Málið afar þungbært fyrir fjölskyldu Sanitu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. september 2017 20:45 Sanita Brauna var myrt á heimili sínu við Hagamel á fimmtudagskvöld í síðustu viku. Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið henni að bana er nú í gæsluvarðahaldi. Samkvæmt ættingjum Sanitu áttu hún og maðurinn ekki í neins konar ástarsambandi eins og áður hafði komið fram í fjölmiðlum. Maðurinn hafi verið ósáttur við að Sanita sýndi honum ekki áhuga eftir að þau höfðu talast við á netinu. Sanita var frá Lettlandi og var 44 ára gömul. Hún lætur eftir sig þrjú uppkomin börn, tvær dætur og einn son, á aldrinum 15 til 25 ára, en þau eru búsett í Lettlandi. Hún var menntaður kennari og lét á fiðlu. Sanita hafði starfað hér á landi í á annað ár á hótelum. Nú síðast á íbúðahóteli í Reykjavík ásamt þeim Höllu Guðrúnu og Melkorku - sem lýsa henni sem jákvæðri konu í blóma lífsins. „Þetta var vissulega mikið sjokk, hún var svo indæl og frábær kona og eins og við höfum minnst á áður þá spilaði hún svo mikilvægt hlutverk innan teymisins og að tengja svona hrikalegan atburð við svona indæla konu það nær ekki saman,“ segir Melkorka.Frá vettvangi á Hagamel fyrir viku.Vísir/KTDÞær segja málið afar þungbært fyrir aðstandendur Sanitu – sem búa í Lettlandi. „Sem betur fer höfum við getað verið í góðum samskiptum við þau og þau hafa fengið góð ráð hjá lögmanni og lögreglunni og öðru slíku,“ segir Halla Guðrún. Stofnaður hefur verið styrkarreikningu fyrir fjölskylduna til að auðvelda þeim að koma til landsins. Þær segja að Sanita hafi margoft talað um fjölskyldu sína í Lettlandi. „Hún átti að vera að fara í mánaðarfrí á sunnudaginn síðasta þar sem hún átti að fagna bæði afmæli föður síns og dóttur sinnar sem gerir þetta líka bara mjög erfitt, að vita til þess að hún hafi ekki náð því,“ segir Melkorka.Vinir Sanitu lýsa henni sem jákvæðri og brosmildri konu.Halla Guðrún og Melkorka segja að fjölskylda Sanitu vilji að hennar sé minnst sem hjartahlýju og brosmildu konunnar sem hún var. „Jákvæð er örugglega fyrsta orðið sem kemur í hugann. Það er örugglega lýsingarorð númer eitt, tvö og þrjú sem ég myndi nota til að lýsa Sanitu með. Hún spurði fólk hvernig það hafði það, hún hafði einlægan áhuga á því hvað aðrir voru að gera og höfðu að segja. Við viljum að fólk viti það að hún var þessi manneskja,“ segir Halla Guðrún. Íslenska ríkið hefur boðið fjölskyldu Sanitu lögfræðing sem aðstoðar þau við öll mál á Íslandi. Lögfræðingurinn hefur stofnað reikning í nafni lögmannsstofunnar en allt fé sem kann að berast á reikninginn mun fara óskipt til barna Sanitu. Að sögn lögmannsins munu styrkjunum vera varið í það að styrkja fjölskyldu Sanitu til að komast til landsins og einnig í útfararkostnað og annan tilfallandi kostnað sem tengist málinu.Reikningsnúmerið er 0140-26-001053 og kennitala lögmannsstofunnar er 670812-1540. Manndráp á Hagamel Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Sanita Brauna var myrt á heimili sínu við Hagamel á fimmtudagskvöld í síðustu viku. Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið henni að bana er nú í gæsluvarðahaldi. Samkvæmt ættingjum Sanitu áttu hún og maðurinn ekki í neins konar ástarsambandi eins og áður hafði komið fram í fjölmiðlum. Maðurinn hafi verið ósáttur við að Sanita sýndi honum ekki áhuga eftir að þau höfðu talast við á netinu. Sanita var frá Lettlandi og var 44 ára gömul. Hún lætur eftir sig þrjú uppkomin börn, tvær dætur og einn son, á aldrinum 15 til 25 ára, en þau eru búsett í Lettlandi. Hún var menntaður kennari og lét á fiðlu. Sanita hafði starfað hér á landi í á annað ár á hótelum. Nú síðast á íbúðahóteli í Reykjavík ásamt þeim Höllu Guðrúnu og Melkorku - sem lýsa henni sem jákvæðri konu í blóma lífsins. „Þetta var vissulega mikið sjokk, hún var svo indæl og frábær kona og eins og við höfum minnst á áður þá spilaði hún svo mikilvægt hlutverk innan teymisins og að tengja svona hrikalegan atburð við svona indæla konu það nær ekki saman,“ segir Melkorka.Frá vettvangi á Hagamel fyrir viku.Vísir/KTDÞær segja málið afar þungbært fyrir aðstandendur Sanitu – sem búa í Lettlandi. „Sem betur fer höfum við getað verið í góðum samskiptum við þau og þau hafa fengið góð ráð hjá lögmanni og lögreglunni og öðru slíku,“ segir Halla Guðrún. Stofnaður hefur verið styrkarreikningu fyrir fjölskylduna til að auðvelda þeim að koma til landsins. Þær segja að Sanita hafi margoft talað um fjölskyldu sína í Lettlandi. „Hún átti að vera að fara í mánaðarfrí á sunnudaginn síðasta þar sem hún átti að fagna bæði afmæli föður síns og dóttur sinnar sem gerir þetta líka bara mjög erfitt, að vita til þess að hún hafi ekki náð því,“ segir Melkorka.Vinir Sanitu lýsa henni sem jákvæðri og brosmildri konu.Halla Guðrún og Melkorka segja að fjölskylda Sanitu vilji að hennar sé minnst sem hjartahlýju og brosmildu konunnar sem hún var. „Jákvæð er örugglega fyrsta orðið sem kemur í hugann. Það er örugglega lýsingarorð númer eitt, tvö og þrjú sem ég myndi nota til að lýsa Sanitu með. Hún spurði fólk hvernig það hafði það, hún hafði einlægan áhuga á því hvað aðrir voru að gera og höfðu að segja. Við viljum að fólk viti það að hún var þessi manneskja,“ segir Halla Guðrún. Íslenska ríkið hefur boðið fjölskyldu Sanitu lögfræðing sem aðstoðar þau við öll mál á Íslandi. Lögfræðingurinn hefur stofnað reikning í nafni lögmannsstofunnar en allt fé sem kann að berast á reikninginn mun fara óskipt til barna Sanitu. Að sögn lögmannsins munu styrkjunum vera varið í það að styrkja fjölskyldu Sanitu til að komast til landsins og einnig í útfararkostnað og annan tilfallandi kostnað sem tengist málinu.Reikningsnúmerið er 0140-26-001053 og kennitala lögmannsstofunnar er 670812-1540.
Manndráp á Hagamel Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira