Bjarni Benediktsson ætlar að tjá sig á blaðamannafundi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2017 13:15 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra Vísir/Anton Brink Þingfundur Sjálfstæðisflokksins sem hófst í Valhöll klukkan 11 í morgun stendur enn yfir. Þar hafa þingmenn flokksins rætt stöðu mála í ljósi þess að ríkisstjórnin er öll. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, sagði fyrir fundinn að það væri margt sem hann vildi koma á framfæri. Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti með afgerandi meirihluta að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi vegna trúnaðarbrests. Í framhaldinu lýsti Viðreisn því yfir að loknum fundi sínum að réttast væri að boða til kosninga í ljósi stöðunnar sem væri komin upp. Trúnaðarbresturinn sem Björt framtíð vísar til snýr að því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra greindi Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því í júlí að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila eins þeirra 32 sem hefðu fengið uppreist æru frá árinu 1995. Mánuði fyrr hafði dómsmálaráðherra neitað fjölmiðlum um aðgang að gögnum í einu slíku máli.Uppfært klukkan 14:01Fundi Sjálfstæðismanna í Valhöll er lokið en nokkrir þingmenn hafa yfirgefið fundinn. Bjarni Benediktsson mun ræða við fjölmiðla á blaðamannafundi sem boðaður verður síðar í dag. Sýnt verður beint frá fundinum á Vísi.Uppfært klukkan 17:15 Upptöku af blaðamannafundi Bjarna má sjá hér fyrir neðan. Hér fyrir neðan má fylgjast með Vaktinni á Vísi, þar sem helstu vendingar málsins koma fram.
Þingfundur Sjálfstæðisflokksins sem hófst í Valhöll klukkan 11 í morgun stendur enn yfir. Þar hafa þingmenn flokksins rætt stöðu mála í ljósi þess að ríkisstjórnin er öll. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, sagði fyrir fundinn að það væri margt sem hann vildi koma á framfæri. Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti með afgerandi meirihluta að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi vegna trúnaðarbrests. Í framhaldinu lýsti Viðreisn því yfir að loknum fundi sínum að réttast væri að boða til kosninga í ljósi stöðunnar sem væri komin upp. Trúnaðarbresturinn sem Björt framtíð vísar til snýr að því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra greindi Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því í júlí að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila eins þeirra 32 sem hefðu fengið uppreist æru frá árinu 1995. Mánuði fyrr hafði dómsmálaráðherra neitað fjölmiðlum um aðgang að gögnum í einu slíku máli.Uppfært klukkan 14:01Fundi Sjálfstæðismanna í Valhöll er lokið en nokkrir þingmenn hafa yfirgefið fundinn. Bjarni Benediktsson mun ræða við fjölmiðla á blaðamannafundi sem boðaður verður síðar í dag. Sýnt verður beint frá fundinum á Vísi.Uppfært klukkan 17:15 Upptöku af blaðamannafundi Bjarna má sjá hér fyrir neðan. Hér fyrir neðan má fylgjast með Vaktinni á Vísi, þar sem helstu vendingar málsins koma fram.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira