Þorsteinn vill taka flóttamannaumræðuna: Hagvöxtur og velmegun minni án innflytjenda Bjarki Ármannsson skrifar 3. september 2017 14:36 Þorsteinn með sýrlenskum flóttamönnum sem íslensk stjórnvöld buðu að setjast að hér á landi um síðustu áramót. Vísir/Stefán „Staðreyndin er nefnilega sú að hagvöxtur hefði verið hér minni, velgmegun minni og velferðarkerfið veikara ef ekki hefði notið við aðstoðar innflytjenda; flóttamanna sem og annarra.“ Þetta segir Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra í færslu um móttöku flóttamanna á Facebook-síðu sinni í dag. Þorsteinn gagnrýnir þar þá sem „stilli móttöku flóttamanna og framlögum til velferðarkerfisins upp sem andstæðum“ og ali þannig á andúð í garð innflytjenda. „Í hvert sinn sem málefni flóttamanna ber á góma rísa hér upp raddir sem gagnrýna að við séum að liðsinna fólki í neyð,“ skrifar Þorsteinn. „Gjarnan er þeim rökum beitt að valið standi milli þess að liðsinna flóttamönnum eða lyfta undir með fátækum Íslendingum með auknum framlögum til örorku- eða ellilífeyris. Eins og ekki sé hægt að gera bæði.“ Ráðherrann beinir orðum sínum meðal annars að nýjum stjórnmálaflokki sem hann segir nú að sækja í sig veðrið undir merkjum þessarar hugmyndafræði. Þorsteinn nefnir flokkinn ekki á nafn en gera má því skóna að hann eigi við Flokk fólksins, en fylgi hans hefur rokið upp í skoðanakönnunum að undanförnu. Formaður þess flokks, Inga Sæland, gagnrýndi Þorstein í viðtali við Vísi í sumar og sagði hann varla geta verið í tengslum við alþýðuna í landinu. Þorsteinn segir í færslu sinni um 36 þúsund fleiri erlenda ríkisborgara hafa flutt til landsins en frá því á tímabilinu frá 1961 til 2016 og spyr hvernig okkur hefði gengið að sinna mikilvægum þjónustustörfum hér á landi án þeirra. „Tökum þessa umræðu!“ skrifar Þorsteinn og vísar til þeirra sem gagnrýna móttöku flóttamanna, oft með yfirlýsingum um að það skorti kjark til að „taka umræðuna.“Færslu ráðherrans í heild sinni má lesa hér að neðan. Flóttamenn Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
„Staðreyndin er nefnilega sú að hagvöxtur hefði verið hér minni, velgmegun minni og velferðarkerfið veikara ef ekki hefði notið við aðstoðar innflytjenda; flóttamanna sem og annarra.“ Þetta segir Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra í færslu um móttöku flóttamanna á Facebook-síðu sinni í dag. Þorsteinn gagnrýnir þar þá sem „stilli móttöku flóttamanna og framlögum til velferðarkerfisins upp sem andstæðum“ og ali þannig á andúð í garð innflytjenda. „Í hvert sinn sem málefni flóttamanna ber á góma rísa hér upp raddir sem gagnrýna að við séum að liðsinna fólki í neyð,“ skrifar Þorsteinn. „Gjarnan er þeim rökum beitt að valið standi milli þess að liðsinna flóttamönnum eða lyfta undir með fátækum Íslendingum með auknum framlögum til örorku- eða ellilífeyris. Eins og ekki sé hægt að gera bæði.“ Ráðherrann beinir orðum sínum meðal annars að nýjum stjórnmálaflokki sem hann segir nú að sækja í sig veðrið undir merkjum þessarar hugmyndafræði. Þorsteinn nefnir flokkinn ekki á nafn en gera má því skóna að hann eigi við Flokk fólksins, en fylgi hans hefur rokið upp í skoðanakönnunum að undanförnu. Formaður þess flokks, Inga Sæland, gagnrýndi Þorstein í viðtali við Vísi í sumar og sagði hann varla geta verið í tengslum við alþýðuna í landinu. Þorsteinn segir í færslu sinni um 36 þúsund fleiri erlenda ríkisborgara hafa flutt til landsins en frá því á tímabilinu frá 1961 til 2016 og spyr hvernig okkur hefði gengið að sinna mikilvægum þjónustustörfum hér á landi án þeirra. „Tökum þessa umræðu!“ skrifar Þorsteinn og vísar til þeirra sem gagnrýna móttöku flóttamanna, oft með yfirlýsingum um að það skorti kjark til að „taka umræðuna.“Færslu ráðherrans í heild sinni má lesa hér að neðan.
Flóttamenn Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira