Gubbað á ganginum og klósettpappírinn kláraðist Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. september 2017 08:13 Um er að ræða tvær vélar frá kanadíska flugfélaginu Air Transat. Vísir/Getty Flugmálayfirvöld í Kanada hafa hafið rannsókn á tveimur „ömurlegum“ flugferðum félagsins Air Transat eftir að farþegar hringdu ítrekað í neyðarlínuna. Þeim hafi liðið eins og „farangri“ þegar flugvélarnar tvær stóðu hreyfingarlausar í um fimm klukkustundir á flugvellinum í Ottawa þann 31. júlí síðastliðinn. Klósettpappírinn hafi klárast og lyktin verið óbærileg þegar kastað var upp á gangi annarrar vélarinnar. Vélarnar tvær voru á leið frá Brussel og Róm og til stóð að fljúga þeim til Montreal og Toronto í Kanada. Vegna slæmra veðurskilyrða var þeim þess í stað beint til Ottawa ásamt 18 vélum annarra flugfélaga. Farþegum vélanna tveggja var ekki hleypt frá borði og biðu þeir því í vélinni í rúmar fimm klukkustundir, án loftræstingar, matar og drykkja, áður en ferðinni var haldið áfram. Talsmenn Air Transat segja í samtali við BBC að margir þættir hafi spilað inn í. Til að mynda hafi tekið langa tíma að fylla eldsneytistank vélarinnar. Margar aðrar vélar hafi verið á vellinum á sama tíma og því hafi ekki verið talið hægt að hleypa farþegum frá borði með öruggum hætti.No air. They are looking for who called 911 after 5 hours of suffocation @airtransat #passengerrights pic.twitter.com/7Am5kBUkBi— Brice de Schietere (@BriceBxl) August 1, 2017 Áhöfn vélarinnar hafi að sama skapi fullvissað stjórnendur félagsins um að aðstæður í vélinni hafi verið ágætar, hitastigið sæmilegt og að farþegar hefðu haft aðgang að hressingu. Farþegarnir draga þó upp allt aðra mynd af ástandinu í vélinni. Örvænting hafi gripið um sig meðal farþeganna og ekki hafi bætt úr skák að fá svör fengust frá áhöfn vélarinnar. Margir farþegar sögðust í samtali við rannsóknarnefnd flugmálayfirvalda að litið hafi verið á þá sem „farangur.“ Par sem flaug með vélinni segir að upphaflega hafi þeim verið tjáð að seinkunin yrði ekki meiri en 45 mínútur. Í fimm klukkustundir hafi þau hins vegar beðið svöng og þyrst eftir frekari upplýsingum. Klósettpappírinn hafi klárast og að lítill strákur hafi kastað upp á gangi vélarinnar. Lyktin hafi verið óbærileg. Málið er nú til rannsóknar sem fyrr segir. Fréttir af flugi Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Flugmálayfirvöld í Kanada hafa hafið rannsókn á tveimur „ömurlegum“ flugferðum félagsins Air Transat eftir að farþegar hringdu ítrekað í neyðarlínuna. Þeim hafi liðið eins og „farangri“ þegar flugvélarnar tvær stóðu hreyfingarlausar í um fimm klukkustundir á flugvellinum í Ottawa þann 31. júlí síðastliðinn. Klósettpappírinn hafi klárast og lyktin verið óbærileg þegar kastað var upp á gangi annarrar vélarinnar. Vélarnar tvær voru á leið frá Brussel og Róm og til stóð að fljúga þeim til Montreal og Toronto í Kanada. Vegna slæmra veðurskilyrða var þeim þess í stað beint til Ottawa ásamt 18 vélum annarra flugfélaga. Farþegum vélanna tveggja var ekki hleypt frá borði og biðu þeir því í vélinni í rúmar fimm klukkustundir, án loftræstingar, matar og drykkja, áður en ferðinni var haldið áfram. Talsmenn Air Transat segja í samtali við BBC að margir þættir hafi spilað inn í. Til að mynda hafi tekið langa tíma að fylla eldsneytistank vélarinnar. Margar aðrar vélar hafi verið á vellinum á sama tíma og því hafi ekki verið talið hægt að hleypa farþegum frá borði með öruggum hætti.No air. They are looking for who called 911 after 5 hours of suffocation @airtransat #passengerrights pic.twitter.com/7Am5kBUkBi— Brice de Schietere (@BriceBxl) August 1, 2017 Áhöfn vélarinnar hafi að sama skapi fullvissað stjórnendur félagsins um að aðstæður í vélinni hafi verið ágætar, hitastigið sæmilegt og að farþegar hefðu haft aðgang að hressingu. Farþegarnir draga þó upp allt aðra mynd af ástandinu í vélinni. Örvænting hafi gripið um sig meðal farþeganna og ekki hafi bætt úr skák að fá svör fengust frá áhöfn vélarinnar. Margir farþegar sögðust í samtali við rannsóknarnefnd flugmálayfirvalda að litið hafi verið á þá sem „farangur.“ Par sem flaug með vélinni segir að upphaflega hafi þeim verið tjáð að seinkunin yrði ekki meiri en 45 mínútur. Í fimm klukkustundir hafi þau hins vegar beðið svöng og þyrst eftir frekari upplýsingum. Klósettpappírinn hafi klárast og að lítill strákur hafi kastað upp á gangi vélarinnar. Lyktin hafi verið óbærileg. Málið er nú til rannsóknar sem fyrr segir.
Fréttir af flugi Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira