Ekki ár liðið frá seinustu þingkosningum þegar kosið verður á ný Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. september 2017 16:15 Þingkonur Sjálfstæðisflokksins þær Hildur Sverrisdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fagna góðu gengi flokksins á kosningavöku hans í fyrra. vísir/hanna Ekki verður ár liðið frá seinustu þingkosningum þegar kosið verður á ný þann 28. október næstkomandi. Kosið var til þings þann 29. október í fyrra og verða því liðnir 364 dagar frá þeim kosningum þegar landsmenn greiða atkvæði á ný í haust. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi forsætisráðherra, tilkynnti þann 20. september í fyrra að þing yrði rofið þann 29. október og gengið til kosninga. Aðdragandinn að þeim kosningum var þó nokkuð lengri en að þeim kosningum sem boðað hefur verið til nú. Hann má rekja til þess þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra í apríl 2016 eftir að greint var frá því að nafn hans væri að finna í Panama-skjölunum. Sigurður Ingi tók við sem forsætisráðherra og boðað var að kosningum, sem áttu að vera síðastliðið vor, yrði flýtt. Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fylgdust með gangi mála hjá Pírötum á kosningadag í fyrra.VísirStjórnarmyndunarviðræður í tvo og hálfan mánuð Niðurstöður kosninganna urðu þær að Sjálfstæðisflokkurinn fékk flesta þingmenn kjörna eða 21. Vinstri grænir fengu tíu þingmenn líkt og Píratar. Framsóknarflokkurinn náði inn átta þingmönnum, Viðreisn náði inn sjö þingmönnum og Björt framtíð fjórum. Samfylkingin hlaut sína verstu kosningu frá stofnun og og náði inn þremur mönnum. Ekki var möguleiki á að mynda tveggja flokka stjórn eftir kosningarnar í fyrra og tóku stjórnarmyndunarviðræðurnar sem fóru í hönd ansi langan tíma, eða um tvo og hálfan mánuð. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk fyrstur umboðið til stjórnarmyndunar þann 2. nóvember. Honum tókst ekki að mynda ríkisstjórn og fól Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslandi, þá Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna að mynda stjórn. Henni tókst ekki heldur að mynda ríkisstjórn og ákvað forsetinn í kjölfarið að veita engum umboð til stjórnarmyndunar. Þannig var það þar til í byrjun desember þegar Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, fékk umboðið. Henni tókst ekki að mynda ríkisstjórn heldur og skilaði hún umboðinu tíu dögum seinna. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á kosningavöku flokksins í fyrra. Flokkurinn fékk tíu þingmenn.VísirSkammlífasta meirihlutastjórn sögunnar Enginn fékk stjórnarumboðið í kjölfarið en um mánuði síðar, þann 10. janúar, skrifuðu þeir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, undir stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sem tók við völdum daginn eftir. Bjarni varð þá forsætisráðherra. Ríkisstjórn þessara þriggja flokka er skammlífasta meirihlutastjórn lýðveldissögunnar en hún var við völd í 247 daga. Upp úr samstarfinu slitnaði í liðinni viku þegar Björt framtíð steig út úr ríkisstjórnarsamstarfinu vegna þess sem þau segja vera trúnaðarbrest innan ríkisstjórnarinnar. Snýr trúnaðarbresturinn að því að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, greindi Bjarna frá aðkomu föður hans að uppreist æru dæmds kynferðisbrotamanns en þau sögðu engum í ríkisstjórninni frá því. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59 Nokkur ágreiningur um hvaða þingmál verði kláruð Fundi Unnar Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, með formönnum þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi lauk núna á þriðja tímanum en hann hófst klukkan 12:30. 18. september 2017 14:59 Bjarni tilkynnti um þingrof á Alþingi Þingfundur hófst á Alþingi klukkan 15:30 í dag og var aðeins eitt mál á dagskrá, tilkynning um Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um þingrof og alþingiskosningar. 18. september 2017 15:43 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ekki verður ár liðið frá seinustu þingkosningum þegar kosið verður á ný þann 28. október næstkomandi. Kosið var til þings þann 29. október í fyrra og verða því liðnir 364 dagar frá þeim kosningum þegar landsmenn greiða atkvæði á ný í haust. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi forsætisráðherra, tilkynnti þann 20. september í fyrra að þing yrði rofið þann 29. október og gengið til kosninga. Aðdragandinn að þeim kosningum var þó nokkuð lengri en að þeim kosningum sem boðað hefur verið til nú. Hann má rekja til þess þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra í apríl 2016 eftir að greint var frá því að nafn hans væri að finna í Panama-skjölunum. Sigurður Ingi tók við sem forsætisráðherra og boðað var að kosningum, sem áttu að vera síðastliðið vor, yrði flýtt. Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fylgdust með gangi mála hjá Pírötum á kosningadag í fyrra.VísirStjórnarmyndunarviðræður í tvo og hálfan mánuð Niðurstöður kosninganna urðu þær að Sjálfstæðisflokkurinn fékk flesta þingmenn kjörna eða 21. Vinstri grænir fengu tíu þingmenn líkt og Píratar. Framsóknarflokkurinn náði inn átta þingmönnum, Viðreisn náði inn sjö þingmönnum og Björt framtíð fjórum. Samfylkingin hlaut sína verstu kosningu frá stofnun og og náði inn þremur mönnum. Ekki var möguleiki á að mynda tveggja flokka stjórn eftir kosningarnar í fyrra og tóku stjórnarmyndunarviðræðurnar sem fóru í hönd ansi langan tíma, eða um tvo og hálfan mánuð. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk fyrstur umboðið til stjórnarmyndunar þann 2. nóvember. Honum tókst ekki að mynda ríkisstjórn og fól Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslandi, þá Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna að mynda stjórn. Henni tókst ekki heldur að mynda ríkisstjórn og ákvað forsetinn í kjölfarið að veita engum umboð til stjórnarmyndunar. Þannig var það þar til í byrjun desember þegar Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, fékk umboðið. Henni tókst ekki að mynda ríkisstjórn heldur og skilaði hún umboðinu tíu dögum seinna. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á kosningavöku flokksins í fyrra. Flokkurinn fékk tíu þingmenn.VísirSkammlífasta meirihlutastjórn sögunnar Enginn fékk stjórnarumboðið í kjölfarið en um mánuði síðar, þann 10. janúar, skrifuðu þeir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, undir stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sem tók við völdum daginn eftir. Bjarni varð þá forsætisráðherra. Ríkisstjórn þessara þriggja flokka er skammlífasta meirihlutastjórn lýðveldissögunnar en hún var við völd í 247 daga. Upp úr samstarfinu slitnaði í liðinni viku þegar Björt framtíð steig út úr ríkisstjórnarsamstarfinu vegna þess sem þau segja vera trúnaðarbrest innan ríkisstjórnarinnar. Snýr trúnaðarbresturinn að því að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, greindi Bjarna frá aðkomu föður hans að uppreist æru dæmds kynferðisbrotamanns en þau sögðu engum í ríkisstjórninni frá því.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59 Nokkur ágreiningur um hvaða þingmál verði kláruð Fundi Unnar Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, með formönnum þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi lauk núna á þriðja tímanum en hann hófst klukkan 12:30. 18. september 2017 14:59 Bjarni tilkynnti um þingrof á Alþingi Þingfundur hófst á Alþingi klukkan 15:30 í dag og var aðeins eitt mál á dagskrá, tilkynning um Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um þingrof og alþingiskosningar. 18. september 2017 15:43 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59
Nokkur ágreiningur um hvaða þingmál verði kláruð Fundi Unnar Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, með formönnum þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi lauk núna á þriðja tímanum en hann hófst klukkan 12:30. 18. september 2017 14:59
Bjarni tilkynnti um þingrof á Alþingi Þingfundur hófst á Alþingi klukkan 15:30 í dag og var aðeins eitt mál á dagskrá, tilkynning um Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um þingrof og alþingiskosningar. 18. september 2017 15:43
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels