Sagði Bjarna frá umsögn föður hans mánuði eftir yfirlýsingu ráðuneytisins um þögn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. september 2017 22:01 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, telur að sér hafi verið heimilt að upplýsa forsætisráðherra um að faðir hans hefði veitt umsögn á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns. vísir/ernir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru. Hjalti var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi árið 2004 fyrir áralöng kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Dómsmálaráðherra ræddi þessi mál í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar greindi hún frá því að í lok júlí hefðu embættismenn ráðuneytisins tjáð henni að faðir Bjarna væri á meðal umsagnaraðila Hjalta. Hún hefði í kjölfarið sagt Bjarna frá því. Aðspurð hvers vegna hún hefði gert það sagði Sigríður að hún hefði talið það rétt. Þá sagði Sigríður í kvöldfréttum RÚV að hún hefði talið að henni hafi verið heimilt að greina forsætisráðherra frá þessum tiltekna umsagnaraðila. Mánuði fyrr tilkynnti dómsmálaráðuneytið að það mæti það sem svo að ekki mætti birta nöfn umsagnaraðila.Munu birta gögn aftur til ársins 1995 Þessi ákvörðun var tekin í ráðuneytinu með hliðsjón af eðli upplýsinganna og sjónarmiða sem fram komu í úrskurði Persónuverndar frá árinu 2014. Fjölmiðlar höfðu í júní óskað eftir gögnum í máli Roberts Downey sem hlaut uppreist æru í september í fyrra. Hann er, líkt og Hjalti, dæmdur kynferðisbrotamaður og hlaut þriggja ára fangelsisdóm árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum stúlkum. Ákvörðun ráðuneytisins um að birta ekki gögn um uppreist æru Roberts var kærð til úrskurðarnefndar upplýsingamála sem úrskurðaði í vikunni að ráðuneytinu bæri að birta gögnin en með takmörkunum þó. Þar sem úrskurðir nefndarinnar eru fordæmisgefandi hefur dómsmálaráðuneytið gefið það út að það muni á næstunni birta öll gögn í málum er varða uppreist æru frá árinu 1995. Enn hafa verið birt önnur gögn en í máli Roberts Downey en Vísir greindi frá því í dag að Benedikt Sveinsson, faðir forsætisráðherra, hefði verið á meðal umsagnaraðila Hjalta á umsókn hans um uppreist æru.Segir Hjalta hafa komið með bréfið til hans tilbúið til undirritunar Í yfirlýsingu sem Benedikt sendi frá sér í kjölfarið baðst hann afsökunar á því að hafa ljáð Hjalta atbeina við umsókn um uppreist æru. Hann sagði að það sem hefði átt að vera lítið góðverk við dæmdan mann hefði snúist upp í framhald harmleiks brotaþola og á því bæðist hann afsökunar. Jafnframt sagði Benedikt að Hjalti hefði komið með bréfið til hans tilbúið til undirritunar. „Ég ræddi ekki meðmælabréfið við nokkurn mann, hvorki í stjórnkerfinu né annars staðar, og hef aldrei verið spurður frekar út í málið. Allur aðdragandi og umbúnaður málsins var sá að verið væri að ganga frá formsatriði fyrir umsókn til stjórnsýslunnar,“ sagði í yfirlýsingunni. Uppreist æru Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34 Bjarni fékk að vita það í lok júlí að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði Bjarna frá því að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila. 14. september 2017 18:48 Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru. Hjalti var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi árið 2004 fyrir áralöng kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Dómsmálaráðherra ræddi þessi mál í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar greindi hún frá því að í lok júlí hefðu embættismenn ráðuneytisins tjáð henni að faðir Bjarna væri á meðal umsagnaraðila Hjalta. Hún hefði í kjölfarið sagt Bjarna frá því. Aðspurð hvers vegna hún hefði gert það sagði Sigríður að hún hefði talið það rétt. Þá sagði Sigríður í kvöldfréttum RÚV að hún hefði talið að henni hafi verið heimilt að greina forsætisráðherra frá þessum tiltekna umsagnaraðila. Mánuði fyrr tilkynnti dómsmálaráðuneytið að það mæti það sem svo að ekki mætti birta nöfn umsagnaraðila.Munu birta gögn aftur til ársins 1995 Þessi ákvörðun var tekin í ráðuneytinu með hliðsjón af eðli upplýsinganna og sjónarmiða sem fram komu í úrskurði Persónuverndar frá árinu 2014. Fjölmiðlar höfðu í júní óskað eftir gögnum í máli Roberts Downey sem hlaut uppreist æru í september í fyrra. Hann er, líkt og Hjalti, dæmdur kynferðisbrotamaður og hlaut þriggja ára fangelsisdóm árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum stúlkum. Ákvörðun ráðuneytisins um að birta ekki gögn um uppreist æru Roberts var kærð til úrskurðarnefndar upplýsingamála sem úrskurðaði í vikunni að ráðuneytinu bæri að birta gögnin en með takmörkunum þó. Þar sem úrskurðir nefndarinnar eru fordæmisgefandi hefur dómsmálaráðuneytið gefið það út að það muni á næstunni birta öll gögn í málum er varða uppreist æru frá árinu 1995. Enn hafa verið birt önnur gögn en í máli Roberts Downey en Vísir greindi frá því í dag að Benedikt Sveinsson, faðir forsætisráðherra, hefði verið á meðal umsagnaraðila Hjalta á umsókn hans um uppreist æru.Segir Hjalta hafa komið með bréfið til hans tilbúið til undirritunar Í yfirlýsingu sem Benedikt sendi frá sér í kjölfarið baðst hann afsökunar á því að hafa ljáð Hjalta atbeina við umsókn um uppreist æru. Hann sagði að það sem hefði átt að vera lítið góðverk við dæmdan mann hefði snúist upp í framhald harmleiks brotaþola og á því bæðist hann afsökunar. Jafnframt sagði Benedikt að Hjalti hefði komið með bréfið til hans tilbúið til undirritunar. „Ég ræddi ekki meðmælabréfið við nokkurn mann, hvorki í stjórnkerfinu né annars staðar, og hef aldrei verið spurður frekar út í málið. Allur aðdragandi og umbúnaður málsins var sá að verið væri að ganga frá formsatriði fyrir umsókn til stjórnsýslunnar,“ sagði í yfirlýsingunni.
Uppreist æru Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34 Bjarni fékk að vita það í lok júlí að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði Bjarna frá því að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila. 14. september 2017 18:48 Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34
Bjarni fékk að vita það í lok júlí að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði Bjarna frá því að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila. 14. september 2017 18:48
Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45