Ráðuneytið dregur að afhenda gögnin Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. september 2017 06:00 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á leið til þingflokksfundar í Valhöll í gær. VÍSIR/VILHELM Ákvæði í hegningarlögum auk áralangrar stjórnsýsluvenju varð upphafið að endinum hjá ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Dómsmálaráðuneytið dregur enn að veita aðgang að gögnum annarra sem hlotið hafa uppreist æru. Umræðan um ágæti lagaákvæða um uppreist æru hefur reglulega skotið upp kollinum. Í því samhengi má rifja upp mál Árna Johnsen en handhafar forsetavalds náðuðu hann meðan forseti Íslands var erlendis. Þá vakti athygli þegar Atla Helgasyni var veitt uppreist æru. Reglurnar komust í hámæli nú í sumar eftir að Hæstiréttur dæmdi Robert Downey héraðsdómslögmannsréttindi sín á nýjan leik. Málið vakti upp mikil viðbrögð í samfélaginu og var kallað eftir því að málið yrði rannsakað ofan í kjölinn. Minnihlutar bæði allsherjar- og menntamálanefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fóru fram á það að framkvæmd æruveitingar yrði könnuð ofan í kjölinn. Formönnum nefndanna, þeim Brynjari Níelssyni og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, virtist hins vegar vera það þvert um geð að leggjast í þá vinnu. Vinnu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ekki lokið hvað þessi mál varðar.Frá því í sumar hafa blaðamenn kallað eftir því að fá aðgang að gögnum sem varða framkvæmd æruuppreistar en ráðuneytið hafnað því þar sem gögnin kynnu að innihalda viðkvæmar persónuupplýsingar. Í vikunni kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð sinn þar sem málflutningi ráðuneytisins var að stærstum hluta hafnað. Aðgangur var veittur að skjölunum með þeim undantekningum að símanúmer og netföng skyldu afmáð. Þá voru þrjár efnisgreinar meðmælabréfanna afmáðar þar sem þær þóttu geyma of persónulegar upplýsingar. Í frétt sem birtist á vef dómsmálaráðuneytisins í fyrradag var því hafnað að Robert Downey hefði fengið sérmeðferð innan ráðuneytisins. Hann hafi verið í hópi fjórtán einstaklinga sem hafi fengið uppreist æru á grundvelli undanþáguheimildar í hegningarlögum. Hinir átján einstaklingarnir hafi farið leið meginreglunnar. Í gær var Fréttablaðið í samskiptum við dómsmálaráðuneytið í þeim tilgangi að fá aðgang að gögnum er varða mál Hjalta Sigurjóns Haukssonar. Áður hafði blaðið óskað eftir aðgangi að gögnum er vörðuðu mál Roberts Downey. Afgreiðsla þess máls beið niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar. Þau svör fengust fyrir hádegi að stefnt væri að því að afhenda gögnin fyrir lok dags. Um hádegi var komið annað hljóð í strokkinn og ekki stóð til að birta gögnin fyrr en eftir helgi. Gilti það um allt sem þar kom fram og var ekki unnt að fá nokkurt skjalanna afhent. Engar skýringar voru gefnar á því hvers vegna ekki var unnt að afgreiða hluta skjalanna. Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ákvæði í hegningarlögum auk áralangrar stjórnsýsluvenju varð upphafið að endinum hjá ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Dómsmálaráðuneytið dregur enn að veita aðgang að gögnum annarra sem hlotið hafa uppreist æru. Umræðan um ágæti lagaákvæða um uppreist æru hefur reglulega skotið upp kollinum. Í því samhengi má rifja upp mál Árna Johnsen en handhafar forsetavalds náðuðu hann meðan forseti Íslands var erlendis. Þá vakti athygli þegar Atla Helgasyni var veitt uppreist æru. Reglurnar komust í hámæli nú í sumar eftir að Hæstiréttur dæmdi Robert Downey héraðsdómslögmannsréttindi sín á nýjan leik. Málið vakti upp mikil viðbrögð í samfélaginu og var kallað eftir því að málið yrði rannsakað ofan í kjölinn. Minnihlutar bæði allsherjar- og menntamálanefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fóru fram á það að framkvæmd æruveitingar yrði könnuð ofan í kjölinn. Formönnum nefndanna, þeim Brynjari Níelssyni og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, virtist hins vegar vera það þvert um geð að leggjast í þá vinnu. Vinnu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ekki lokið hvað þessi mál varðar.Frá því í sumar hafa blaðamenn kallað eftir því að fá aðgang að gögnum sem varða framkvæmd æruuppreistar en ráðuneytið hafnað því þar sem gögnin kynnu að innihalda viðkvæmar persónuupplýsingar. Í vikunni kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð sinn þar sem málflutningi ráðuneytisins var að stærstum hluta hafnað. Aðgangur var veittur að skjölunum með þeim undantekningum að símanúmer og netföng skyldu afmáð. Þá voru þrjár efnisgreinar meðmælabréfanna afmáðar þar sem þær þóttu geyma of persónulegar upplýsingar. Í frétt sem birtist á vef dómsmálaráðuneytisins í fyrradag var því hafnað að Robert Downey hefði fengið sérmeðferð innan ráðuneytisins. Hann hafi verið í hópi fjórtán einstaklinga sem hafi fengið uppreist æru á grundvelli undanþáguheimildar í hegningarlögum. Hinir átján einstaklingarnir hafi farið leið meginreglunnar. Í gær var Fréttablaðið í samskiptum við dómsmálaráðuneytið í þeim tilgangi að fá aðgang að gögnum er varða mál Hjalta Sigurjóns Haukssonar. Áður hafði blaðið óskað eftir aðgangi að gögnum er vörðuðu mál Roberts Downey. Afgreiðsla þess máls beið niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar. Þau svör fengust fyrir hádegi að stefnt væri að því að afhenda gögnin fyrir lok dags. Um hádegi var komið annað hljóð í strokkinn og ekki stóð til að birta gögnin fyrr en eftir helgi. Gilti það um allt sem þar kom fram og var ekki unnt að fá nokkurt skjalanna afhent. Engar skýringar voru gefnar á því hvers vegna ekki var unnt að afgreiða hluta skjalanna.
Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels