Alvarlegt ástand fyrir austan Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. september 2017 08:33 Á meðal þess sem hefur skemmst í vatnavöxtunum er göngubrú yfir Hólmsá á Mýrum. jón kjartansson Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveitanna á Suðausturlandi, segir að ekki þurfi að fara í grafgötur með það að ástandið fyrir austan sé alvarlegt vegna gríðarlegra vatnavaxta og flóða sem fylgt hafa mikilli úrkomu þar í gær og í nótt. Ekki stytti upp í nótt á svæðinu og enn rignir. Þá er þjóðvegur 1 á vegakafla milli Hoffellsár og Flateyjar á Mýrum enn lokaður. Landhelgisgæslan mun í dag fljúga yfir svæðið og kanna ástand vega og brúa. Þá funda viðbragðsaðilar klukkan níu. „Hér er bara rok og rigning og svipuð staða og gærkvöldi. Það er jákvæð veðurspá fyrir daginn í dag en svo á að byrja að rigna aftur á morgun,“ segir Friðrik í samtali við Vísi sem staddur er á Höfn. Sjá einnig:Áfram mun rigna á Austurland Alls komu um fimmtíu manns í fjöldarhjálparstöðvar í gærkvöldi sem opnaðar voru vegna veðursins, annars vegar í Hofgarði og hins í Mánagarði. Friðrik segir að allt hafi þetta verið erlendir ferðamenn sem fundin var gisting annars staðar svo enginn dvaldi í hjálparstöðvunum í dag. Þá eru fimm bæir innlyksa á milli Árbæjar og Hóls á Mýrum en Friðrik segir að ekki væsi um fólk þar. „Það eru ferðamenn á einum bænum sem verður reynt að losa um í dag,“ segir hann. Aðspurður segir hann lítið vitað um tjón á vegum og brúm þar sem enginn hafi komist inn á svæðið. Þess vegna sé þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út svo hægt sé að fljúga yfir og kanna og meta aðstæður. „Það þarf ekkert að fara í grafgötur með að þetta er alvarlegt ástand.“ Þar sem þjóðvegur 1 er lokaður var vegurinn rofinn á þremur stöðum svo hleypa mætti vatni niður fyrir veg sem brotið hafði sér leið í gegnum varnargarða Hólmsár og fundið sér leið fimm kílómetra austur með þjóðveginum. Veður Tengdar fréttir Nýja göngubrúin fallin eftir aðeins fjórar vikur Göngubrú yfir Hólmsá á Mýrum í Hornafirði, sem var hluti nýrrar gönguleiðar sem opnuð var fyrir aðeins fjórum vikum, er fallin í vatnavöxtum dagsins. 27. september 2017 23:04 Hæð yfir Finnlandi heldur Austurlandi í járngreipum úrhellisins Miklir vatnavextir á Fljótsdalshéraði komu á óvart, þrátt fyrir viðvaranir. 27. september 2017 16:30 Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveitanna á Suðausturlandi, segir að ekki þurfi að fara í grafgötur með það að ástandið fyrir austan sé alvarlegt vegna gríðarlegra vatnavaxta og flóða sem fylgt hafa mikilli úrkomu þar í gær og í nótt. Ekki stytti upp í nótt á svæðinu og enn rignir. Þá er þjóðvegur 1 á vegakafla milli Hoffellsár og Flateyjar á Mýrum enn lokaður. Landhelgisgæslan mun í dag fljúga yfir svæðið og kanna ástand vega og brúa. Þá funda viðbragðsaðilar klukkan níu. „Hér er bara rok og rigning og svipuð staða og gærkvöldi. Það er jákvæð veðurspá fyrir daginn í dag en svo á að byrja að rigna aftur á morgun,“ segir Friðrik í samtali við Vísi sem staddur er á Höfn. Sjá einnig:Áfram mun rigna á Austurland Alls komu um fimmtíu manns í fjöldarhjálparstöðvar í gærkvöldi sem opnaðar voru vegna veðursins, annars vegar í Hofgarði og hins í Mánagarði. Friðrik segir að allt hafi þetta verið erlendir ferðamenn sem fundin var gisting annars staðar svo enginn dvaldi í hjálparstöðvunum í dag. Þá eru fimm bæir innlyksa á milli Árbæjar og Hóls á Mýrum en Friðrik segir að ekki væsi um fólk þar. „Það eru ferðamenn á einum bænum sem verður reynt að losa um í dag,“ segir hann. Aðspurður segir hann lítið vitað um tjón á vegum og brúm þar sem enginn hafi komist inn á svæðið. Þess vegna sé þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út svo hægt sé að fljúga yfir og kanna og meta aðstæður. „Það þarf ekkert að fara í grafgötur með að þetta er alvarlegt ástand.“ Þar sem þjóðvegur 1 er lokaður var vegurinn rofinn á þremur stöðum svo hleypa mætti vatni niður fyrir veg sem brotið hafði sér leið í gegnum varnargarða Hólmsár og fundið sér leið fimm kílómetra austur með þjóðveginum.
Veður Tengdar fréttir Nýja göngubrúin fallin eftir aðeins fjórar vikur Göngubrú yfir Hólmsá á Mýrum í Hornafirði, sem var hluti nýrrar gönguleiðar sem opnuð var fyrir aðeins fjórum vikum, er fallin í vatnavöxtum dagsins. 27. september 2017 23:04 Hæð yfir Finnlandi heldur Austurlandi í járngreipum úrhellisins Miklir vatnavextir á Fljótsdalshéraði komu á óvart, þrátt fyrir viðvaranir. 27. september 2017 16:30 Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Nýja göngubrúin fallin eftir aðeins fjórar vikur Göngubrú yfir Hólmsá á Mýrum í Hornafirði, sem var hluti nýrrar gönguleiðar sem opnuð var fyrir aðeins fjórum vikum, er fallin í vatnavöxtum dagsins. 27. september 2017 23:04
Hæð yfir Finnlandi heldur Austurlandi í járngreipum úrhellisins Miklir vatnavextir á Fljótsdalshéraði komu á óvart, þrátt fyrir viðvaranir. 27. september 2017 16:30
Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30