Styðja Bjarna Benediktsson: „Var bara jafn hissa og öll þjóðin þegar ég vaknaði í morgun“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2017 11:45 Það kom bæði Birgi Ármannssyni og Ásmundi Friðrikssyni í opna skjöldu að ríkisstjórnin skyldi springa. Þeir Ásmundur Friðriksson og Birgir Ármannsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segjast báðir styðja Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að ríkisstjórn hans sé sprungin. Það kom þeim báðum í opna skjöldu að Björt framtíð skyldi ákveða að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í kjölfar fregna af því að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, frá því í lok júlí að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru í fyrra. Samráðherrar og samstarfsflokkar þeirra í ríkisstjórn fréttu af þessu í fjölmiðlum í gær og felst trúnaðarbresturinn í því að mati Bjartrar framtíðar að ráðherrarnir héldu þessu leyndu. „Ég var bara jafn hissa og öll þjóðin þegar ég vaknaði í morgun,“ segir Ásmundur í samtali við Vísi. Hann átti ekki von á því að málið myndi sprengja ríkisstjórnina þó hann hefði vissulega skynjað þunga vegna þess.Segir erfitt fyrir Bjarta framtíð að standast þetta „Ég átti alls ekki von á þessu en það var bara ekki samstaða hjá Bjartri framtíð um þetta ríkisstjórnarsamstarf. Þau voru með þungan málaflokk, eru lítill flokkur og ekki með mikið bakland þannig að það er erfitt að standast þetta.“ Ásmundur segist telja að þingið eigi að axla ábyrgð og mynda ríkisstjórn. Sjálfur vill hann fara í ríkisstjórn með Vinstri grænum en slík stjórn næði þó ekki meirihluta á þingi, hefði 31 þingmann, 10 þingmenn Vinstri grænna og 21 þingmann Sjálfstæðisflokksins. Það þyrfti því alltaf þriðja flokkinn með. Þá kveðst Ásmundur hafa stutt Bjarna frá því að hann settist á þing. Birgir segir það mikil vonbrigði að stjórnin sé fallin. Það hafi komið honum á óvart að Björt framtíð hafi kosið að slíta samstarfinu með þessum hætti. „Undir öllum kringumstæðum hefði ég talið rétt að menn ræddu nú saman af yfirvegun áður en að ríkisstjórnarflokkur tekur svona ákvörðun í bráðræði,“ segir Birgir í samtali við Vísi.Lítur ekki svo á að Sigríður hafi brotið trúnaðHver er þín afstaða til þess sem Björt framtíð kallar trúnaðarbrest Bjarna og Sigríðar? „Það verður auðvitað að horfa til þess að þegar dómsmálaráðherra og forsætisráðherra verða þess áskynja að málin eru með þessum hætti að þá er þegar mál sem varðar upplýsingar um þessi efni komið til úrskurðarnefndar upplýsingamála þannig að það er ekki óeðlilegt að þau hafi þurft að bíða þar til að sú niðurstaða lægi fyrir.“En finnst þér þá í ljósi þess, því nú lítur dómsmálaráðuneytið svo á að þessi gögn séu trúnaðarupplýsingar, eðlilegt að dómsmálaráðherra miðli slíkum upplýsingum til forsætisráðherra þegar hann tengist málinu beint? „Staða forsætisráðherra sem höfuð ríkisstjórnarinnar er auðvitað mjög sérstök en það er ekki að mínu mati trúnaðarbrot þó að dómsmálaráðherra upplýsi hann einan um stöðu af þessu tagi.“ Birgir vill ekki svara því hvort að hann vilji að boðað verði til kosninga þar sem þessa stundina séu menn að ræða innan flokksins hvernig eigi að bregðast við stöðunni. Þá kveðst hann bera fullt traust til Bjarna og finnst ekki að hann þurfi að segja af sér. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Bjarni segist þurfa að nota tímann til að vinna úr óvæntri stöðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, ræddi stuttlega við fjölmiðla þegar hann kom til þingflokksfundar í Valhöll núna klukkan 11. 15. september 2017 11:07 Á ekki von á því að það verði breyting á stuðningi við Bjarna "Bjarni hefur haft stuðning Sjálfstæðismanna og ég ekki von á því að það verði einhvern breyting á því,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, fyrir utan Valhöll í morgun. 15. september 2017 11:16 Í beinni: Ríkisstjórnin fallin Stjórn Bjartrar framtíðar sleit í gærkvöldi ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn. 15. september 2017 08:03 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira
Þeir Ásmundur Friðriksson og Birgir Ármannsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segjast báðir styðja Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að ríkisstjórn hans sé sprungin. Það kom þeim báðum í opna skjöldu að Björt framtíð skyldi ákveða að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í kjölfar fregna af því að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, frá því í lok júlí að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru í fyrra. Samráðherrar og samstarfsflokkar þeirra í ríkisstjórn fréttu af þessu í fjölmiðlum í gær og felst trúnaðarbresturinn í því að mati Bjartrar framtíðar að ráðherrarnir héldu þessu leyndu. „Ég var bara jafn hissa og öll þjóðin þegar ég vaknaði í morgun,“ segir Ásmundur í samtali við Vísi. Hann átti ekki von á því að málið myndi sprengja ríkisstjórnina þó hann hefði vissulega skynjað þunga vegna þess.Segir erfitt fyrir Bjarta framtíð að standast þetta „Ég átti alls ekki von á þessu en það var bara ekki samstaða hjá Bjartri framtíð um þetta ríkisstjórnarsamstarf. Þau voru með þungan málaflokk, eru lítill flokkur og ekki með mikið bakland þannig að það er erfitt að standast þetta.“ Ásmundur segist telja að þingið eigi að axla ábyrgð og mynda ríkisstjórn. Sjálfur vill hann fara í ríkisstjórn með Vinstri grænum en slík stjórn næði þó ekki meirihluta á þingi, hefði 31 þingmann, 10 þingmenn Vinstri grænna og 21 þingmann Sjálfstæðisflokksins. Það þyrfti því alltaf þriðja flokkinn með. Þá kveðst Ásmundur hafa stutt Bjarna frá því að hann settist á þing. Birgir segir það mikil vonbrigði að stjórnin sé fallin. Það hafi komið honum á óvart að Björt framtíð hafi kosið að slíta samstarfinu með þessum hætti. „Undir öllum kringumstæðum hefði ég talið rétt að menn ræddu nú saman af yfirvegun áður en að ríkisstjórnarflokkur tekur svona ákvörðun í bráðræði,“ segir Birgir í samtali við Vísi.Lítur ekki svo á að Sigríður hafi brotið trúnaðHver er þín afstaða til þess sem Björt framtíð kallar trúnaðarbrest Bjarna og Sigríðar? „Það verður auðvitað að horfa til þess að þegar dómsmálaráðherra og forsætisráðherra verða þess áskynja að málin eru með þessum hætti að þá er þegar mál sem varðar upplýsingar um þessi efni komið til úrskurðarnefndar upplýsingamála þannig að það er ekki óeðlilegt að þau hafi þurft að bíða þar til að sú niðurstaða lægi fyrir.“En finnst þér þá í ljósi þess, því nú lítur dómsmálaráðuneytið svo á að þessi gögn séu trúnaðarupplýsingar, eðlilegt að dómsmálaráðherra miðli slíkum upplýsingum til forsætisráðherra þegar hann tengist málinu beint? „Staða forsætisráðherra sem höfuð ríkisstjórnarinnar er auðvitað mjög sérstök en það er ekki að mínu mati trúnaðarbrot þó að dómsmálaráðherra upplýsi hann einan um stöðu af þessu tagi.“ Birgir vill ekki svara því hvort að hann vilji að boðað verði til kosninga þar sem þessa stundina séu menn að ræða innan flokksins hvernig eigi að bregðast við stöðunni. Þá kveðst hann bera fullt traust til Bjarna og finnst ekki að hann þurfi að segja af sér.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Bjarni segist þurfa að nota tímann til að vinna úr óvæntri stöðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, ræddi stuttlega við fjölmiðla þegar hann kom til þingflokksfundar í Valhöll núna klukkan 11. 15. september 2017 11:07 Á ekki von á því að það verði breyting á stuðningi við Bjarna "Bjarni hefur haft stuðning Sjálfstæðismanna og ég ekki von á því að það verði einhvern breyting á því,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, fyrir utan Valhöll í morgun. 15. september 2017 11:16 Í beinni: Ríkisstjórnin fallin Stjórn Bjartrar framtíðar sleit í gærkvöldi ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn. 15. september 2017 08:03 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira
Bjarni segist þurfa að nota tímann til að vinna úr óvæntri stöðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, ræddi stuttlega við fjölmiðla þegar hann kom til þingflokksfundar í Valhöll núna klukkan 11. 15. september 2017 11:07
Á ekki von á því að það verði breyting á stuðningi við Bjarna "Bjarni hefur haft stuðning Sjálfstæðismanna og ég ekki von á því að það verði einhvern breyting á því,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, fyrir utan Valhöll í morgun. 15. september 2017 11:16
Í beinni: Ríkisstjórnin fallin Stjórn Bjartrar framtíðar sleit í gærkvöldi ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn. 15. september 2017 08:03