Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson mun eiga fundi með forystumönnum stjórnmálaflokka, sem eiga fulltrúa á Alþingi, á Bessastöðum á morgun að loknum fundi með Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsetaembættinu en Guðni fundar með Bjarna klukkan 11.
Hann mun síðan funda með forystumönnum Vinstri grænna, Pírata, Framsóknarflokksins, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar eftir hádegi.
