Sigríður neitaði að skrifa undir uppreist æru fyrir dæmdan kynferðisbrotamann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. september 2017 08:52 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra kemur á þingflokksfund í Valhöll á föstudag. VÍSIR/VILHELM Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir áburð um trúnaðarbrot af hennar hálfu þegar hún miðlaði upplýsingum um það til Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, að faðir hans hefði skrifað undir umsögn dæmd kynferðisbrotamanns á umsókn hans um uppreist æru ekki standast skoðun. Ástæðan sé sú að skjöl er varða uppreist æru eru ekki trúnaðarmál fyrir ráðherrum í ríkisstjórn þar sem ákvörðun um uppreist æru fer frá ráðuneyti inn á borð ríkisstjórnar til samþykktar og þaðan til forseta Íslands. Öllum ráðherrum er því heimilt að kynna sér þau skjöl sem þar liggja að baki og segir Sigríður að þar af leiðandi geti það ekki talist brot á trúnaði af hennar hálfu ræða slík mál við forsætisráðherra. Þetta kemur fram í grein Sigríðar í Morgunblaðinu í dag. Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn í liðinni viku og sagði ástæðuna trúnaðarbrest þar sem Sigríður hefði greint Bjarna frá aðkomu föður hans en þau síðan ekki greint neinum öðrum frá því.Óeðlilegt að óska ekki frekar staðfestingar frá umsagnaraðilum Í grein sinni segir Sigríður jafnframt frá því að í vor hafi hún fengið inn á sitt borð minnisblað frá sérfræðingum í dómsmálaráðuneytinu þar sem lagt var til að tilteknum einstaklingi yrði veitt uppreist æra. „Fram kom í minnisblaðinu að umsækjandi hefði lokið afplánun dóms vegna kynferðisbrots gegn barni fyrir um áratug. Einnig kom fram að meginreglan hvað varðar tímafresti eins og hún hafði verið í framkvæmd undanfarna áratugi sé í 3. mgr. 85. gr., sem kveður á um 2 ár frá því að refsing er að fullu úttekin en ekki í 2. mgr. 85. gr. sem þó virðist vera meginregla að lögum og kveður á um 5 ára tímamark,“ segir Sigríður í grein sinni. Hún rekur það síðan hvað varð til þess að hún skrifaði ekki undir tillöguna heldur hóf vinnu inni í ráðuneytinu við endurskoðun á lögum er varða uppreist æru. Segir Sigríður að við skoðun á málinu hafi framkvæmdin við veitingu uppreistar æru ekki verið í samræmi við vilja löggjafans þegar lögin voru samþykkt. Hins vegar þekki hún vel til jafnræðissjónarmiða stjórnsýslunnar við afgreiðslu mála og að sambærileg mál fengu sambærilega meðferð. „Sjálfri fannst mér það einnig óeðlilegt að umsagnir manna, sem ráðuneytið óskar eftir til frekari staðfestingar á því að hegðun umsækjanda hafi verið góð á tímabilinu, hafi ekki verið sérstaklega sannreyndar með einhverjum hætti þótt ekki væri nema með einu símtali til umsagnaraðila.“ Þá segir Sigríður að henni hafi verið sagt frá því að Ólöf Nordal og Hanna Birna Kristjánsdóttir, tveir síðustu forverar hennar í starfi hafi gert athugasemdir við að öllum umsækjendum hafi verið veitt uppreist æra óháð brotunum sem þeir höfðu verið dæmdir fyrir.Stjórnsýslan borið löggjafann ofurliði „Hafi farið fram að ósk ráðherranna ítarleg skoðun á þeim möguleika að synja erindum tiltekinna umsækjenda. Í ljósi jafnræðisreglu stjórnsýsluréttarins væri ráðuneytinu ekki stætt á öðru en að leggja til við ráðherra að öllum umsækjendum sem uppfylla laga¬skilyrði yrði veitt uppreist æra. Á þessum tímapunkti í byrjun maí komst ég að þeirri niðurstöðu að áratugalöng framkvæmd við veitingu uppreistar æru hafi leitt til heldur vélrænnar afgreiðslu á umsóknum um uppreist æru, því miður með vísan til skráðra og óskráðra reglna stjórnsýsluréttarins. Að mínu mati hefur stjórnsýslan þannig borið löggjafann ofurliði. Ég féllst ekki á þessa framkvæmd og hef ekki veitt neinum uppreist æru,“ segir Sigríður í grein sinni. Sú tillaga um uppreist æru er tillagan sem Jón Gunnarsson, samgönguráðherra og flokksbróðir Sigríðar í Sjálfstæðisflokknum, gerði að umtalsefni á Facebook-síðu sinni í gær. Þar sagði hann frá því að Sigríður hefði haft beiðni á borði sínu síðan í vor um uppreist æru fyrir dæmdan sakamann. Hún hefði kynnt sér þær reglur sem um þetta gilda og í framhaldinu neitað að skrifa undir. Þá hefði í kjölfarið hafist vinna við lagabreytingar í ráðuneytinu og Sigríður sé því fyrsti ráðherrann sem ákveður „að spyrna við fótum og hefja vinnu við breytingar á því regluverki sem um þessi mál gildir.“ Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Segir frétt Vísis sýna hversu fáránlegt verklagið var við afgreiðslu umsókna um uppreist æru Sigríður Andersen sagði föður Bjarna Ben verða að eiga það við sig ef hún braut trúnað gegn honum. 17. september 2017 13:09 Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09 Segir Sigríði hafa stöðvað uppreist æru Samráðherra Sigríðar Á. Andersen og vefsíða sem eiginmaður hennar ritstýrir fullyrða að hún hafi fyrst ráðherra neitað að skrifa undir beiðni um uppreist æru dæmds sakamanns fyrr á þessu ári. 17. september 2017 23:03 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir áburð um trúnaðarbrot af hennar hálfu þegar hún miðlaði upplýsingum um það til Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, að faðir hans hefði skrifað undir umsögn dæmd kynferðisbrotamanns á umsókn hans um uppreist æru ekki standast skoðun. Ástæðan sé sú að skjöl er varða uppreist æru eru ekki trúnaðarmál fyrir ráðherrum í ríkisstjórn þar sem ákvörðun um uppreist æru fer frá ráðuneyti inn á borð ríkisstjórnar til samþykktar og þaðan til forseta Íslands. Öllum ráðherrum er því heimilt að kynna sér þau skjöl sem þar liggja að baki og segir Sigríður að þar af leiðandi geti það ekki talist brot á trúnaði af hennar hálfu ræða slík mál við forsætisráðherra. Þetta kemur fram í grein Sigríðar í Morgunblaðinu í dag. Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn í liðinni viku og sagði ástæðuna trúnaðarbrest þar sem Sigríður hefði greint Bjarna frá aðkomu föður hans en þau síðan ekki greint neinum öðrum frá því.Óeðlilegt að óska ekki frekar staðfestingar frá umsagnaraðilum Í grein sinni segir Sigríður jafnframt frá því að í vor hafi hún fengið inn á sitt borð minnisblað frá sérfræðingum í dómsmálaráðuneytinu þar sem lagt var til að tilteknum einstaklingi yrði veitt uppreist æra. „Fram kom í minnisblaðinu að umsækjandi hefði lokið afplánun dóms vegna kynferðisbrots gegn barni fyrir um áratug. Einnig kom fram að meginreglan hvað varðar tímafresti eins og hún hafði verið í framkvæmd undanfarna áratugi sé í 3. mgr. 85. gr., sem kveður á um 2 ár frá því að refsing er að fullu úttekin en ekki í 2. mgr. 85. gr. sem þó virðist vera meginregla að lögum og kveður á um 5 ára tímamark,“ segir Sigríður í grein sinni. Hún rekur það síðan hvað varð til þess að hún skrifaði ekki undir tillöguna heldur hóf vinnu inni í ráðuneytinu við endurskoðun á lögum er varða uppreist æru. Segir Sigríður að við skoðun á málinu hafi framkvæmdin við veitingu uppreistar æru ekki verið í samræmi við vilja löggjafans þegar lögin voru samþykkt. Hins vegar þekki hún vel til jafnræðissjónarmiða stjórnsýslunnar við afgreiðslu mála og að sambærileg mál fengu sambærilega meðferð. „Sjálfri fannst mér það einnig óeðlilegt að umsagnir manna, sem ráðuneytið óskar eftir til frekari staðfestingar á því að hegðun umsækjanda hafi verið góð á tímabilinu, hafi ekki verið sérstaklega sannreyndar með einhverjum hætti þótt ekki væri nema með einu símtali til umsagnaraðila.“ Þá segir Sigríður að henni hafi verið sagt frá því að Ólöf Nordal og Hanna Birna Kristjánsdóttir, tveir síðustu forverar hennar í starfi hafi gert athugasemdir við að öllum umsækjendum hafi verið veitt uppreist æra óháð brotunum sem þeir höfðu verið dæmdir fyrir.Stjórnsýslan borið löggjafann ofurliði „Hafi farið fram að ósk ráðherranna ítarleg skoðun á þeim möguleika að synja erindum tiltekinna umsækjenda. Í ljósi jafnræðisreglu stjórnsýsluréttarins væri ráðuneytinu ekki stætt á öðru en að leggja til við ráðherra að öllum umsækjendum sem uppfylla laga¬skilyrði yrði veitt uppreist æra. Á þessum tímapunkti í byrjun maí komst ég að þeirri niðurstöðu að áratugalöng framkvæmd við veitingu uppreistar æru hafi leitt til heldur vélrænnar afgreiðslu á umsóknum um uppreist æru, því miður með vísan til skráðra og óskráðra reglna stjórnsýsluréttarins. Að mínu mati hefur stjórnsýslan þannig borið löggjafann ofurliði. Ég féllst ekki á þessa framkvæmd og hef ekki veitt neinum uppreist æru,“ segir Sigríður í grein sinni. Sú tillaga um uppreist æru er tillagan sem Jón Gunnarsson, samgönguráðherra og flokksbróðir Sigríðar í Sjálfstæðisflokknum, gerði að umtalsefni á Facebook-síðu sinni í gær. Þar sagði hann frá því að Sigríður hefði haft beiðni á borði sínu síðan í vor um uppreist æru fyrir dæmdan sakamann. Hún hefði kynnt sér þær reglur sem um þetta gilda og í framhaldinu neitað að skrifa undir. Þá hefði í kjölfarið hafist vinna við lagabreytingar í ráðuneytinu og Sigríður sé því fyrsti ráðherrann sem ákveður „að spyrna við fótum og hefja vinnu við breytingar á því regluverki sem um þessi mál gildir.“
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Segir frétt Vísis sýna hversu fáránlegt verklagið var við afgreiðslu umsókna um uppreist æru Sigríður Andersen sagði föður Bjarna Ben verða að eiga það við sig ef hún braut trúnað gegn honum. 17. september 2017 13:09 Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09 Segir Sigríði hafa stöðvað uppreist æru Samráðherra Sigríðar Á. Andersen og vefsíða sem eiginmaður hennar ritstýrir fullyrða að hún hafi fyrst ráðherra neitað að skrifa undir beiðni um uppreist æru dæmds sakamanns fyrr á þessu ári. 17. september 2017 23:03 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Segir frétt Vísis sýna hversu fáránlegt verklagið var við afgreiðslu umsókna um uppreist æru Sigríður Andersen sagði föður Bjarna Ben verða að eiga það við sig ef hún braut trúnað gegn honum. 17. september 2017 13:09
Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09
Segir Sigríði hafa stöðvað uppreist æru Samráðherra Sigríðar Á. Andersen og vefsíða sem eiginmaður hennar ritstýrir fullyrða að hún hafi fyrst ráðherra neitað að skrifa undir beiðni um uppreist æru dæmds sakamanns fyrr á þessu ári. 17. september 2017 23:03
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent