Nýja göngubrúin fallin eftir aðeins fjórar vikur Kristján Már Unnarsson skrifar 27. september 2017 23:04 Svona leit göngubrúin út í dag. Hólmsá í foráttuvexti. Jón Kjartansson Göngubrú yfir Hólmsá á Mýrum í Hornafirði, sem var hluti nýrrar gönguleiðar sem opnuð var fyrir aðeins fjórum vikum, er fallin í vatnavöxtum dagsins. „Hún er ekki falleg. Hún er ónýt,” sagði Jón Kjartansson, gröfumaður á Háhóli í Hornafirði, í samtali við fréttastofuna í kvöld, en hann fór um svæðið í dag. Göngubrúin yfir Hólmsá áður en hún féll, Fláajökull í baksýn.Vatnajökulsþjóðgarður.Svo vill til að fjallað var um göngubrúna í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hún er milli Fláajökuls og Heinabergsjökuls og var henni ætlað að greiða leið göngufólks að skriðjöklunum á Mýrum.Brúin hékk enn í öðrum stöplinum um miðjan dag.Jón Kjartansson„Þegar ég var þarna um tvö-þrjúleytið í dag þá var norðurstöpullinn fallinn. Ég held að það séu 90 prósent líkur á því að hún sé endanlega fallinn núna. Þetta er ekkert venjulegt vatn,” sagði Jón. Hann tók meðfylgjandi myndir af brúarleifunum í dag.Hér sést annar brúarstöpullinn.Mynd/Jón Kjartansson.Hann kveðst aldrei hafa séð Hólmsá í jafnmiklum ham og núna. Hún hafi síðast gert usla árið 2002. „En það var ekkert miðað við það sem er að gerast núna. Þetta er alveg fáránlegt. Menn verða að byggja stærri brú næst, miðað við allt þetta vatn.” „Þessi brú er lítið miðað við allt annað sem gengur á,” sagði Sigurlaug Gissurardóttir, bóndi á Brunnhóli, í kvöld. Hún segir Hólmsá í gríðarlegum ham. Hún hafi brotið sér leið í gegnum hringveginn við Hellisholt. Menn hafi þá ákveðið að rjúfa að minnsta kosti þrjú skörð í veginn til að þjóðvegurinn eyðilegðist ekki allur. Hér að neðan má sjá myndband sem Jón Kjartansson tók við Hólmsá í dag. Veður Tengdar fréttir Við erum miður okkar að hafa misst brúna "Við erum alveg miður okkar, aðstandendur þessa verkefnis. En sem fyrr sannast að við megum okkar einskis gagnvart náttúrunni,” sagði Helga Árnadóttir, aðstoðarþjóðgarðsvörður á Höfn. 28. september 2017 09:26 Nýjar göngubrýr greiða fólki leið að skriðjöklum Ferðamönnum hefur opnast ný gönguleið um eitt stórfenglegasta jöklasvæði landsins, með þremur göngubrúm yfir jökulár á Mýrum í Hornafirði. 26. september 2017 23:04 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Göngubrú yfir Hólmsá á Mýrum í Hornafirði, sem var hluti nýrrar gönguleiðar sem opnuð var fyrir aðeins fjórum vikum, er fallin í vatnavöxtum dagsins. „Hún er ekki falleg. Hún er ónýt,” sagði Jón Kjartansson, gröfumaður á Háhóli í Hornafirði, í samtali við fréttastofuna í kvöld, en hann fór um svæðið í dag. Göngubrúin yfir Hólmsá áður en hún féll, Fláajökull í baksýn.Vatnajökulsþjóðgarður.Svo vill til að fjallað var um göngubrúna í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hún er milli Fláajökuls og Heinabergsjökuls og var henni ætlað að greiða leið göngufólks að skriðjöklunum á Mýrum.Brúin hékk enn í öðrum stöplinum um miðjan dag.Jón Kjartansson„Þegar ég var þarna um tvö-þrjúleytið í dag þá var norðurstöpullinn fallinn. Ég held að það séu 90 prósent líkur á því að hún sé endanlega fallinn núna. Þetta er ekkert venjulegt vatn,” sagði Jón. Hann tók meðfylgjandi myndir af brúarleifunum í dag.Hér sést annar brúarstöpullinn.Mynd/Jón Kjartansson.Hann kveðst aldrei hafa séð Hólmsá í jafnmiklum ham og núna. Hún hafi síðast gert usla árið 2002. „En það var ekkert miðað við það sem er að gerast núna. Þetta er alveg fáránlegt. Menn verða að byggja stærri brú næst, miðað við allt þetta vatn.” „Þessi brú er lítið miðað við allt annað sem gengur á,” sagði Sigurlaug Gissurardóttir, bóndi á Brunnhóli, í kvöld. Hún segir Hólmsá í gríðarlegum ham. Hún hafi brotið sér leið í gegnum hringveginn við Hellisholt. Menn hafi þá ákveðið að rjúfa að minnsta kosti þrjú skörð í veginn til að þjóðvegurinn eyðilegðist ekki allur. Hér að neðan má sjá myndband sem Jón Kjartansson tók við Hólmsá í dag.
Veður Tengdar fréttir Við erum miður okkar að hafa misst brúna "Við erum alveg miður okkar, aðstandendur þessa verkefnis. En sem fyrr sannast að við megum okkar einskis gagnvart náttúrunni,” sagði Helga Árnadóttir, aðstoðarþjóðgarðsvörður á Höfn. 28. september 2017 09:26 Nýjar göngubrýr greiða fólki leið að skriðjöklum Ferðamönnum hefur opnast ný gönguleið um eitt stórfenglegasta jöklasvæði landsins, með þremur göngubrúm yfir jökulár á Mýrum í Hornafirði. 26. september 2017 23:04 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Við erum miður okkar að hafa misst brúna "Við erum alveg miður okkar, aðstandendur þessa verkefnis. En sem fyrr sannast að við megum okkar einskis gagnvart náttúrunni,” sagði Helga Árnadóttir, aðstoðarþjóðgarðsvörður á Höfn. 28. september 2017 09:26
Nýjar göngubrýr greiða fólki leið að skriðjöklum Ferðamönnum hefur opnast ný gönguleið um eitt stórfenglegasta jöklasvæði landsins, með þremur göngubrúm yfir jökulár á Mýrum í Hornafirði. 26. september 2017 23:04