Sigmundur Davíð ætlar aftur í framboð Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. september 2017 23:45 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að kosningarnar gefi tækifæri á að koma ákveðnum málum í réttan farveg. Vísir/Anton Brink „Þetta er náttúrulega allt mjög furðulegt en á sama tíma áhugavert,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í samtali við Vísi í kvöld um atburðarrás síðasta sólahrings í pólitíkinni. „Ég ætla að bíða með að fella einhverja dóma um innihald málsins, það er að segja framgöngu og ákvarðanir Bjarna og dómsmálaráðherra sem að leiddu til þessarar stöðu. Ég bíð með það þangað til að menn eru búnir að fara yfir þau mál í rólegheitum.“ Sigmundur segir óheppilegt að kjósa á þessum árstíma en á sama tíma óumflýjanlegt eins og staðan er núna. „Mér fannst mjög áhugavert að fylgjast með blaðamannafundi Bjarna þegar hann var að tala um allan þennan óróa og óstöðugleika í stjórnmálum sem væri hættulegur, en þá rifja ég nú upp að þetta er í rauninni afleiðing af því að anað var út í þessar kosningar fyrir ári. Þær gátu aldrei leitt til annars en aukins óstöðugleika, aukins óróa og aukins vandræðagangs. Þá kom formaður Sjálfstæðisflokksins, sem ætti að vera einhvers konar flokkur stöðugleika, og setti hlutina í mikið uppnám að mínu mati. Svo má auðvitað fara aftar og spá í vorið í fyrra og ýmsan óróa þar, en látum það liggja á milli hluta að sinni.“ Gefur kost á að koma ákveðnum málum á rétta brautSigmundur segir að skortur hafi verið á festu í síðustu kosningum og skortur á þolgæðum, að menn kláruðu verkefnin. Hann segir þó bjartar hliðar á því að kosið verði aftur. Sjálfur ætlar hann að gefa áfram kost á sér fyrir Framsóknarflokkinn eins og kom fram á DV í kvöld. „Þetta gefur tækifæri til þess að koma nokkrum gríðarlega mikilvægum málum, málum sem að mínu mati skipta máli, aftur á kjöl. Þar er ég að tala um hluti sem verið var að vinna að í ríkisstjórn þegar við Bjarni vorum saman í þessu. Hlutir eins og endurskipulagning fjármálakerfisins, vaxtamálið, bankamálin, viðureignin við vogunarsjóðina sem hafa leikið lausum hala núna og farið mikinn eftir að þessi stjórn tók við.“ Nefnir hann einnig önnur mál eins og að gera upp við eldri borgara og áformin um stórsókn í byggðarmálum. „Það gleymdist einhvern veginn algjörlega og snerist jafnvel upp í andhverfu sína. Allt þetta er vonandi hægt að setja á rétta braut núna.“ Aðspurður um viðbrögðin sem Bjarni hafi fengið í dag í samanburði við viðbrögðin sem Sigmundur fékk sjálfur þegar öll spjót beindust að honum, svaraði hann: „Ég er löngu búin að sætta mig við það að það sé eitthvað við mig sem að æsir suma óskaplega upp, Bjarni hefur held ég ekki æst menn eins mikið í gegnum tíðina einhverra hluta vegna. Maður hefur nú oft velt fyrir sér, ekki bara vegna Bjarna heldur bara almennt umfjöllun um stjórnmálamanna, hvers vegna fólki verður svona heitt í hamsi þegar ég er annars vegar. En það er líklega of langt mál að fara að velta því fyrir sér.“Kæmi á óvart ef Guðni synjaðiSigmundur segir að næsta skref verði væntanlega kosningar, fyrr en síðar. „Ef að Bjarni fer fram á það að rjúfa þing og boða til kosninga þá á að mínu mati forsetinn engan annan kost en að verða við því. Þetta hefur komið til umræðu áður en ég hef ekki heyrt neinn af þeim sem teljast leiðandi á sviði laga og stjórnskipunar halda öðru fram en að forsætisráðherra sé með þingrofsheimildina. Það kæmi mér nú á óvart út frá því ef forsetinn synjaði forsætisráðherranum.“ „Þar fyrir utan sér maður ekki alveg hverju það ætti að skila vegna þess að ég hef ekki heyrt betur en að fulltrúar meira og minna allra flokka hafi lýst því yfir að þeir vilji kosningar. Þá hefur forsetinn kannski ekkert miklu hlutverki að gegna að fara að reyna að leiða menn saman.“ Sigmundur segir að það hljóti að vera hræðilegt fyrir þolendur svona ofbeldis að vera svo orðin miðpunktur í samfélagsumræðunni. „Það hlýtur eitt og sér að vera gríðarlegt áfall, að fá upp alla þessa umræðu um brot sem að er svona gríðarlega erfitt fyrir þá sem fyrir því verða. Þannig að maður vorkennir því fólki, hefur mikla samúð með því.“ Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Í beinni: Ríkisstjórnin fallin Stjórn Bjartrar framtíðar sleit í gærkvöldi ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn. 15. september 2017 08:03 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
„Þetta er náttúrulega allt mjög furðulegt en á sama tíma áhugavert,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í samtali við Vísi í kvöld um atburðarrás síðasta sólahrings í pólitíkinni. „Ég ætla að bíða með að fella einhverja dóma um innihald málsins, það er að segja framgöngu og ákvarðanir Bjarna og dómsmálaráðherra sem að leiddu til þessarar stöðu. Ég bíð með það þangað til að menn eru búnir að fara yfir þau mál í rólegheitum.“ Sigmundur segir óheppilegt að kjósa á þessum árstíma en á sama tíma óumflýjanlegt eins og staðan er núna. „Mér fannst mjög áhugavert að fylgjast með blaðamannafundi Bjarna þegar hann var að tala um allan þennan óróa og óstöðugleika í stjórnmálum sem væri hættulegur, en þá rifja ég nú upp að þetta er í rauninni afleiðing af því að anað var út í þessar kosningar fyrir ári. Þær gátu aldrei leitt til annars en aukins óstöðugleika, aukins óróa og aukins vandræðagangs. Þá kom formaður Sjálfstæðisflokksins, sem ætti að vera einhvers konar flokkur stöðugleika, og setti hlutina í mikið uppnám að mínu mati. Svo má auðvitað fara aftar og spá í vorið í fyrra og ýmsan óróa þar, en látum það liggja á milli hluta að sinni.“ Gefur kost á að koma ákveðnum málum á rétta brautSigmundur segir að skortur hafi verið á festu í síðustu kosningum og skortur á þolgæðum, að menn kláruðu verkefnin. Hann segir þó bjartar hliðar á því að kosið verði aftur. Sjálfur ætlar hann að gefa áfram kost á sér fyrir Framsóknarflokkinn eins og kom fram á DV í kvöld. „Þetta gefur tækifæri til þess að koma nokkrum gríðarlega mikilvægum málum, málum sem að mínu mati skipta máli, aftur á kjöl. Þar er ég að tala um hluti sem verið var að vinna að í ríkisstjórn þegar við Bjarni vorum saman í þessu. Hlutir eins og endurskipulagning fjármálakerfisins, vaxtamálið, bankamálin, viðureignin við vogunarsjóðina sem hafa leikið lausum hala núna og farið mikinn eftir að þessi stjórn tók við.“ Nefnir hann einnig önnur mál eins og að gera upp við eldri borgara og áformin um stórsókn í byggðarmálum. „Það gleymdist einhvern veginn algjörlega og snerist jafnvel upp í andhverfu sína. Allt þetta er vonandi hægt að setja á rétta braut núna.“ Aðspurður um viðbrögðin sem Bjarni hafi fengið í dag í samanburði við viðbrögðin sem Sigmundur fékk sjálfur þegar öll spjót beindust að honum, svaraði hann: „Ég er löngu búin að sætta mig við það að það sé eitthvað við mig sem að æsir suma óskaplega upp, Bjarni hefur held ég ekki æst menn eins mikið í gegnum tíðina einhverra hluta vegna. Maður hefur nú oft velt fyrir sér, ekki bara vegna Bjarna heldur bara almennt umfjöllun um stjórnmálamanna, hvers vegna fólki verður svona heitt í hamsi þegar ég er annars vegar. En það er líklega of langt mál að fara að velta því fyrir sér.“Kæmi á óvart ef Guðni synjaðiSigmundur segir að næsta skref verði væntanlega kosningar, fyrr en síðar. „Ef að Bjarni fer fram á það að rjúfa þing og boða til kosninga þá á að mínu mati forsetinn engan annan kost en að verða við því. Þetta hefur komið til umræðu áður en ég hef ekki heyrt neinn af þeim sem teljast leiðandi á sviði laga og stjórnskipunar halda öðru fram en að forsætisráðherra sé með þingrofsheimildina. Það kæmi mér nú á óvart út frá því ef forsetinn synjaði forsætisráðherranum.“ „Þar fyrir utan sér maður ekki alveg hverju það ætti að skila vegna þess að ég hef ekki heyrt betur en að fulltrúar meira og minna allra flokka hafi lýst því yfir að þeir vilji kosningar. Þá hefur forsetinn kannski ekkert miklu hlutverki að gegna að fara að reyna að leiða menn saman.“ Sigmundur segir að það hljóti að vera hræðilegt fyrir þolendur svona ofbeldis að vera svo orðin miðpunktur í samfélagsumræðunni. „Það hlýtur eitt og sér að vera gríðarlegt áfall, að fá upp alla þessa umræðu um brot sem að er svona gríðarlega erfitt fyrir þá sem fyrir því verða. Þannig að maður vorkennir því fólki, hefur mikla samúð með því.“
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Í beinni: Ríkisstjórnin fallin Stjórn Bjartrar framtíðar sleit í gærkvöldi ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn. 15. september 2017 08:03 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Í beinni: Ríkisstjórnin fallin Stjórn Bjartrar framtíðar sleit í gærkvöldi ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn. 15. september 2017 08:03