Fulltrúi VG lýsir einnig vantrausti á formennsku Brynjars Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2017 21:42 Svandís Svavarsdóttir segir nefndina ekki geta lokið málum sem varða uppreist æru undir formennsku Brynjars Níelssonar. Vísir/Eyþór Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, segir að nefndin geti ekki lokið málum sem varða uppreist æru undir formennsku Brynjars Níelssonar. Greint hefur verið frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ætli að fá heimild til að rjúfa þing á morgun. Gengið verði til kosninga 28. október. Í færslu á Facebook-síðu sinni skrifar Svandís að hægt verði að halda þingfundum áfram fram að kosningum og nefndarstarfi sömuleiðis. Nefnir hún að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafi í nógu að snúast varðandi uppreist æru. „Í ljósi nýjustu vendinga og stjórnarslita verður að halda þeirri umfjöllun áfram og ljúka með fullnægjandi hætti. Ljóst er að það getur ekki verið undir forystu Brynjars Níelssonar,“ skrifar Svandís.Viðreisn krafðist rannsóknar á embættisfærslum ráðherraBrynjar hefur verið gagnrýndur fyrir hvernig hann stýrði umfjöllun nefndarinnar um uppreist æru í sumar. Fulltrúar meirihlutans kynntu sér ekki gögn sem voru lögð fyrir nefndina sem vörðuðu uppreist æru Roberts Downey, dæmds barnaníðings. Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra Viðreisnar, lýsti vantrausti á formennsku Brynjars í samtali við Vísi í kvöld. Ráðgjafaráð Viðreisnar hafði þá samþykkt ályktun um að nefndin myndi rannsaka embættisfærslur forsætisráðherra og Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sem leiddu til stjórnarslita. Brynjar hafnaði gagnrýninni í samtali við Vísi og sagði ályktun Viðreisnar vanhugsaða. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09 Brynjar útilokar rannsókn þingnefndar á Bjarna og Sigríði Engin þörf er á því að embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra varðandi uppreist æru verði rannsakaðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þrátt fyrir ályktun Viðreisnar þess efnis, að sögn Brynjars Níelssonar. 17. september 2017 20:22 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, segir að nefndin geti ekki lokið málum sem varða uppreist æru undir formennsku Brynjars Níelssonar. Greint hefur verið frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ætli að fá heimild til að rjúfa þing á morgun. Gengið verði til kosninga 28. október. Í færslu á Facebook-síðu sinni skrifar Svandís að hægt verði að halda þingfundum áfram fram að kosningum og nefndarstarfi sömuleiðis. Nefnir hún að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafi í nógu að snúast varðandi uppreist æru. „Í ljósi nýjustu vendinga og stjórnarslita verður að halda þeirri umfjöllun áfram og ljúka með fullnægjandi hætti. Ljóst er að það getur ekki verið undir forystu Brynjars Níelssonar,“ skrifar Svandís.Viðreisn krafðist rannsóknar á embættisfærslum ráðherraBrynjar hefur verið gagnrýndur fyrir hvernig hann stýrði umfjöllun nefndarinnar um uppreist æru í sumar. Fulltrúar meirihlutans kynntu sér ekki gögn sem voru lögð fyrir nefndina sem vörðuðu uppreist æru Roberts Downey, dæmds barnaníðings. Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra Viðreisnar, lýsti vantrausti á formennsku Brynjars í samtali við Vísi í kvöld. Ráðgjafaráð Viðreisnar hafði þá samþykkt ályktun um að nefndin myndi rannsaka embættisfærslur forsætisráðherra og Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sem leiddu til stjórnarslita. Brynjar hafnaði gagnrýninni í samtali við Vísi og sagði ályktun Viðreisnar vanhugsaða.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09 Brynjar útilokar rannsókn þingnefndar á Bjarna og Sigríði Engin þörf er á því að embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra varðandi uppreist æru verði rannsakaðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þrátt fyrir ályktun Viðreisnar þess efnis, að sögn Brynjars Níelssonar. 17. september 2017 20:22 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09
Brynjar útilokar rannsókn þingnefndar á Bjarna og Sigríði Engin þörf er á því að embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra varðandi uppreist æru verði rannsakaðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þrátt fyrir ályktun Viðreisnar þess efnis, að sögn Brynjars Níelssonar. 17. september 2017 20:22