Setur stefnuna á félagshyggjustjórn eftir kosningar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. september 2017 23:15 Katrín Jakobsdóttir er formaður Vinstri grænna. Stefnan hjá Vinstri grænum er sett á félagshyggjustjórn. vísir/anton brink „Ég tala fyrir því að VG stefnir á það að fara í ríkisstjórn að loknum kosningum og leiða félagshyggjustjórn. Það verður náttúrulega ekki nema að við náum góðum árangri þannig að það er náttúrulega verkefni númer eitt, tvö og þrjú.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna í samtali við Vísi. Vinstri græn blésu í kvöld til fundar á Vesturgötu 7 til að „fara yfir stöðuna sem upp er komin í stjórnmálunum,“ eins og segir í fréttatilkynningu. Katrín segir að félagsmenn séu tilbúnir í kosningar og að samhljómur sé um að áherslur flokksins eigi fullt erindi. Hún segir að flokkurinn fari fram með sömu áherslur og fyrir ári vegna þess að liðsmönnum Vinstri grænna finnist „lítið sem ekkert hafa miðað fram þegar kemur að uppbyggingu í skólamálum, heilbrigðiskerfinu og þegar kemur að því að leiðrétta stöðu öryrkja og aldraðra og verst settu hópanna,“ segir Katrín. „Þessi umræða snýst bara um það hver ætlar að starfa með okkur og að okkar áherslum,“ segir Katrín þegar hún er spurð hvort Vinstri græn ætli sér að starfa með Sjálfstæðisflokkum að loknum kosningum. „Við höfum sýnt það með okkar verkum að við erum ekki að fara í ríkisstjórn til að fara í valdastóla heldur til þess að hafa áhrif og það þarf ekkert að efast um okkar heilindi í því,“ segir Katrín að lokum. Á fimmtudaginn verður annar fundur haldinn þar sem ákveðið verður hvort flokkurinn fari í uppstillingu eða forval en Katrín segir ljóst að þau þurfi að vinna mjög hratt.Hér að neðan er mynd sem Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, tók í kvöld á fundinum.Húsfyllir á félagsfundi VGR. Kata með þrusuræðu! Við í VG erum meira en tilbúin í þessar kosningar ! #vinstrigraen #vg pic.twitter.com/NHboqdegXK— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) September 18, 2017 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
„Ég tala fyrir því að VG stefnir á það að fara í ríkisstjórn að loknum kosningum og leiða félagshyggjustjórn. Það verður náttúrulega ekki nema að við náum góðum árangri þannig að það er náttúrulega verkefni númer eitt, tvö og þrjú.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna í samtali við Vísi. Vinstri græn blésu í kvöld til fundar á Vesturgötu 7 til að „fara yfir stöðuna sem upp er komin í stjórnmálunum,“ eins og segir í fréttatilkynningu. Katrín segir að félagsmenn séu tilbúnir í kosningar og að samhljómur sé um að áherslur flokksins eigi fullt erindi. Hún segir að flokkurinn fari fram með sömu áherslur og fyrir ári vegna þess að liðsmönnum Vinstri grænna finnist „lítið sem ekkert hafa miðað fram þegar kemur að uppbyggingu í skólamálum, heilbrigðiskerfinu og þegar kemur að því að leiðrétta stöðu öryrkja og aldraðra og verst settu hópanna,“ segir Katrín. „Þessi umræða snýst bara um það hver ætlar að starfa með okkur og að okkar áherslum,“ segir Katrín þegar hún er spurð hvort Vinstri græn ætli sér að starfa með Sjálfstæðisflokkum að loknum kosningum. „Við höfum sýnt það með okkar verkum að við erum ekki að fara í ríkisstjórn til að fara í valdastóla heldur til þess að hafa áhrif og það þarf ekkert að efast um okkar heilindi í því,“ segir Katrín að lokum. Á fimmtudaginn verður annar fundur haldinn þar sem ákveðið verður hvort flokkurinn fari í uppstillingu eða forval en Katrín segir ljóst að þau þurfi að vinna mjög hratt.Hér að neðan er mynd sem Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, tók í kvöld á fundinum.Húsfyllir á félagsfundi VGR. Kata með þrusuræðu! Við í VG erum meira en tilbúin í þessar kosningar ! #vinstrigraen #vg pic.twitter.com/NHboqdegXK— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) September 18, 2017
Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira