Ein mest einkennandi rödd kvikmyndanna Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. september 2017 11:00 Mörgum þykir það áreiðanlega ekki öfundsvert að sitja beint á móti Werner Herzog og stara í þessi augu. Þýski kvikmyndagerðamaðurinn Werner Herzog verður heiðursgestur á RIFF – Reykjavík International Film Festival í ár. Hann mun verða með meistaraspjall og auk þess verður sett upp yfirlitssýning á helstu verkum leikstjórans en hann hefur farið vítt og breitt á ferli sínum – gert myndir í fullri lengd auk heimildarmynda. Werner sjálfur er líka stórmerkilegur karl og bætir sjálfur miklum karakter í heimildarmyndirnar sínar með frásagnarstíl sínum og einnig með tilfinningalausum talanda sem er skemmtilega undirstrikaður með þýska hreimnum. Það er eiginlega ekki hægt að ræða verk Herzogs án þess að ræða hann sjálfan. Um leikstjórann eru til margar sögur. Herzog tekur stundum aukaskref – sumir myndu kannski segja að hann teygi sig of langt – sem aðrir leikstjórar eru ekki tilbúnir að taka – ein frægasta mynd hans, Fitzcarraldo, gerist í frumskógum Perú og lagði Herzog mikið á sig til að gera lífið sem erfiðast fyrir starfsfólk sitt við gerð myndarinnar. Þannig vildi hann ná fram sem óblíðustum og jafnframt raunverulegustum aðstæðum í frumskóginum. Hann og aðalleikari myndarinnar, Klaus Kinski, rifust vægast sagt heiftarlega á settinu og má sjá meira af því í heimildarmyndinni Burden of Dreams sem fjallar um gerð Fitzcarraldo. Um er að ræða kvikmyndaleikstjóra af gamla skólanum, auteur, sem gerir kvikmyndir sem eru augljóslega hans. Það eru mikil tíðindi að fá Herzog til landsins og ætti að kitla íslenska kvikmyndaunnendur.Herzog og þýski leikarinn Klaus Kinski hafa unnið mikið saman og rifist mikið, enda báðir stórir persónuleikar.Nokkrar Herzog-sögur 1. Hann stal myndavél frá kvikmyndaskóla til að verða kvikmyndagerðarmaður Herzog segist hafa „tekið“ myndavélina frá Munich Institute for Film Research því að hann langaði að gera myndir og vantaði myndavél. Hann lítur ekki á það sem stuld. 2. Hann gekk eitt sinn frá München til Parísar Herzog gekk til Parísar til að hitta Lotte H. Eisner, lærimeistara sinn, sem var veik. Gangan átti að verða til þess að lækna hana af veikindunum og gerði Herzog myndina Of Walking in Ice um gönguna sem tók þrjá mánuði. 3. Hann borðaði skóinn sinn Í veðmáli sagðist Herzog ætla að borða skóinn sinn ef kvikmyndagerðarmaðurinn Errol Morris myndi klára myndina Gates of Heaven. Honum tókst það svo Herzog borðaði auðvitað skóinn sinn. Les Blank bjó til myndina Werner Herzog Eats His Shoe um þetta. 4. Hann var skotinn Í miðju viðtali við BBC var Herzog skyndilega skotinn með loftriffli. Honum finnst það þó ekkert tiltökumál og bregst við af ótrúlegri ró. Viðtalið má finna á YouTube. 5. Hann bjargaði Joaquin Phoenix Joaquin Phoenix velti bílnum sínum í Hollywood árið 2006. Skyndilega heyrir hann að bankað er á gluggann og þar er Werner Herzog kominn. Herzog mölvaði rúðuna og dró Phoenix úr flakinu. 6. Hann á ein jakkaföt, eitt skópar og engan farsíma Þetta útskýrir sig sjálft. Þvílíkur maður. RIFF Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Þýski kvikmyndagerðamaðurinn Werner Herzog verður heiðursgestur á RIFF – Reykjavík International Film Festival í ár. Hann mun verða með meistaraspjall og auk þess verður sett upp yfirlitssýning á helstu verkum leikstjórans en hann hefur farið vítt og breitt á ferli sínum – gert myndir í fullri lengd auk heimildarmynda. Werner sjálfur er líka stórmerkilegur karl og bætir sjálfur miklum karakter í heimildarmyndirnar sínar með frásagnarstíl sínum og einnig með tilfinningalausum talanda sem er skemmtilega undirstrikaður með þýska hreimnum. Það er eiginlega ekki hægt að ræða verk Herzogs án þess að ræða hann sjálfan. Um leikstjórann eru til margar sögur. Herzog tekur stundum aukaskref – sumir myndu kannski segja að hann teygi sig of langt – sem aðrir leikstjórar eru ekki tilbúnir að taka – ein frægasta mynd hans, Fitzcarraldo, gerist í frumskógum Perú og lagði Herzog mikið á sig til að gera lífið sem erfiðast fyrir starfsfólk sitt við gerð myndarinnar. Þannig vildi hann ná fram sem óblíðustum og jafnframt raunverulegustum aðstæðum í frumskóginum. Hann og aðalleikari myndarinnar, Klaus Kinski, rifust vægast sagt heiftarlega á settinu og má sjá meira af því í heimildarmyndinni Burden of Dreams sem fjallar um gerð Fitzcarraldo. Um er að ræða kvikmyndaleikstjóra af gamla skólanum, auteur, sem gerir kvikmyndir sem eru augljóslega hans. Það eru mikil tíðindi að fá Herzog til landsins og ætti að kitla íslenska kvikmyndaunnendur.Herzog og þýski leikarinn Klaus Kinski hafa unnið mikið saman og rifist mikið, enda báðir stórir persónuleikar.Nokkrar Herzog-sögur 1. Hann stal myndavél frá kvikmyndaskóla til að verða kvikmyndagerðarmaður Herzog segist hafa „tekið“ myndavélina frá Munich Institute for Film Research því að hann langaði að gera myndir og vantaði myndavél. Hann lítur ekki á það sem stuld. 2. Hann gekk eitt sinn frá München til Parísar Herzog gekk til Parísar til að hitta Lotte H. Eisner, lærimeistara sinn, sem var veik. Gangan átti að verða til þess að lækna hana af veikindunum og gerði Herzog myndina Of Walking in Ice um gönguna sem tók þrjá mánuði. 3. Hann borðaði skóinn sinn Í veðmáli sagðist Herzog ætla að borða skóinn sinn ef kvikmyndagerðarmaðurinn Errol Morris myndi klára myndina Gates of Heaven. Honum tókst það svo Herzog borðaði auðvitað skóinn sinn. Les Blank bjó til myndina Werner Herzog Eats His Shoe um þetta. 4. Hann var skotinn Í miðju viðtali við BBC var Herzog skyndilega skotinn með loftriffli. Honum finnst það þó ekkert tiltökumál og bregst við af ótrúlegri ró. Viðtalið má finna á YouTube. 5. Hann bjargaði Joaquin Phoenix Joaquin Phoenix velti bílnum sínum í Hollywood árið 2006. Skyndilega heyrir hann að bankað er á gluggann og þar er Werner Herzog kominn. Herzog mölvaði rúðuna og dró Phoenix úr flakinu. 6. Hann á ein jakkaföt, eitt skópar og engan farsíma Þetta útskýrir sig sjálft. Þvílíkur maður.
RIFF Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira