Kirkjan neitar að upplýsa um kynferðisbrot starfsmanna Sveinn Arnarsson skrifar 18. september 2017 05:00 Frá prestastefnu á Húsavík. Vísir/GVA Þjóðkirkjan neitar að svara fyrirspurn Fréttablaðsins um eðli þeirra 27 mála á síðustu tíu árum sem komið hafa til kasta fagnefndar kirkjunnar um kynferðislegt ofbeldi innan kirkjunnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru að minnsta kosti fjögur börn brotaþolar í þessum málum. Fagnefndin á samkvæmt reglum aðeins að taka á móti málum þar sem starfsmenn kirkjunnar eru gerendur kynferðisofbeldis.Elína Hrund Kristjánsdóttir.Tíu málum lokið „í sátt“ Í Fréttablaðinu þann 11. september er greint frá því að 27 mál hafi komið til kasta nefndarinnar á síðustu tíu árum, misalvarleg eftir eðli brota þeirra. Fréttablaðið óskaði eftir ítarlegum upplýsingum um þessi 27 mál. „Um tíu þessara mála var lokið í sátt,“ sögðu forráðamenn þjóðkirkjunnar. Óskað var eftir nánari upplýsingum um eðli þessara 27 brota, úr hvaða sóknum þær væru, hversu margir þolendur væru í málunum og hversu margir þolendur væru börn. Hvaða stöðu innan kirkjunnar meintir gerendur hefðu og hvort þeir störfuðu náið með börnum innan kirkjunnar. „Það er skýr stefna kirkjunnar að þolendur kynferðisbrota fái sérstaka umhyggju og stuðning,“ segir Elína Hrund Kristjánsdóttir, formaður fagráðs um meðferð kynferðisbrota. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.Vísir/VilhelmVeita brotaþolum stuðning „Tilgangur ráðsins er einkum að veita brotaþolum sálgæslu og stuðning. Það er kirkjunni mikilvægt að þau sem til ráðsins leita upplifi öryggi og njóti persónuverndar. Trúnaður um einstök mál og þá einstaklinga sem í hlut eiga verður að vera hafinn yfir allan vafa.“ Vitað er að að minnsta kosti fjórir þolendur í þessum málum kirkjunnar á síðustu tíu árum eru börn. Einnig hafa á þessu tímabili mál borist í fjölmiðla eins og mál Gunnars Björnssonar, fyrrverandi sóknarprests á Selfossi, sem kærður var fyrir kynferðisofbeldi gegn tveimur börnum í söfnuði hans. „Fyrirspurn blaðamanns laut einnig að merkingu þess að ljúka málum með sátt. Í því felst að sá sem leitar til fagráðsins, lýsir sig sáttan við þá málsmeðferð og úrlausn, ef við á, sem veitt var,“ segir Elína Hrund enn fremur í skriflegu svari til Fréttablaðsins um málið. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Þjóðkirkjan neitar að svara fyrirspurn Fréttablaðsins um eðli þeirra 27 mála á síðustu tíu árum sem komið hafa til kasta fagnefndar kirkjunnar um kynferðislegt ofbeldi innan kirkjunnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru að minnsta kosti fjögur börn brotaþolar í þessum málum. Fagnefndin á samkvæmt reglum aðeins að taka á móti málum þar sem starfsmenn kirkjunnar eru gerendur kynferðisofbeldis.Elína Hrund Kristjánsdóttir.Tíu málum lokið „í sátt“ Í Fréttablaðinu þann 11. september er greint frá því að 27 mál hafi komið til kasta nefndarinnar á síðustu tíu árum, misalvarleg eftir eðli brota þeirra. Fréttablaðið óskaði eftir ítarlegum upplýsingum um þessi 27 mál. „Um tíu þessara mála var lokið í sátt,“ sögðu forráðamenn þjóðkirkjunnar. Óskað var eftir nánari upplýsingum um eðli þessara 27 brota, úr hvaða sóknum þær væru, hversu margir þolendur væru í málunum og hversu margir þolendur væru börn. Hvaða stöðu innan kirkjunnar meintir gerendur hefðu og hvort þeir störfuðu náið með börnum innan kirkjunnar. „Það er skýr stefna kirkjunnar að þolendur kynferðisbrota fái sérstaka umhyggju og stuðning,“ segir Elína Hrund Kristjánsdóttir, formaður fagráðs um meðferð kynferðisbrota. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.Vísir/VilhelmVeita brotaþolum stuðning „Tilgangur ráðsins er einkum að veita brotaþolum sálgæslu og stuðning. Það er kirkjunni mikilvægt að þau sem til ráðsins leita upplifi öryggi og njóti persónuverndar. Trúnaður um einstök mál og þá einstaklinga sem í hlut eiga verður að vera hafinn yfir allan vafa.“ Vitað er að að minnsta kosti fjórir þolendur í þessum málum kirkjunnar á síðustu tíu árum eru börn. Einnig hafa á þessu tímabili mál borist í fjölmiðla eins og mál Gunnars Björnssonar, fyrrverandi sóknarprests á Selfossi, sem kærður var fyrir kynferðisofbeldi gegn tveimur börnum í söfnuði hans. „Fyrirspurn blaðamanns laut einnig að merkingu þess að ljúka málum með sátt. Í því felst að sá sem leitar til fagráðsins, lýsir sig sáttan við þá málsmeðferð og úrlausn, ef við á, sem veitt var,“ segir Elína Hrund enn fremur í skriflegu svari til Fréttablaðsins um málið.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira