„Kerfi sem einkennist af leyndarhyggju og stendur vörð um ofbeldismenn en ekki fórnarlömb er meingallað og djúpstæð vonbrigði þjóðarinnar með viðbrögð stjórnvalda í þessum málum er eittvað sem við verðum að taka mjög alvarlega,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Sjá einnig: Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð
Að hennar mati er æskilegast að boða til kosninga eins fljótt og auðið er. Tekur hún þar í sama streng og þingflokkur Viðreisnar sem sendi frá sér yfirlýsingu í nótt þar sem kallað var kosningnum sem fyrst.
„Verkefni stjórnmálanna er að breyta úreltum kerfum og uppræta sterka tilhneigingu ákveðinna hópa til að standa vörð um sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni,“ segir Þorgerður í færslu sem má sjá hér að neðan.