Gætu afhent ærubréf Hjalta Sigurjóns í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2017 10:21 Benedikt Sveinsson, faðir forsætisráðherra, var einn þriggja sem taldi rétt að veita dæmdum kynferðisbrotamanni, þeim hlaut þyngst kynferðisbrotadóm sem fallið hefur hér á landi, uppreist æru. Vísir/Hari Til skoðunar er hjá dómsmálaráðuneytinu að afhenda fjölmiðlum bréf með tillögu ráðherra og undirskrift forseta Íslands um uppreist æru Hjalta Sigurjóns Haukssonar í dag. Þetta segir Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, í samtali við Vísi. Fjölmiðlar fengu samskonar bréf í máli Robert Downey, dæmds kynferðisbrotamanns sem fékk uppreist æru í fyrra, afhent í byrjun ágúst án vandkvæða. Fjölmiðlar hafa síðan óskað eftir bréfinu í máli Hjalta Sigurjóns og sendi Stundin fyrirspurn sína fyrir tæplega þremur vikum, án árangurs.Ætluðu að birta allt í einu Jóhannes skýrir frá því að í kjölfarið á úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál á þriðjudag, þess efnis að dómsmálaráðuneytinu bæri að veita fjölmiðlum aðgang að stærstum hluta gagnanna í máli Robert Downey, hafi ráðuneytið ákveðið að taka saman upplýsingar um öll mál frá árinu 1995. Því hafi verið velt upp í ráðuneytinu hvort svara ætti beiðninni um bréf Hjalta fyrst eða gera allt í einu, sem hafi orðið niðurstaðan. Unnið hafi verið að því að gera gögnin í öllum málunum klár til birtingar en sjálfur hafi hann talað fyrir því, í ljósi tíðinda gærdagsins, að reynt yrði að verða við beiðni um afhendingu á bréfinu í máli Hjalta. „Það kemur kannski í ljós í dag hvort þetta eina bréf verði afhent,“ segir Jóhannes. Þá minnir hann á að það taki tíma að taka saman öll gögnin enda þurfi að afmá ýmislegt í gögnunum samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndarinnar. Aðspurður hvort hann viti hvaða ráðherra skrifaði undir umsóknina um uppreist æru í tilfelli Hjalta Sigurjóns Haukssonar segist Jóhannes ekki vita það. Upplýsti Bjarna um föður hans Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, var einn þeirra sem veitti Hjalta Sigurjóni góða umsögn en þrjár slíkar þarf með umsókn um uppreist æru. Sjálfur segir Benedikt að Hjalti hafi mætt með bréfið tilbúið og hann skrifað undir. Dómsmálaráðherra upplýsti í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hún hefði tilkynnt forsætisráðherra í júlí að faðir hans hefði veitt umsögn í máli er sneri að uppreist æru. Mánuði fyrr hafnaði dómsmálaráðuneytið aðgangi fjölmiðla að upplýsingum úr ráðuneytinu er vörðuðu mál Roberts Downey. Á umsóknarbréfi Hjalta má finna undirskrift þess dómsmálaráðherra sem skrifaði undir umsóknina, ráðuneytisstjóra og svo forseta Íslands. Ekki liggur fyrir hver var starfandi dómsmálaráðherra þegar umsókn Hjalta var tekin fyrir í fyrra. Ólöf Nordal heitin skrifaði undir umsókn Roberts Downey en hún var töluvert frá vinnu í fyrra vegna veikinda sinna.Uppfært klukkan 12:42 Jóhannes segir í samtali við fréttastofu að bréfið verði ekki afhent fyrr en eftir helgi. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Til skoðunar er hjá dómsmálaráðuneytinu að afhenda fjölmiðlum bréf með tillögu ráðherra og undirskrift forseta Íslands um uppreist æru Hjalta Sigurjóns Haukssonar í dag. Þetta segir Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, í samtali við Vísi. Fjölmiðlar fengu samskonar bréf í máli Robert Downey, dæmds kynferðisbrotamanns sem fékk uppreist æru í fyrra, afhent í byrjun ágúst án vandkvæða. Fjölmiðlar hafa síðan óskað eftir bréfinu í máli Hjalta Sigurjóns og sendi Stundin fyrirspurn sína fyrir tæplega þremur vikum, án árangurs.Ætluðu að birta allt í einu Jóhannes skýrir frá því að í kjölfarið á úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál á þriðjudag, þess efnis að dómsmálaráðuneytinu bæri að veita fjölmiðlum aðgang að stærstum hluta gagnanna í máli Robert Downey, hafi ráðuneytið ákveðið að taka saman upplýsingar um öll mál frá árinu 1995. Því hafi verið velt upp í ráðuneytinu hvort svara ætti beiðninni um bréf Hjalta fyrst eða gera allt í einu, sem hafi orðið niðurstaðan. Unnið hafi verið að því að gera gögnin í öllum málunum klár til birtingar en sjálfur hafi hann talað fyrir því, í ljósi tíðinda gærdagsins, að reynt yrði að verða við beiðni um afhendingu á bréfinu í máli Hjalta. „Það kemur kannski í ljós í dag hvort þetta eina bréf verði afhent,“ segir Jóhannes. Þá minnir hann á að það taki tíma að taka saman öll gögnin enda þurfi að afmá ýmislegt í gögnunum samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndarinnar. Aðspurður hvort hann viti hvaða ráðherra skrifaði undir umsóknina um uppreist æru í tilfelli Hjalta Sigurjóns Haukssonar segist Jóhannes ekki vita það. Upplýsti Bjarna um föður hans Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, var einn þeirra sem veitti Hjalta Sigurjóni góða umsögn en þrjár slíkar þarf með umsókn um uppreist æru. Sjálfur segir Benedikt að Hjalti hafi mætt með bréfið tilbúið og hann skrifað undir. Dómsmálaráðherra upplýsti í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hún hefði tilkynnt forsætisráðherra í júlí að faðir hans hefði veitt umsögn í máli er sneri að uppreist æru. Mánuði fyrr hafnaði dómsmálaráðuneytið aðgangi fjölmiðla að upplýsingum úr ráðuneytinu er vörðuðu mál Roberts Downey. Á umsóknarbréfi Hjalta má finna undirskrift þess dómsmálaráðherra sem skrifaði undir umsóknina, ráðuneytisstjóra og svo forseta Íslands. Ekki liggur fyrir hver var starfandi dómsmálaráðherra þegar umsókn Hjalta var tekin fyrir í fyrra. Ólöf Nordal heitin skrifaði undir umsókn Roberts Downey en hún var töluvert frá vinnu í fyrra vegna veikinda sinna.Uppfært klukkan 12:42 Jóhannes segir í samtali við fréttastofu að bréfið verði ekki afhent fyrr en eftir helgi.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira