Manndráp á Melunum: Farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. september 2017 15:17 Frá vettvangi á Hagamel í síðustu viku. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæinu mun krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa valdið dauða Sanitu Brauna síðastliðinn fimmtudag. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan síðastliðinn föstudag á grundvelli rannsóknarhagsmuna og verður leiddur fyrir dómara á ný á morgun þegar það varðhald rennur út. Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi, segir í samtali við Vísi ekki liggja fyrir hvort farið verði fram á varðhald nú á grundvelli almannahagsmuna eða rannsóknarhagsmuna. Einar segir manninn hafa verið yfirheyrðan nokkrum sinnum vegna málsins og að hann hafi verið samvinnuþýður. Lögreglan gefi það ekki upp hvort játning liggi fyrir í málinu. Þá er ekki komin endanlega niðurstaða úr krufningu varðandi dánarorsök. Aðspurður segir Einar að rannsókn lögreglu sé þokkalega á veg komin og að atburðarásin síðasta fimmtudagskvöld sé nokkuð skýr. Hins vegar sé enn töluvert eftir í rannsókninni þar sem niðurstaða tæknideildar liggi til að mynda ekki fyrir. Talið er að vopni eða áhaldi hafi verið beitt í árásinni en lögreglan hefur ekki viljað gefa upp um hver skonar vopn var að ræða. Lögreglan var kölluð út að fjölbýlishúsi við Hagamel síðastliðið fimmtudagskvöld. Þar hafði kona orðið fyrir alvarlegri líkamsárás á heimili sínu. Hún var flutt á sjúkrahús þar sem hún var úrskurðuð látin. Tveir menn voru handteknir á vettvangi en öðrum var sleppt daginn eftir. Er hann ekki talinn tengjast málinu. Hinn maðurinn sem enn er í haldi og hin látna höfðu átt í stuttu persónulegu sambandi. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Krufningu lokið í manndrápsmáli á Melunum Bráðabirgðaniðurstöður varðandi dánarorsök ættu að liggja fyrir síðar í þessari viku. 25. september 2017 14:09 Fjöldi morðmála yfir meðaltali síðustu ára Þremur einstaklingum hefur verið ráðinn bani hér á landi á þessu ári og er fjöldi mála yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings. Maðurinn sem grunaður er um morðið á Hagamel á fimmtudagskvöld er hælisleitandi samkvæmt heimildum fréttastofu. 23. september 2017 19:00 Nafn konunnar sem lést eftir árás á Hagamel Hún lætur eftir sig þrjú börn og foreldra. 25. september 2017 16:32 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæinu mun krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa valdið dauða Sanitu Brauna síðastliðinn fimmtudag. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan síðastliðinn föstudag á grundvelli rannsóknarhagsmuna og verður leiddur fyrir dómara á ný á morgun þegar það varðhald rennur út. Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi, segir í samtali við Vísi ekki liggja fyrir hvort farið verði fram á varðhald nú á grundvelli almannahagsmuna eða rannsóknarhagsmuna. Einar segir manninn hafa verið yfirheyrðan nokkrum sinnum vegna málsins og að hann hafi verið samvinnuþýður. Lögreglan gefi það ekki upp hvort játning liggi fyrir í málinu. Þá er ekki komin endanlega niðurstaða úr krufningu varðandi dánarorsök. Aðspurður segir Einar að rannsókn lögreglu sé þokkalega á veg komin og að atburðarásin síðasta fimmtudagskvöld sé nokkuð skýr. Hins vegar sé enn töluvert eftir í rannsókninni þar sem niðurstaða tæknideildar liggi til að mynda ekki fyrir. Talið er að vopni eða áhaldi hafi verið beitt í árásinni en lögreglan hefur ekki viljað gefa upp um hver skonar vopn var að ræða. Lögreglan var kölluð út að fjölbýlishúsi við Hagamel síðastliðið fimmtudagskvöld. Þar hafði kona orðið fyrir alvarlegri líkamsárás á heimili sínu. Hún var flutt á sjúkrahús þar sem hún var úrskurðuð látin. Tveir menn voru handteknir á vettvangi en öðrum var sleppt daginn eftir. Er hann ekki talinn tengjast málinu. Hinn maðurinn sem enn er í haldi og hin látna höfðu átt í stuttu persónulegu sambandi.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Krufningu lokið í manndrápsmáli á Melunum Bráðabirgðaniðurstöður varðandi dánarorsök ættu að liggja fyrir síðar í þessari viku. 25. september 2017 14:09 Fjöldi morðmála yfir meðaltali síðustu ára Þremur einstaklingum hefur verið ráðinn bani hér á landi á þessu ári og er fjöldi mála yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings. Maðurinn sem grunaður er um morðið á Hagamel á fimmtudagskvöld er hælisleitandi samkvæmt heimildum fréttastofu. 23. september 2017 19:00 Nafn konunnar sem lést eftir árás á Hagamel Hún lætur eftir sig þrjú börn og foreldra. 25. september 2017 16:32 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Krufningu lokið í manndrápsmáli á Melunum Bráðabirgðaniðurstöður varðandi dánarorsök ættu að liggja fyrir síðar í þessari viku. 25. september 2017 14:09
Fjöldi morðmála yfir meðaltali síðustu ára Þremur einstaklingum hefur verið ráðinn bani hér á landi á þessu ári og er fjöldi mála yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings. Maðurinn sem grunaður er um morðið á Hagamel á fimmtudagskvöld er hælisleitandi samkvæmt heimildum fréttastofu. 23. september 2017 19:00
Nafn konunnar sem lést eftir árás á Hagamel Hún lætur eftir sig þrjú börn og foreldra. 25. september 2017 16:32