Bjarni varð fyrir gríðarlegu áfalli Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. september 2017 06:00 Bjarni Benediktsson segir að ákvörðun föður hans hafi valdið sér vonbrigðum. vísir/ernir Engin leið er til þess að mynda ríkisstjórn án þess að boða til kosninga, að mati Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta var niðurstaða hans eftir að hafa rætt við forystumenn VG, Framsóknarflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í gær. „Ég mun þess vegna beita mér fyrir því að það verði kosið á Íslandi sem allra fyrst. Þessi ríkisstjórn hefur tapað meirihluta sínum í þinginu. Ég sé ekki fram á að ná að styrkja stjórnina aftur til þess að hún hafi stuðning af meirihluta þings,“ sagði Bjarni á blaðamannafundi í Valhöll í gær. Hann sagðist vilja ná sem bestri sátt í þinginu um kjördag. „Ég segi fyrir mitt leyti að ég væri að horfa til þess að við gætum kosið í nóvember,“ bætti Bjarni við. Stjórn Bjartrar framtíðar tók ákvörðun um að slíta stjórnarsamstarfinu á heimili Óttars Proppé, formanns flokksins, í fyrrakvöld eftir að fréttir bárust af því að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði skrifað undir umsagnarbréf fyrir dæmdan barnaníðing sem sótt hafði um uppreist æru. Á blaðamannafundinum gagnrýndi Bjarni stjórn Bjartrar framtíðar mikið fyrir ákvörðunina. „Ég lít á það sem mikið veikleikamerki hjá þeim stjórnmálaöflum sem bregðast við með því að hlaupa til í framhaldi af sjónvarpsfréttum, gefa sér ekki tíma til þess að setjast niður. Eru komnir í rafrænar kosningar áður en maður hefur tekið eftir því að fundurinn hefur hafist og slíta síðan stjórnarsamstarfinu í raun og veru því sem næst samstundis,“ sagði hann. Bjarni mun biðjast lausnar fyrir ráðuneyti sitt á fundi með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan ellefu í dag. Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi verið algjör einhugur í þingflokknum um þessa niðurstöðu Bjarna. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur verið auglýstur fyrstu helgina í nóvember. Verði sátt um þá tillögu Bjarna að kjósa í nóvember mun landsfundurinn, þar sem forysta Sjálfstæðisflokksins er kjörin, að óbreyttu fara fram rétt fyrir alþingiskosningar. Hins vegar kann að vera að landsfundinum verði frestað. „Það er umræða sem við eigum eftir að taka. Menn munu taka afstöðu til tímasetningar landsfundar út frá því hver verður niðurstaðan varðandi kosningarnar. Þá þurfa menn að velta því fyrir sér út frá pólitískum og praktískum forsendum. Því mun skemmri tími sem er til kosninga, þeim mun erfiðara er að koma því við að halda landsfund á þeim tíma,“ segir Birgir. Bjarni Benediktsson segist ekki geta dæmt um stöðu sína sem formaður Sjálfstæðisflokksins. „Mér líður vel í eigin skinni. Ég hef orðið fyrir áfalli í þessu máli, út af þessum tengslum sem eru í málinu. Það var mér gríðarlega mikið áfall, en það hefur ekkert með mína stöðu sem formaður Sjálfstæðisflokksins að gera.“Ráðherrar víki straxViðreisn vill að stjórnskipunar- og eftirlitsnefndin rannsaki mál er varða veitingu uppreistar æru. Á meðan rannsóknin fari fram geti Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Sigríður Andersen dómsmálaráðherra ekki setið áfram á ráðherrastólum vegna tengsla þeirra við málið. Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, þurfi jafnframt að víkja sæti. Ráðgjafaráð Viðreisnar telur að í ljósi þeirrar stöðu og trúnaðarbrests sem kominn er upp sé farsælast fyrir þjóðina að þing sé rofið og gengið sé til kosninga. Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Engin leið er til þess að mynda ríkisstjórn án þess að boða til kosninga, að mati Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta var niðurstaða hans eftir að hafa rætt við forystumenn VG, Framsóknarflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í gær. „Ég mun þess vegna beita mér fyrir því að það verði kosið á Íslandi sem allra fyrst. Þessi ríkisstjórn hefur tapað meirihluta sínum í þinginu. Ég sé ekki fram á að ná að styrkja stjórnina aftur til þess að hún hafi stuðning af meirihluta þings,“ sagði Bjarni á blaðamannafundi í Valhöll í gær. Hann sagðist vilja ná sem bestri sátt í þinginu um kjördag. „Ég segi fyrir mitt leyti að ég væri að horfa til þess að við gætum kosið í nóvember,“ bætti Bjarni við. Stjórn Bjartrar framtíðar tók ákvörðun um að slíta stjórnarsamstarfinu á heimili Óttars Proppé, formanns flokksins, í fyrrakvöld eftir að fréttir bárust af því að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði skrifað undir umsagnarbréf fyrir dæmdan barnaníðing sem sótt hafði um uppreist æru. Á blaðamannafundinum gagnrýndi Bjarni stjórn Bjartrar framtíðar mikið fyrir ákvörðunina. „Ég lít á það sem mikið veikleikamerki hjá þeim stjórnmálaöflum sem bregðast við með því að hlaupa til í framhaldi af sjónvarpsfréttum, gefa sér ekki tíma til þess að setjast niður. Eru komnir í rafrænar kosningar áður en maður hefur tekið eftir því að fundurinn hefur hafist og slíta síðan stjórnarsamstarfinu í raun og veru því sem næst samstundis,“ sagði hann. Bjarni mun biðjast lausnar fyrir ráðuneyti sitt á fundi með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan ellefu í dag. Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi verið algjör einhugur í þingflokknum um þessa niðurstöðu Bjarna. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur verið auglýstur fyrstu helgina í nóvember. Verði sátt um þá tillögu Bjarna að kjósa í nóvember mun landsfundurinn, þar sem forysta Sjálfstæðisflokksins er kjörin, að óbreyttu fara fram rétt fyrir alþingiskosningar. Hins vegar kann að vera að landsfundinum verði frestað. „Það er umræða sem við eigum eftir að taka. Menn munu taka afstöðu til tímasetningar landsfundar út frá því hver verður niðurstaðan varðandi kosningarnar. Þá þurfa menn að velta því fyrir sér út frá pólitískum og praktískum forsendum. Því mun skemmri tími sem er til kosninga, þeim mun erfiðara er að koma því við að halda landsfund á þeim tíma,“ segir Birgir. Bjarni Benediktsson segist ekki geta dæmt um stöðu sína sem formaður Sjálfstæðisflokksins. „Mér líður vel í eigin skinni. Ég hef orðið fyrir áfalli í þessu máli, út af þessum tengslum sem eru í málinu. Það var mér gríðarlega mikið áfall, en það hefur ekkert með mína stöðu sem formaður Sjálfstæðisflokksins að gera.“Ráðherrar víki straxViðreisn vill að stjórnskipunar- og eftirlitsnefndin rannsaki mál er varða veitingu uppreistar æru. Á meðan rannsóknin fari fram geti Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Sigríður Andersen dómsmálaráðherra ekki setið áfram á ráðherrastólum vegna tengsla þeirra við málið. Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, þurfi jafnframt að víkja sæti. Ráðgjafaráð Viðreisnar telur að í ljósi þeirrar stöðu og trúnaðarbrests sem kominn er upp sé farsælast fyrir þjóðina að þing sé rofið og gengið sé til kosninga.
Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira