá má sænsku blaðakonuna í vinnuferð sinni til Marshalleyja í Kyrrahafi. 1. september 2017 15:50
Ánægð með að líkið hafi fundist Danska lögreglan hefur staðfest að jarðneskar leifar sem fundust við Amager séu af líki blaðakonunnar Kim Wall. Grunaður ódæðismaður, Peter Madsen, segir konuna hafa lent í slysi og að niðurstöður DNA breyti engu um framburðinn. 24. ágúst 2017 06:00