Bóndinn í Hamarsseli: Ágætt að láta loka sig inni annað slagið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2017 15:39 Hamarsá rennur undir þjóðveginn á leið sinni til sjávar. Gautur hefur áhyggjur af brúnni haldi ef ekki fari að draga úr vatnavöxtum. Ingi Ragnarsson Gautur Sverrisson, bóndi í Hamarsseli í Djúpavogshreppi kemst ekki langt á meðan hellirignir og ár flæða á Austurlandi. Bærinn er um 15 kílómetra frá hringveginum en nokkur hundruð metrar af veginum inn að bænum eru á kafi í vatni. „Vegurinn er farinn í sundur um 400 metra fyrir neðan bæinn í Hamarsfirði. Svo er hann á floti á um 600-700 metra kafla töluvert utar,“ segir Gautur í samtali við Vísi. Gautur er einn á bæ sínum þar sem hann tók við búi árið 2010. Hann er fæddur og uppalinn í Hamarsseli og segist aldrei hafa séð annað eins. „Mér sýnist Hamarsáin hafa rofið varnargarð og áin er farin að flæða yfir eyrarnar. Ég hef aldrei séð það gerast,“ segir Gautur. Áður hafi þó komið fyrir að vegurinn hafi farið í sundur. Þetta sé þó það mesta sem hann hafi séð. Gautur hefur verið án internets frá því hann vaknaði í morgun. Ekki var það rigningin sem vakti hann enda sofi hann í gegnum flest. En þegar hann hann vaknaði blöstu skemmdirnar við. „Þá var allt komið í sundur og bara allt á floti.“ Hamarssel þar sem Gautur býr er merkt með rauðum punkti á kortinu að neðan. Blái punkturinn sýnir hvar Hamarsá flæðir undir þjóðveginn á leið sinni til sjávar.Loftmyndir.is Gautur komst niður fyrir veginn á traktornum sínum í morgun og að þeim stað þar sem sauðfé hans heldur til. Þar sá hann hvernig vegurinn var á kafi á 600-700 metra kafla. „Þar fer enginn yfir nema fuglinn fljúgandi.“ Veðurspá í gær gerði ráð fyrir mikilli úrkomu á Austfjörðum. Gautur segist þó ekki hafa búist við neinu í líkingu við þetta. „Síðasta laugardag var spáð gríðarlega miklu úrhelli,“ segir Gautur en úrkoman hafi verið minni en spáð gerðu ráð fyrir. „Samkvæmt spánni, sem ég skoðaði í gær, átti þetta ekki að vera eins mikið og þá. En þetta er miklu miklu meira,“ segir Gautur. Bóndinn hefur þó ekki miklar áhyggjur, hann eigi mjólk út í kaffið og hefur það ágætt á bæ sínum. „Enda er það ágætt, að láta loka sig inni annað slagið,“ segir Gautur kíminn.Að neðan má sjá myndasyrpu sem Ingi Ragnarsson, sem rekur ferðaþjónustu á Bragðavöllum ásamt bróður sínum Eiði, tók af Hamarsá og umhverfi í dag. Veður Tengdar fréttir Flæðir yfir veginn í Berufirði Vegna vatnavaxta er vegur ófær í Berufirði, við bæinn Fossá. 27. september 2017 08:19 Fólk sé ekki á ferðinni að ástæðulausu Lögreglan á Austurlandi biður fólk að vera ekki á ferðinni þar að ástæðulausu næsta sólarhringinn en spáð er óvenju mikilli úrkomu á Austurlandi næsta sólarhringinn. 26. september 2017 17:05 Auknar líkur á skriðuföllum á Austurlandi Veðurstofan býst við við mikilli rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum fram yfir hádegi. 27. september 2017 06:04 Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30 Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Gautur Sverrisson, bóndi í Hamarsseli í Djúpavogshreppi kemst ekki langt á meðan hellirignir og ár flæða á Austurlandi. Bærinn er um 15 kílómetra frá hringveginum en nokkur hundruð metrar af veginum inn að bænum eru á kafi í vatni. „Vegurinn er farinn í sundur um 400 metra fyrir neðan bæinn í Hamarsfirði. Svo er hann á floti á um 600-700 metra kafla töluvert utar,“ segir Gautur í samtali við Vísi. Gautur er einn á bæ sínum þar sem hann tók við búi árið 2010. Hann er fæddur og uppalinn í Hamarsseli og segist aldrei hafa séð annað eins. „Mér sýnist Hamarsáin hafa rofið varnargarð og áin er farin að flæða yfir eyrarnar. Ég hef aldrei séð það gerast,“ segir Gautur. Áður hafi þó komið fyrir að vegurinn hafi farið í sundur. Þetta sé þó það mesta sem hann hafi séð. Gautur hefur verið án internets frá því hann vaknaði í morgun. Ekki var það rigningin sem vakti hann enda sofi hann í gegnum flest. En þegar hann hann vaknaði blöstu skemmdirnar við. „Þá var allt komið í sundur og bara allt á floti.“ Hamarssel þar sem Gautur býr er merkt með rauðum punkti á kortinu að neðan. Blái punkturinn sýnir hvar Hamarsá flæðir undir þjóðveginn á leið sinni til sjávar.Loftmyndir.is Gautur komst niður fyrir veginn á traktornum sínum í morgun og að þeim stað þar sem sauðfé hans heldur til. Þar sá hann hvernig vegurinn var á kafi á 600-700 metra kafla. „Þar fer enginn yfir nema fuglinn fljúgandi.“ Veðurspá í gær gerði ráð fyrir mikilli úrkomu á Austfjörðum. Gautur segist þó ekki hafa búist við neinu í líkingu við þetta. „Síðasta laugardag var spáð gríðarlega miklu úrhelli,“ segir Gautur en úrkoman hafi verið minni en spáð gerðu ráð fyrir. „Samkvæmt spánni, sem ég skoðaði í gær, átti þetta ekki að vera eins mikið og þá. En þetta er miklu miklu meira,“ segir Gautur. Bóndinn hefur þó ekki miklar áhyggjur, hann eigi mjólk út í kaffið og hefur það ágætt á bæ sínum. „Enda er það ágætt, að láta loka sig inni annað slagið,“ segir Gautur kíminn.Að neðan má sjá myndasyrpu sem Ingi Ragnarsson, sem rekur ferðaþjónustu á Bragðavöllum ásamt bróður sínum Eiði, tók af Hamarsá og umhverfi í dag.
Veður Tengdar fréttir Flæðir yfir veginn í Berufirði Vegna vatnavaxta er vegur ófær í Berufirði, við bæinn Fossá. 27. september 2017 08:19 Fólk sé ekki á ferðinni að ástæðulausu Lögreglan á Austurlandi biður fólk að vera ekki á ferðinni þar að ástæðulausu næsta sólarhringinn en spáð er óvenju mikilli úrkomu á Austurlandi næsta sólarhringinn. 26. september 2017 17:05 Auknar líkur á skriðuföllum á Austurlandi Veðurstofan býst við við mikilli rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum fram yfir hádegi. 27. september 2017 06:04 Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30 Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Flæðir yfir veginn í Berufirði Vegna vatnavaxta er vegur ófær í Berufirði, við bæinn Fossá. 27. september 2017 08:19
Fólk sé ekki á ferðinni að ástæðulausu Lögreglan á Austurlandi biður fólk að vera ekki á ferðinni þar að ástæðulausu næsta sólarhringinn en spáð er óvenju mikilli úrkomu á Austurlandi næsta sólarhringinn. 26. september 2017 17:05
Auknar líkur á skriðuföllum á Austurlandi Veðurstofan býst við við mikilli rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum fram yfir hádegi. 27. september 2017 06:04
Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30
Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45