Undanþágan varð að meginreglu við uppreist æru Heimir Már Pétursson skrifar 19. september 2017 19:30 Dómsmálaráðherra segir engar tilraunir hafa verið gerðar til þöggunar í tengslum við upplýsingar varðandi framkvæmd laga um uppreist æru. Hins vegar hafi undanþágugrein í lögum orðið að reglu við uppreist æru og framkvæmdin því ekki að fullu eins og löggjafinn hafi ætlast til. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun til að svara spurningum um framkvæmd laga um uppreist æru. En áður en til þess kom að ráðherra svarðaði spurningum nefndarmanna var skipt um forystu í nefndinni. Nýr meirihluti í nefndinni ákvað að kjósa Jón Steindór Valdimarsson þingmann Viðreisnar í embætti formanns í stað Brynjars Níelssonar Sjálfstæðisflokki, en Jón Steindór var áður fyrsti varaformaður nefndarinnar og Svandís Svavarsdóttir Vinstri grænum var kosin fyrsti varaformaður. „Það væri ekki rétt að Brynjar héldi ekki áfram sem formaður í nefndinni í ljósi þeirra verkefna sem nefndin er að fást við akkúrat núna,“ sagði Jón Steindór eftir nefndarfund í dag.Jón Steindór Valdimarsson, til hægri, þingmaður Viðreisnar var kjörinn í embætti formanns í stað Brynjars Níelssonar Vísir/AntonFulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni mótmæltu þessu með bókun og lýstu fullum stuðningi við Brynjar. Þessi atburðarás væri afar óheppileg í ljósi þess að verið væri reyna að ljúka þingstörfum í sátt fyrir kosningar.Nú eru örfáar vikur til kosninga. Hvaða verkefni eru eftir hjá nefndinni að fjalla um og lítur nefndin þannig á að hún hafi það hlutverk að rannsaka þessi mál frekar? „Við förum í það núna að fara betur yfir þessi mál um uppreist æru og það sem kann að standa út af þar,“ segir Jón Steindór. Hann eigi hins vegar ekki von á að nefndinni takist að afgreiða álit sitt á skýrslu um sölu ríkisins á Búnaðarbankanum eins og til stóð á gera á næstu vikum. Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að tilraun hefði verið gerð til þöggunar í þessu máli með því að sitja á upplýsingum og spurði ráðherra hver bæri ábyrgð á því. Ráðherra sagði ósannindi felast í spurningunni því engin tilraun hafi verið gerð til þöggunar. „Það er afskaplega ómaklegt að halda því fram að ráðuneytið, sérfræðingar ráðuneytisins sem hafa það eitt að leiðarljósi að halda auðvitað trúnað um viðkvæm málefni og höndla viðkvæm málefni dags daglega; að ætla að saka þá eða mig um þöggun í þessu máli,“ sagði Sigríður. Hún hafi ekki ætlað að skrifa undir umsókn sem lá fyrir um uppreist æru í ráðuneytinu en í morgun hafi sú umsókn verið dregin til baka.Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að tilraun hefði verið gerð til þöggunar í þessu máliVísir/Anton BrinkDómsmálaráðherra segir þetta mál vekja eðlilegar spurningar um stjórnsýsluna almennt. Hún teldi ekki eðlilegt að undanþáguatkvæði í lögum um veitingu uppreistar æru tveimur árum eftir afplánun hefði orðið meginregla í stað þeirra fimm ára sem meginregla laganna gerði ráð fyrir. En þá framkvæmd mætti að minnsta kosti rekja allt aftur til ársins 1995. „Þannig að þetta er eldgömul framkvæmd. Ég reifaði það á þessum fundi og las upp úr tilskipun frá árinu 1870 (frá Danakonungi). Þannig að þessi mál eru auðvitað á gömlum grunni og auðvitað full ástæða til að skoða þetta og að mínu viti afnema þessa heimild til uppreistrar æru. Og koma endurheimt borgararéttinda í allt annað horf,“ sagði Sigríður Á. Andersen að loknum nefndarfundinum í dag. Uppreist æru Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir engar tilraunir hafa verið gerðar til þöggunar í tengslum við upplýsingar varðandi framkvæmd laga um uppreist æru. Hins vegar hafi undanþágugrein í lögum orðið að reglu við uppreist æru og framkvæmdin því ekki að fullu eins og löggjafinn hafi ætlast til. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun til að svara spurningum um framkvæmd laga um uppreist æru. En áður en til þess kom að ráðherra svarðaði spurningum nefndarmanna var skipt um forystu í nefndinni. Nýr meirihluti í nefndinni ákvað að kjósa Jón Steindór Valdimarsson þingmann Viðreisnar í embætti formanns í stað Brynjars Níelssonar Sjálfstæðisflokki, en Jón Steindór var áður fyrsti varaformaður nefndarinnar og Svandís Svavarsdóttir Vinstri grænum var kosin fyrsti varaformaður. „Það væri ekki rétt að Brynjar héldi ekki áfram sem formaður í nefndinni í ljósi þeirra verkefna sem nefndin er að fást við akkúrat núna,“ sagði Jón Steindór eftir nefndarfund í dag.Jón Steindór Valdimarsson, til hægri, þingmaður Viðreisnar var kjörinn í embætti formanns í stað Brynjars Níelssonar Vísir/AntonFulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni mótmæltu þessu með bókun og lýstu fullum stuðningi við Brynjar. Þessi atburðarás væri afar óheppileg í ljósi þess að verið væri reyna að ljúka þingstörfum í sátt fyrir kosningar.Nú eru örfáar vikur til kosninga. Hvaða verkefni eru eftir hjá nefndinni að fjalla um og lítur nefndin þannig á að hún hafi það hlutverk að rannsaka þessi mál frekar? „Við förum í það núna að fara betur yfir þessi mál um uppreist æru og það sem kann að standa út af þar,“ segir Jón Steindór. Hann eigi hins vegar ekki von á að nefndinni takist að afgreiða álit sitt á skýrslu um sölu ríkisins á Búnaðarbankanum eins og til stóð á gera á næstu vikum. Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að tilraun hefði verið gerð til þöggunar í þessu máli með því að sitja á upplýsingum og spurði ráðherra hver bæri ábyrgð á því. Ráðherra sagði ósannindi felast í spurningunni því engin tilraun hafi verið gerð til þöggunar. „Það er afskaplega ómaklegt að halda því fram að ráðuneytið, sérfræðingar ráðuneytisins sem hafa það eitt að leiðarljósi að halda auðvitað trúnað um viðkvæm málefni og höndla viðkvæm málefni dags daglega; að ætla að saka þá eða mig um þöggun í þessu máli,“ sagði Sigríður. Hún hafi ekki ætlað að skrifa undir umsókn sem lá fyrir um uppreist æru í ráðuneytinu en í morgun hafi sú umsókn verið dregin til baka.Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að tilraun hefði verið gerð til þöggunar í þessu máliVísir/Anton BrinkDómsmálaráðherra segir þetta mál vekja eðlilegar spurningar um stjórnsýsluna almennt. Hún teldi ekki eðlilegt að undanþáguatkvæði í lögum um veitingu uppreistar æru tveimur árum eftir afplánun hefði orðið meginregla í stað þeirra fimm ára sem meginregla laganna gerði ráð fyrir. En þá framkvæmd mætti að minnsta kosti rekja allt aftur til ársins 1995. „Þannig að þetta er eldgömul framkvæmd. Ég reifaði það á þessum fundi og las upp úr tilskipun frá árinu 1870 (frá Danakonungi). Þannig að þessi mál eru auðvitað á gömlum grunni og auðvitað full ástæða til að skoða þetta og að mínu viti afnema þessa heimild til uppreistrar æru. Og koma endurheimt borgararéttinda í allt annað horf,“ sagði Sigríður Á. Andersen að loknum nefndarfundinum í dag.
Uppreist æru Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira