Útlendingastofnun segir að lagabreytingar geti aukið hættuna á smygli á börnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. september 2017 14:15 Útlendingastofnun fer með málefni hælisleitenda. Vísir/Stefán Það er mat Útlendingastofnunar að allar breytingar á útlendingalögum sem benda til þess að börn eða fjölskyldur með börn geti fengið betri málsmeðferð eða niðurstöðu varðandi umsókn um alþjóðlega vend geti aukið hættuna á mansali eða smygli á börnum. Hins vegar taki þær breytingar sem gerðar voru á lögunum á Alþingi í nótt til skýrt afmarkaðs hóps barna sem staddur er á landinu og það lágmarki því líkurnar á því að hættan á mansali aukist. Þetta kemur fram í skriflegu svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn Vísis. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins bentu á það á Alþingi í gær að það væri mat þeirra að breytingar í þá veru sem gerðar voru á útlendingalögunum geti aukið líkurnar á mansali eða smygli á börnum. Skiluðu fulltrúar flokksins í allsherjar-og menntamálanefnd minnihlutaáliti varðandi þetta við meðferð frumvarpsins á þingi í gær. Rímar sjónarmið þeirra ágætlega við mat Útlendingastofnunar en Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, sagði í samtali við Vísi í morgun að hún hefði ekki áhyggjur af því að mansal myndi aukast, jafnvel þótt gerðar yrðu víðtækari lagabreytingar sem tækju almennt til allra barna sem myndu sækja hér um alþjóðlega vernd. Eitt staðfest tilvik hefur komið upp hér á landi þar sem barn var á ferð með sér ótengdum einstaklingi, að því er segir í svari Útlendingastofnunar. „Málið var sent lögreglu, eins og alltaf er gert ef grunur um mansal vaknar hjá Útlendingastofnun, sem fór með málið í samvinnu við barnaverndaryfirvöld,“ segir í svarinu. Í dag hafa stjórnvöld hér til meðferðar mál um 80 barna sem sótt hafa um hæli hér á landi. Útlendingastofnun segir ekki hægt að svara því að svo stöddu á hversu mörg börn lagabreytingin mun hafa bein áhrif, það er að segja hversu mörg mál mun taka lengri tíma en 9 mánuði að afgreiða í Dyflinnarmeðferð eða 15 mánuði í efnismeðferð. Flóttamenn Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að mansal aukist með breytingum á útlendingalögum Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, segir erfitt að segja til um það hversu mörg börn muni fá alþjóðlega vernd hér í kjölfar þess að Alþingi samþykkti breytingar á lögum um útlendinga í nótt. 27. september 2017 11:45 Samþykktu breytingar á útlendingalögum Sautján þingmenn Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn því. 27. september 2017 06:27 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Það er mat Útlendingastofnunar að allar breytingar á útlendingalögum sem benda til þess að börn eða fjölskyldur með börn geti fengið betri málsmeðferð eða niðurstöðu varðandi umsókn um alþjóðlega vend geti aukið hættuna á mansali eða smygli á börnum. Hins vegar taki þær breytingar sem gerðar voru á lögunum á Alþingi í nótt til skýrt afmarkaðs hóps barna sem staddur er á landinu og það lágmarki því líkurnar á því að hættan á mansali aukist. Þetta kemur fram í skriflegu svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn Vísis. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins bentu á það á Alþingi í gær að það væri mat þeirra að breytingar í þá veru sem gerðar voru á útlendingalögunum geti aukið líkurnar á mansali eða smygli á börnum. Skiluðu fulltrúar flokksins í allsherjar-og menntamálanefnd minnihlutaáliti varðandi þetta við meðferð frumvarpsins á þingi í gær. Rímar sjónarmið þeirra ágætlega við mat Útlendingastofnunar en Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, sagði í samtali við Vísi í morgun að hún hefði ekki áhyggjur af því að mansal myndi aukast, jafnvel þótt gerðar yrðu víðtækari lagabreytingar sem tækju almennt til allra barna sem myndu sækja hér um alþjóðlega vernd. Eitt staðfest tilvik hefur komið upp hér á landi þar sem barn var á ferð með sér ótengdum einstaklingi, að því er segir í svari Útlendingastofnunar. „Málið var sent lögreglu, eins og alltaf er gert ef grunur um mansal vaknar hjá Útlendingastofnun, sem fór með málið í samvinnu við barnaverndaryfirvöld,“ segir í svarinu. Í dag hafa stjórnvöld hér til meðferðar mál um 80 barna sem sótt hafa um hæli hér á landi. Útlendingastofnun segir ekki hægt að svara því að svo stöddu á hversu mörg börn lagabreytingin mun hafa bein áhrif, það er að segja hversu mörg mál mun taka lengri tíma en 9 mánuði að afgreiða í Dyflinnarmeðferð eða 15 mánuði í efnismeðferð.
Flóttamenn Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að mansal aukist með breytingum á útlendingalögum Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, segir erfitt að segja til um það hversu mörg börn muni fá alþjóðlega vernd hér í kjölfar þess að Alþingi samþykkti breytingar á lögum um útlendinga í nótt. 27. september 2017 11:45 Samþykktu breytingar á útlendingalögum Sautján þingmenn Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn því. 27. september 2017 06:27 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Hefur ekki áhyggjur af því að mansal aukist með breytingum á útlendingalögum Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, segir erfitt að segja til um það hversu mörg börn muni fá alþjóðlega vernd hér í kjölfar þess að Alþingi samþykkti breytingar á lögum um útlendinga í nótt. 27. september 2017 11:45
Samþykktu breytingar á útlendingalögum Sautján þingmenn Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn því. 27. september 2017 06:27