Frá því að vera stöðugasta mynt heims í eina þá óstöðugustu á fáum mánuðum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. september 2017 09:00 Friðrik Már Baldursson, efnahagsráðgjafi GAMMA Á aðeins fáeinum mánuðum hefur krónan farið frá því að vera stöðugasta mynt heims í eina þá óstöðugustu, að sögn Friðriks Más Baldurssonar, prófessors í hagfræði og efnahagsráðgjafa GAMMA. Hann segir að líta þurfi til gjaldmiðla þróunarríkja til þess að finna viðlíka sveiflur og hafa verið á gengi krónunnar eftir að losað var um fjármagnshöftin í mars síðastliðnum. Æskilegra væri ef gjaldeyrismarkaðurinn færðist hraðar í átt að eðlilegra ástandi. Friðrik Már fjallaði um gengisþróun krónunnar á málstofu sem GAMMA stóð fyrir í Tjarnarbíó síðdegis í gær. Hann segir í samtali við Markaðinn að það hafi ekki átt að koma á óvart að flökt krónunnar ykist við afnám hafta. „Þegar opnað var fyrir fjármagnsviðskipti fóru þau að verða ráðandi í skammtímasveiflum á genginu. Gjaldeyrismarkaðir eru almennt mun kvikari en vöru- og þjónustumarkaðir. Þó svo að við séum með viðskiptaafgang sem styður við gengið skiptir það ekki máli til skemmri tíma því fjármagnshreyfingar virðast hafa meiri áhrif á gengissveiflurnar heldur en gjaldeyrisinnflæði sem stafar af vöru- og þjónustuviðskiptum,“ segir hann. Hann bendir meðal annars á að sveiflur á gengi krónunnar hafi undanfarið verið þrisvar til fjórum sinnum meiri en til dæmis á gengi sænsku krónunnar. Sveiflurnar komi ekki á óvart í ljósi þess hve lítil velta sé á millibankamarkaði með gjaldeyri. „Hér er velta á millibankamarkaði um helmingur af utanríkisviðskiptum en í öðrum samanburðarlöndum eru viðskipti á gjaldeyrismarkaði margfalt meiri en utanríkisviðskipti. Þetta þýðir að hér geta tiltölulega litlar fjármagnshreyfingar haft mikil áhrif á gengið þannig að það sveiflist um allt að þrjú til fjögur prósent á einum degi. Slíkar sveiflur eru mjög óheppilegar og skapa mikla óvissu.“ Friðrik Már segir það stinga í augun hve mikið Íslendingar fjárfesta hér á landi og lítið erlendis og eins hve lítið sé um erlendar fjárfestingar hér á landi. „Það væri mjög æskilegt, ekki einungis til þess að efla gjaldeyrismarkaðinn og draga úr sveiflum á honum, heldur einnig til þess að ná fram betri áhættudreifingu fyrir þjóðarbúið, að það næðist betra jafnvægi þarna á milli. Til lengri tíma litið væri ákjósanlegt að aflétta öllum höftum, einnig á innflæði fjármagns, og styrkja þannig tengsl markaðarins hér við erlenda markaði.“Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Á aðeins fáeinum mánuðum hefur krónan farið frá því að vera stöðugasta mynt heims í eina þá óstöðugustu, að sögn Friðriks Más Baldurssonar, prófessors í hagfræði og efnahagsráðgjafa GAMMA. Hann segir að líta þurfi til gjaldmiðla þróunarríkja til þess að finna viðlíka sveiflur og hafa verið á gengi krónunnar eftir að losað var um fjármagnshöftin í mars síðastliðnum. Æskilegra væri ef gjaldeyrismarkaðurinn færðist hraðar í átt að eðlilegra ástandi. Friðrik Már fjallaði um gengisþróun krónunnar á málstofu sem GAMMA stóð fyrir í Tjarnarbíó síðdegis í gær. Hann segir í samtali við Markaðinn að það hafi ekki átt að koma á óvart að flökt krónunnar ykist við afnám hafta. „Þegar opnað var fyrir fjármagnsviðskipti fóru þau að verða ráðandi í skammtímasveiflum á genginu. Gjaldeyrismarkaðir eru almennt mun kvikari en vöru- og þjónustumarkaðir. Þó svo að við séum með viðskiptaafgang sem styður við gengið skiptir það ekki máli til skemmri tíma því fjármagnshreyfingar virðast hafa meiri áhrif á gengissveiflurnar heldur en gjaldeyrisinnflæði sem stafar af vöru- og þjónustuviðskiptum,“ segir hann. Hann bendir meðal annars á að sveiflur á gengi krónunnar hafi undanfarið verið þrisvar til fjórum sinnum meiri en til dæmis á gengi sænsku krónunnar. Sveiflurnar komi ekki á óvart í ljósi þess hve lítil velta sé á millibankamarkaði með gjaldeyri. „Hér er velta á millibankamarkaði um helmingur af utanríkisviðskiptum en í öðrum samanburðarlöndum eru viðskipti á gjaldeyrismarkaði margfalt meiri en utanríkisviðskipti. Þetta þýðir að hér geta tiltölulega litlar fjármagnshreyfingar haft mikil áhrif á gengið þannig að það sveiflist um allt að þrjú til fjögur prósent á einum degi. Slíkar sveiflur eru mjög óheppilegar og skapa mikla óvissu.“ Friðrik Már segir það stinga í augun hve mikið Íslendingar fjárfesta hér á landi og lítið erlendis og eins hve lítið sé um erlendar fjárfestingar hér á landi. „Það væri mjög æskilegt, ekki einungis til þess að efla gjaldeyrismarkaðinn og draga úr sveiflum á honum, heldur einnig til þess að ná fram betri áhættudreifingu fyrir þjóðarbúið, að það næðist betra jafnvægi þarna á milli. Til lengri tíma litið væri ákjósanlegt að aflétta öllum höftum, einnig á innflæði fjármagns, og styrkja þannig tengsl markaðarins hér við erlenda markaði.“Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira