Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun eiga fund með Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, á Bessastöðum í dag klukkan 11. Bein útsending verður frá Bessastöðum á Stöð 2 og Vísi.
Að loknum fundi mun forsetinn ávarpa fjölmiðla en fastlega má gera ráð fyrir því að Bjarni mæti með tillögu til forsetans um að þing verði rofið og boðað til kosninga.
Upphaflega var horft til þess að þingkosningar yrðu þann 4. nóvember næstkomandi en nú er líklegra að þær verði þann 28. október.
Klukkan 12:30 mun síðan Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingi, funda með formönnum þeirra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á þingi til að ræða næstu skref varðandi þingstörfin.
Forsetinn fundar með Bjarna klukkan 11

Tengdar fréttir

Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar
Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu.

Heimdallur lýsir yfir vonbrigðum með Sigríði Andersen
Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir yfir vonbrigðum með Sigríði Á. Andersen, starfandi dómsmálaráðherra, vegna trúnaðarbrests í starfi. Þetta kemur fram í ályktun sem félagið sendi frá sér í dag í kjölfar nýlegrar umræðu um uppreist æru og stjórnsýsluframkvæmd.

Sigríður neitaði að skrifa undir uppreist æru fyrir dæmdan kynferðisbrotamann
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir áburð um trúnaðarbrot af hennar hálfu ekki standast skoðun.