Bjarki berst um Evrópumeistaratitilinn hjá Fightstar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. september 2017 12:55 Þetta verður svakalegur bardagi. Nú í dag varð ljóst að bardagi Bjarka Þórs Pálssonar og Quamer Hussain þann 7. september í London verður um Evrópumeistaratitilinn í léttvigt hjá Fightstar bardagasambandinu. Bjarki Þór er 3-0 sem atvinnumaður í MMA en Hussain er 6-2. Annar hvor þeirra fær beltið frá Alfie Ronald Davis sem er búinn að semja við Bellator bardagasambandið. „Þegar þetta var lagt á borð þá var ég varla að trúa því og ég var ekki lengi að samþykkja að gera þetta að titilbardaga. Ég er þarna að fara í minn fjórða atvinnubardaga og er strax að fá tækifæri til að berjast um titil. Hjá minni bardagasamböndunum er þetta einmitt svona að titlarnir geta losnað með skömmum fyrirvara þegar stærri samböndin koma og bjóða mönnum samning hjá sér,” segir Bjarki Þór. „Þetta breytir engu um minn undirbúning eða hugarfar til bardagans. Ég er algjörlega fókuseraður og er bara að einbeita mér á þann hátt sem ég myndi vanalega gera. Ég er tilbúinn að öllu leyti og hlakka til að eiga mína allra bestu frammistöðu þegar ég stíg inn í búrið á laugardaginn. Þegar ég er kominn með beltið á mig þá get ég farið að spá í því hvaða þýðingu það hefur fyrir mig, en þangað til, þá hugsa ég ekki um það.” Bjarki Þór mun halda til Lundúna á miðvikudaginn næsta ásamt þeim Magnúsi Inga Ingvarssyni, Birni Þorleifi Þorleifssyni, Ingþóri Erni Valdimarssyni, Þorgrími Þórðarssyni og Bjarka Péturssyni. Þeir eru allir að berjast á á þessum sama viðburði og hafa æft saman að krafti undangengnar vikur. Talsverðar hrókeringar hafa verið á andstæðingum þeirra frá því að þetta var upphaflega tilkynnt. Í tvígang hafa fyrirhugaðir andstæðingar Ingþórs meiðst og þurft að draga sig úr keppni, sem stendur þá er ekki búið að staðfesta nýjan andstæðing fyrir hann, en ýmis teikn eru á lofti og má vænta staðfestingar von bráðar. Bjarki Pétursson hefur jafnframt fengið nýjan andstæðing eftir að Felix Klinkhammer meiddist í vikunni. Nýr andstæðingur Bjarka, eða “Big Red” eins og hann er kallaður, heitir Norbert Novenyi. Norbert er Ungverji og er ósigraður enn á sínum áhugamannaferli eftir tvær viðureignir. Ljóst er að íslenskir bardagaunnendur eiga ekki að láta þennan viðburð framhjá sér fara og má benda á að verið er að skipuleggja hópferð út hann. Hægt er að fá nánari upplýsingar um það á opinni Facebook grúppu sem stofnuð hefur verið um málefnið. MMA Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Rooney er ósammála Gerrard Sæmundur heimsmeistari aftur Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Sjá meira
Nú í dag varð ljóst að bardagi Bjarka Þórs Pálssonar og Quamer Hussain þann 7. september í London verður um Evrópumeistaratitilinn í léttvigt hjá Fightstar bardagasambandinu. Bjarki Þór er 3-0 sem atvinnumaður í MMA en Hussain er 6-2. Annar hvor þeirra fær beltið frá Alfie Ronald Davis sem er búinn að semja við Bellator bardagasambandið. „Þegar þetta var lagt á borð þá var ég varla að trúa því og ég var ekki lengi að samþykkja að gera þetta að titilbardaga. Ég er þarna að fara í minn fjórða atvinnubardaga og er strax að fá tækifæri til að berjast um titil. Hjá minni bardagasamböndunum er þetta einmitt svona að titlarnir geta losnað með skömmum fyrirvara þegar stærri samböndin koma og bjóða mönnum samning hjá sér,” segir Bjarki Þór. „Þetta breytir engu um minn undirbúning eða hugarfar til bardagans. Ég er algjörlega fókuseraður og er bara að einbeita mér á þann hátt sem ég myndi vanalega gera. Ég er tilbúinn að öllu leyti og hlakka til að eiga mína allra bestu frammistöðu þegar ég stíg inn í búrið á laugardaginn. Þegar ég er kominn með beltið á mig þá get ég farið að spá í því hvaða þýðingu það hefur fyrir mig, en þangað til, þá hugsa ég ekki um það.” Bjarki Þór mun halda til Lundúna á miðvikudaginn næsta ásamt þeim Magnúsi Inga Ingvarssyni, Birni Þorleifi Þorleifssyni, Ingþóri Erni Valdimarssyni, Þorgrími Þórðarssyni og Bjarka Péturssyni. Þeir eru allir að berjast á á þessum sama viðburði og hafa æft saman að krafti undangengnar vikur. Talsverðar hrókeringar hafa verið á andstæðingum þeirra frá því að þetta var upphaflega tilkynnt. Í tvígang hafa fyrirhugaðir andstæðingar Ingþórs meiðst og þurft að draga sig úr keppni, sem stendur þá er ekki búið að staðfesta nýjan andstæðing fyrir hann, en ýmis teikn eru á lofti og má vænta staðfestingar von bráðar. Bjarki Pétursson hefur jafnframt fengið nýjan andstæðing eftir að Felix Klinkhammer meiddist í vikunni. Nýr andstæðingur Bjarka, eða “Big Red” eins og hann er kallaður, heitir Norbert Novenyi. Norbert er Ungverji og er ósigraður enn á sínum áhugamannaferli eftir tvær viðureignir. Ljóst er að íslenskir bardagaunnendur eiga ekki að láta þennan viðburð framhjá sér fara og má benda á að verið er að skipuleggja hópferð út hann. Hægt er að fá nánari upplýsingar um það á opinni Facebook grúppu sem stofnuð hefur verið um málefnið.
MMA Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Rooney er ósammála Gerrard Sæmundur heimsmeistari aftur Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Sjá meira