Hinn grunaði í Hagamelsmálinu úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. september 2017 14:15 Frá vettvangi á Hagamel í síðustu viku. Vísir Gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri, sem grunaður er um að hafa orðið lettnesku konunni Sanitu Braune að bana í fjölbýlishúsi á Hagamel þann 21. september, var framlengt um fjórar vikur í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á þá kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á öðrum tímanum. Maðurinn var handtekinn á Hagamel umrætt fimmtudagskvöld og var úrskurðaður í gæsluvarðhald í framhaldinu. Framan af var hann í einangrun en ekki lengur. Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrú hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem fer fyrir rannsókn málsins, segir í samtali við Vísi að gæsluvarðhaldið hafi verið framlengt til 27. október. Aðspurður hvers vegna farið sé fram á varðhald á grundvelli almannahagsmuna en ekki rannsóknarhagsmuna, líkt og fyrir viku, segir hann ekki grundvöll hafa verið fyrir því lengur. Lögregla telji sig ekki þurfa að hafa hinn grunaða lengur í einangrun og ekki sé talin hætta á að hægt sé að spilla rannsókninni. Búið er að taka skýrslur af töluvert mörgum vitnum. Einar vill ekki upplýsa um það hvort einhver hafi orðið vitni að því þegar konunni var ráðinn bani. Hinn grunaði, hælisleitandi frá Yemen, hefur verið samvinnuþýður og yfirheyrður nokkrum sinnum vegna málsins að því er Einar greindi Vísi frá í gær. Lögreglan vill þó ekki gefa upp hvort játning liggi fyrir í málinu og ekki er komin endanleg niðurstaða úr krufningu er varðar dánarorsök. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Fjölskyldan þvertekur fyrir að um ástarsamband hafi verið að ræða Fjölskyldumeðlimur Sanitu Braune segir að hinn grunaði hafi veitt henni eftirför. 29. september 2017 06:09 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri, sem grunaður er um að hafa orðið lettnesku konunni Sanitu Braune að bana í fjölbýlishúsi á Hagamel þann 21. september, var framlengt um fjórar vikur í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á þá kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á öðrum tímanum. Maðurinn var handtekinn á Hagamel umrætt fimmtudagskvöld og var úrskurðaður í gæsluvarðhald í framhaldinu. Framan af var hann í einangrun en ekki lengur. Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrú hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem fer fyrir rannsókn málsins, segir í samtali við Vísi að gæsluvarðhaldið hafi verið framlengt til 27. október. Aðspurður hvers vegna farið sé fram á varðhald á grundvelli almannahagsmuna en ekki rannsóknarhagsmuna, líkt og fyrir viku, segir hann ekki grundvöll hafa verið fyrir því lengur. Lögregla telji sig ekki þurfa að hafa hinn grunaða lengur í einangrun og ekki sé talin hætta á að hægt sé að spilla rannsókninni. Búið er að taka skýrslur af töluvert mörgum vitnum. Einar vill ekki upplýsa um það hvort einhver hafi orðið vitni að því þegar konunni var ráðinn bani. Hinn grunaði, hælisleitandi frá Yemen, hefur verið samvinnuþýður og yfirheyrður nokkrum sinnum vegna málsins að því er Einar greindi Vísi frá í gær. Lögreglan vill þó ekki gefa upp hvort játning liggi fyrir í málinu og ekki er komin endanleg niðurstaða úr krufningu er varðar dánarorsök.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Fjölskyldan þvertekur fyrir að um ástarsamband hafi verið að ræða Fjölskyldumeðlimur Sanitu Braune segir að hinn grunaði hafi veitt henni eftirför. 29. september 2017 06:09 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Fjölskyldan þvertekur fyrir að um ástarsamband hafi verið að ræða Fjölskyldumeðlimur Sanitu Braune segir að hinn grunaði hafi veitt henni eftirför. 29. september 2017 06:09