Fjölskyldan þvertekur fyrir að um ástarsamband hafi verið að ræða Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. september 2017 06:09 Frá vettvangi á Hagamel fyrir viku. Vísir/KTD Gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri, sem grunaður er um að hafa orðið lettneskri konu, Sanitu Braune, að bana í leiguíbúð hennar á Hagamel í síðustu viku, rennur út í dag. Hann verður í dag leiddur fyrir dómara og mun lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum. Hann hefur nú setið í gæsluvarðhaldi í viku, bróðurpartinn í einangrun. Að sögn Einars Guðbergs Jónssonar, lögreglufulltrúa, hefur maðurinn verið yfirheyrður nokkrum sinnum vegna málsins og að hann hafi verið samvinnuþýður. Lögreglan gefi þó ekki upp hvort játning liggi fyrir í málinu. Þá er ekki komin endanlega niðurstaða úr krufningu varðandi dánarorsök.Maðurinn verður leiddur fyrir dómara í dag.Vísir/AntonVinir, kunningjar og samstarfsmenn sem fréttastofa ræddi við eftir kvöldið örlagaríka bera Sanitu allir vel söguna. Hún hafi verið góðhjörtuð, hjálpsöm og vinur vina sinna. Hún hefur verið á Íslandi í vel á annað ár og starfað við ræstingar á hótelum á Suðurlandi, Vesturlandi og nú síðast í Reykjavík. Hún hafði lokið kennaraprófið og lærði á fiðlu. Fjárhagsörðugleikar urðu til þess að Sanita byrjaði að starfa erlendis og leiddi hana að lokum til Íslands, þar sem hún var myrt að kvöldi 21. september. Hún var 45 ára gömul og lét eftir sig þrjú börn og foreldra.Sagður hafa veitt henni eftirför Greint hefur verið frá því að hinn handtekni og Sanita hafi átt í stuttu persónulegu sambandi um tíma en að því hafi verið lokið þegar maðurinn réðst á hana. Þetta staðfesti til að mynda Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglu, í samtali við Vísi. Í samtali við DV vísa ættingar og vinir Sanitu því á bug að um ástarsamband hafi verið að ræða. Sanita og maðurinn hafi aðeins hist einu sinni, aðeins spjallað saman á netinu en aldrei sofið saman. Er hann sagður hafa verið „brjálaður“ vegna áhugaleysis hennar og er haft eftir eiginmanni dóttur Sanitu að maðurinn hafi oft veitt henni eftirför. Einar Guðberg segir hins vegar í samtali við DV að samband Sanitu og mannsins sé eitthvað sem lögreglan sé ekki „búin að ná utan um“ og ekki verði gefnar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Fjölmargir íbúar á Melunum urðu vitni að því þegar maðurinn var leiddur út úr húsinu í járnum fyrir viku síðan. Lét hann öllum illum látum og þurfti lögregla að beita piparúða til að hemja manninn. Hann var á nærfötunum einum fata og með blóð á líkama sínum. Í framhaldinu var annar maður leiddur af vettvangi en hann er nú laus úr haldi lögreglu.Hér að neðan má sjá umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2, kvöldið eftir árásina. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Hin látna og hinn grunaði áttu í "stuttu persónulegu sambandi“ Konan sem lést eftir líkamsárás í íbúð hennar á Hagamel í gærkvöldi og maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið henni að bana höfðu átt í stuttu persónulegu sambandi. 22. september 2017 19:02 Lét öllum illum látum þegar hann var handtekinn á Hagamel Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir erlendum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að líkamsárás sem leiddi til dauða konu á Hagamel í gærkvöldi. 22. september 2017 13:15 Nafn konunnar sem lést eftir árás á Hagamel Hún lætur eftir sig þrjú börn og foreldra. 25. september 2017 16:32 Íslendingurinn sem handtekinn var í íbúð við Hagamel laus úr haldi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sleppt Íslendingi, sem handtekinn var í íbúð við Hagamel í Reykjavík í gærkvöldi, úr haldi. 22. september 2017 16:01 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri, sem grunaður er um að hafa orðið lettneskri konu, Sanitu Braune, að bana í leiguíbúð hennar á Hagamel í síðustu viku, rennur út í dag. Hann verður í dag leiddur fyrir dómara og mun lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum. Hann hefur nú setið í gæsluvarðhaldi í viku, bróðurpartinn í einangrun. Að sögn Einars Guðbergs Jónssonar, lögreglufulltrúa, hefur maðurinn verið yfirheyrður nokkrum sinnum vegna málsins og að hann hafi verið samvinnuþýður. Lögreglan gefi þó ekki upp hvort játning liggi fyrir í málinu. Þá er ekki komin endanlega niðurstaða úr krufningu varðandi dánarorsök.Maðurinn verður leiddur fyrir dómara í dag.Vísir/AntonVinir, kunningjar og samstarfsmenn sem fréttastofa ræddi við eftir kvöldið örlagaríka bera Sanitu allir vel söguna. Hún hafi verið góðhjörtuð, hjálpsöm og vinur vina sinna. Hún hefur verið á Íslandi í vel á annað ár og starfað við ræstingar á hótelum á Suðurlandi, Vesturlandi og nú síðast í Reykjavík. Hún hafði lokið kennaraprófið og lærði á fiðlu. Fjárhagsörðugleikar urðu til þess að Sanita byrjaði að starfa erlendis og leiddi hana að lokum til Íslands, þar sem hún var myrt að kvöldi 21. september. Hún var 45 ára gömul og lét eftir sig þrjú börn og foreldra.Sagður hafa veitt henni eftirför Greint hefur verið frá því að hinn handtekni og Sanita hafi átt í stuttu persónulegu sambandi um tíma en að því hafi verið lokið þegar maðurinn réðst á hana. Þetta staðfesti til að mynda Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglu, í samtali við Vísi. Í samtali við DV vísa ættingar og vinir Sanitu því á bug að um ástarsamband hafi verið að ræða. Sanita og maðurinn hafi aðeins hist einu sinni, aðeins spjallað saman á netinu en aldrei sofið saman. Er hann sagður hafa verið „brjálaður“ vegna áhugaleysis hennar og er haft eftir eiginmanni dóttur Sanitu að maðurinn hafi oft veitt henni eftirför. Einar Guðberg segir hins vegar í samtali við DV að samband Sanitu og mannsins sé eitthvað sem lögreglan sé ekki „búin að ná utan um“ og ekki verði gefnar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Fjölmargir íbúar á Melunum urðu vitni að því þegar maðurinn var leiddur út úr húsinu í járnum fyrir viku síðan. Lét hann öllum illum látum og þurfti lögregla að beita piparúða til að hemja manninn. Hann var á nærfötunum einum fata og með blóð á líkama sínum. Í framhaldinu var annar maður leiddur af vettvangi en hann er nú laus úr haldi lögreglu.Hér að neðan má sjá umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2, kvöldið eftir árásina.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Hin látna og hinn grunaði áttu í "stuttu persónulegu sambandi“ Konan sem lést eftir líkamsárás í íbúð hennar á Hagamel í gærkvöldi og maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið henni að bana höfðu átt í stuttu persónulegu sambandi. 22. september 2017 19:02 Lét öllum illum látum þegar hann var handtekinn á Hagamel Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir erlendum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að líkamsárás sem leiddi til dauða konu á Hagamel í gærkvöldi. 22. september 2017 13:15 Nafn konunnar sem lést eftir árás á Hagamel Hún lætur eftir sig þrjú börn og foreldra. 25. september 2017 16:32 Íslendingurinn sem handtekinn var í íbúð við Hagamel laus úr haldi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sleppt Íslendingi, sem handtekinn var í íbúð við Hagamel í Reykjavík í gærkvöldi, úr haldi. 22. september 2017 16:01 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Hin látna og hinn grunaði áttu í "stuttu persónulegu sambandi“ Konan sem lést eftir líkamsárás í íbúð hennar á Hagamel í gærkvöldi og maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið henni að bana höfðu átt í stuttu persónulegu sambandi. 22. september 2017 19:02
Lét öllum illum látum þegar hann var handtekinn á Hagamel Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir erlendum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að líkamsárás sem leiddi til dauða konu á Hagamel í gærkvöldi. 22. september 2017 13:15
Nafn konunnar sem lést eftir árás á Hagamel Hún lætur eftir sig þrjú börn og foreldra. 25. september 2017 16:32
Íslendingurinn sem handtekinn var í íbúð við Hagamel laus úr haldi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sleppt Íslendingi, sem handtekinn var í íbúð við Hagamel í Reykjavík í gærkvöldi, úr haldi. 22. september 2017 16:01
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent