Alvarlegt ástand fyrir austan Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. september 2017 08:33 Á meðal þess sem hefur skemmst í vatnavöxtunum er göngubrú yfir Hólmsá á Mýrum. jón kjartansson Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveitanna á Suðausturlandi, segir að ekki þurfi að fara í grafgötur með það að ástandið fyrir austan sé alvarlegt vegna gríðarlegra vatnavaxta og flóða sem fylgt hafa mikilli úrkomu þar í gær og í nótt. Ekki stytti upp í nótt á svæðinu og enn rignir. Þá er þjóðvegur 1 á vegakafla milli Hoffellsár og Flateyjar á Mýrum enn lokaður. Landhelgisgæslan mun í dag fljúga yfir svæðið og kanna ástand vega og brúa. Þá funda viðbragðsaðilar klukkan níu. „Hér er bara rok og rigning og svipuð staða og gærkvöldi. Það er jákvæð veðurspá fyrir daginn í dag en svo á að byrja að rigna aftur á morgun,“ segir Friðrik í samtali við Vísi sem staddur er á Höfn. Sjá einnig:Áfram mun rigna á Austurland Alls komu um fimmtíu manns í fjöldarhjálparstöðvar í gærkvöldi sem opnaðar voru vegna veðursins, annars vegar í Hofgarði og hins í Mánagarði. Friðrik segir að allt hafi þetta verið erlendir ferðamenn sem fundin var gisting annars staðar svo enginn dvaldi í hjálparstöðvunum í dag. Þá eru fimm bæir innlyksa á milli Árbæjar og Hóls á Mýrum en Friðrik segir að ekki væsi um fólk þar. „Það eru ferðamenn á einum bænum sem verður reynt að losa um í dag,“ segir hann. Aðspurður segir hann lítið vitað um tjón á vegum og brúm þar sem enginn hafi komist inn á svæðið. Þess vegna sé þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út svo hægt sé að fljúga yfir og kanna og meta aðstæður. „Það þarf ekkert að fara í grafgötur með að þetta er alvarlegt ástand.“ Þar sem þjóðvegur 1 er lokaður var vegurinn rofinn á þremur stöðum svo hleypa mætti vatni niður fyrir veg sem brotið hafði sér leið í gegnum varnargarða Hólmsár og fundið sér leið fimm kílómetra austur með þjóðveginum. Veður Tengdar fréttir Nýja göngubrúin fallin eftir aðeins fjórar vikur Göngubrú yfir Hólmsá á Mýrum í Hornafirði, sem var hluti nýrrar gönguleiðar sem opnuð var fyrir aðeins fjórum vikum, er fallin í vatnavöxtum dagsins. 27. september 2017 23:04 Hæð yfir Finnlandi heldur Austurlandi í járngreipum úrhellisins Miklir vatnavextir á Fljótsdalshéraði komu á óvart, þrátt fyrir viðvaranir. 27. september 2017 16:30 Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Sjá meira
Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveitanna á Suðausturlandi, segir að ekki þurfi að fara í grafgötur með það að ástandið fyrir austan sé alvarlegt vegna gríðarlegra vatnavaxta og flóða sem fylgt hafa mikilli úrkomu þar í gær og í nótt. Ekki stytti upp í nótt á svæðinu og enn rignir. Þá er þjóðvegur 1 á vegakafla milli Hoffellsár og Flateyjar á Mýrum enn lokaður. Landhelgisgæslan mun í dag fljúga yfir svæðið og kanna ástand vega og brúa. Þá funda viðbragðsaðilar klukkan níu. „Hér er bara rok og rigning og svipuð staða og gærkvöldi. Það er jákvæð veðurspá fyrir daginn í dag en svo á að byrja að rigna aftur á morgun,“ segir Friðrik í samtali við Vísi sem staddur er á Höfn. Sjá einnig:Áfram mun rigna á Austurland Alls komu um fimmtíu manns í fjöldarhjálparstöðvar í gærkvöldi sem opnaðar voru vegna veðursins, annars vegar í Hofgarði og hins í Mánagarði. Friðrik segir að allt hafi þetta verið erlendir ferðamenn sem fundin var gisting annars staðar svo enginn dvaldi í hjálparstöðvunum í dag. Þá eru fimm bæir innlyksa á milli Árbæjar og Hóls á Mýrum en Friðrik segir að ekki væsi um fólk þar. „Það eru ferðamenn á einum bænum sem verður reynt að losa um í dag,“ segir hann. Aðspurður segir hann lítið vitað um tjón á vegum og brúm þar sem enginn hafi komist inn á svæðið. Þess vegna sé þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út svo hægt sé að fljúga yfir og kanna og meta aðstæður. „Það þarf ekkert að fara í grafgötur með að þetta er alvarlegt ástand.“ Þar sem þjóðvegur 1 er lokaður var vegurinn rofinn á þremur stöðum svo hleypa mætti vatni niður fyrir veg sem brotið hafði sér leið í gegnum varnargarða Hólmsár og fundið sér leið fimm kílómetra austur með þjóðveginum.
Veður Tengdar fréttir Nýja göngubrúin fallin eftir aðeins fjórar vikur Göngubrú yfir Hólmsá á Mýrum í Hornafirði, sem var hluti nýrrar gönguleiðar sem opnuð var fyrir aðeins fjórum vikum, er fallin í vatnavöxtum dagsins. 27. september 2017 23:04 Hæð yfir Finnlandi heldur Austurlandi í járngreipum úrhellisins Miklir vatnavextir á Fljótsdalshéraði komu á óvart, þrátt fyrir viðvaranir. 27. september 2017 16:30 Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Sjá meira
Nýja göngubrúin fallin eftir aðeins fjórar vikur Göngubrú yfir Hólmsá á Mýrum í Hornafirði, sem var hluti nýrrar gönguleiðar sem opnuð var fyrir aðeins fjórum vikum, er fallin í vatnavöxtum dagsins. 27. september 2017 23:04
Hæð yfir Finnlandi heldur Austurlandi í járngreipum úrhellisins Miklir vatnavextir á Fljótsdalshéraði komu á óvart, þrátt fyrir viðvaranir. 27. september 2017 16:30
Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30