Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. september 2017 14:30 Björgunarsveitarmenn sigla á bátum yfir túnin í von um að bjarga því sem hægt er að bjarga. Mynd/Landsbjörg Talið er að tugir kinda hafi drepist þegar Jökulsá á Fljótsdal flæddi yfir bakka sína við Valþjófstaðanes eftir mikla úrkomu í dag og í nótt. Björgunarsveitarmenn sigla á bátum yfir túnin í von um að bjarga því sem hægt er að bjarga. „Það eru flöt tún hérna sem liggja að Jökulsá á Fljótsdal. Þetta er kallað Valþjófsstaðanes og yfir það liggur klofhátt vatn að stórum hluta,“ segir Agnar Benediktsson í Björgunarsveitinni jökli í samtali við Vísi. Töluverð úrkoma hefur verið á Suðausturlandi og Austfjörðum og hafa orðið miklir vatnavextir í ám og lækjum vegna þess. Á vef Veðurstofunnar má sjá að rennsli í Jökulsá í Fljótsdal hefur nærri þrefaldast á örfáum klukkutímum við Valþjófsstaðanes. Þá hefur vatnshæð hækkað um nærri einn og hálfan metra.Sigmar Daði Viðarsson.Sigmar Daði Viðarsson, formaður björgunarsveitarinnar, segist í samtali við Vísi telja að vatn sé enn að aukast á svæðinu. Verið er að taka stöðuna og skoða önnur svæði í grennd og hvort bregðast þurfi við þar. Agnar segir ljóst að tugir kinda hafi drepist en í samtali við Austurfrétt sagði Friðrik Ingi Ingólfsson, bóndi á Valþjófsstað 2, að um 200 lömb hafi átt að vera á túnunum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egilstöðum hefur rignt mikið og er talið líklegt að þjóðvegur 1 um Skriðdal við Skriðuvatn lokist vegna vatnavaxtanna. Þá hefur björgunarsveitin á Höfn í Hornafirði aðstoðað bændur á Volaseli í Lóni í Austur-Skaftafellsýslu við að bjarga fé frá drukknun eftir mikla vatnavexti. Þar hefur einnig rignt mikið.Ljóst er að úrhellið hefur haft áhrif víðar á Austurlandi en í Fljótsdal.Að neðan má sjá myndir sem Ingi Ragnarsson, tók af Hamarsá í Hamarsfirði í ham í úrhellinu á Austurlandi. Smellið á örvarnar til að fletta eða flettið með fingrunum í snjallsíma. Veður Tengdar fréttir Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Talið er að tugir kinda hafi drepist þegar Jökulsá á Fljótsdal flæddi yfir bakka sína við Valþjófstaðanes eftir mikla úrkomu í dag og í nótt. Björgunarsveitarmenn sigla á bátum yfir túnin í von um að bjarga því sem hægt er að bjarga. „Það eru flöt tún hérna sem liggja að Jökulsá á Fljótsdal. Þetta er kallað Valþjófsstaðanes og yfir það liggur klofhátt vatn að stórum hluta,“ segir Agnar Benediktsson í Björgunarsveitinni jökli í samtali við Vísi. Töluverð úrkoma hefur verið á Suðausturlandi og Austfjörðum og hafa orðið miklir vatnavextir í ám og lækjum vegna þess. Á vef Veðurstofunnar má sjá að rennsli í Jökulsá í Fljótsdal hefur nærri þrefaldast á örfáum klukkutímum við Valþjófsstaðanes. Þá hefur vatnshæð hækkað um nærri einn og hálfan metra.Sigmar Daði Viðarsson.Sigmar Daði Viðarsson, formaður björgunarsveitarinnar, segist í samtali við Vísi telja að vatn sé enn að aukast á svæðinu. Verið er að taka stöðuna og skoða önnur svæði í grennd og hvort bregðast þurfi við þar. Agnar segir ljóst að tugir kinda hafi drepist en í samtali við Austurfrétt sagði Friðrik Ingi Ingólfsson, bóndi á Valþjófsstað 2, að um 200 lömb hafi átt að vera á túnunum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egilstöðum hefur rignt mikið og er talið líklegt að þjóðvegur 1 um Skriðdal við Skriðuvatn lokist vegna vatnavaxtanna. Þá hefur björgunarsveitin á Höfn í Hornafirði aðstoðað bændur á Volaseli í Lóni í Austur-Skaftafellsýslu við að bjarga fé frá drukknun eftir mikla vatnavexti. Þar hefur einnig rignt mikið.Ljóst er að úrhellið hefur haft áhrif víðar á Austurlandi en í Fljótsdal.Að neðan má sjá myndir sem Ingi Ragnarsson, tók af Hamarsá í Hamarsfirði í ham í úrhellinu á Austurlandi. Smellið á örvarnar til að fletta eða flettið með fingrunum í snjallsíma.
Veður Tengdar fréttir Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45