Synd að lyf séu fyrsti valkostur við svefnvanda Sigurður Mikael Jónsson skrifar 26. september 2017 06:00 Meirihluta foreldra var ráðlagt að gefa börnum sínum lyf við svefnvandræðum samkvæmt nýlegri rannsókn HR. Foreldrum barna með þroskahamlanir og þroskaraskanir, sem leituðu meðferðar vegna svefnvanda þeirra, var í 58 prósent tilfella ráðlögð lyfjameðferð. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn meistaranema við Háskólann í Reykjavík. Algengast var að börnunum væri ávísað svefnlyfið circadin, eða melatónín, sem Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um að undanförnu. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að sprenging hefði orðið í ávísunum lækna á melatónín við svefnvanda íslenskra barna undanfarin ár en lyfið er ekki ætlað einstaklingum undir 55 ára og áhrif þess á yngra fólk og börn óþekkt. Rannsóknina gerðu meistaranemarnir Hulda Jónsdóttir Tölgyes og Þórarinn Freyr Grettisson í fyrra undir handleiðslu Berglindar Sveinbjörnsdóttur, atferlisfræðings og aðjúnkts í sálfræði. Við rannsóknina setti teymið sig í samband við hagsmunasamtök, foreldrafélög, ADHD-félagið og fleiri félög til að komast í samband við foreldra barna með sérþarfir og þeim sendar spurningar. Svarhlutfallið var gott en í ljós kom að lyfjagjöf var oftast ráðlögð sem meðferð við svefnvanda, eða í 58 prósentum tilfella á meðan breyting á svefnvenjum var ráðlögð í 26 prósentum tilfella. Fjallað verður um niðurstöðu rannsóknarinnar í Tímariti HR í október en í samtali við Fréttablaðið segir Berglind að niðurstöðurnar hafi ekki komið sér á óvart miðað við það sem hún hafi séð hér á landi og í störfum sínum erlendis en sem atferlisfræðingur hefur hún unnið með börnum með alvarlegan hegðunar- og svefnvanda. „Það er synd að lyfin virðist fyrsti valkostur þegar til eru aðrar mjög góðar og sannreyndar leiðir til að takast á við svefnvanda,“ segir Berglind. Hún segir að svo virðist sem þekkingu skorti á þeim stöðum sem foreldrar leita til um hvert sé hægt að vísa þeim. „Það er úrræðaleysi hjá flestum sem að þessum málaflokki koma hér á landi hvert sé best að leita. Svefnvandi barna er með því erfiðasta sem foreldrar lenda í og það sýnir neyð þeirra að fátt annað sé í boði en lyfjagjöf.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Braskað með svefnlyf fyrir börn á netinu Sprenging orðið í bæði ávísunum lækna á svefnlyfinu melatónín til barna sem og ólöglegum póstsendingum frá Bandaríkjunum sem haldlagðar hafa verið af tollvörðum. Landlæknisembættið hefur áhyggjur af þróuninni. 22. september 2017 06:00 Foreldrar ungra barna leita í ódýrara melatónín í neyð Ólafur Adolfsson lyfsali segir að Embætti landlæknis geti ekki fríað sig ábyrgð á þeirri aukningu sem orðið hefur á notkun melatóníns hjá börnum. 23. september 2017 07:00 Hafa stöðvað 199 sendingar af melatonin Langflestar sendingarnar sem hafa innihaldið svefnlyfið komu frá netverslunum í Bandaríkjunum. 19. september 2017 10:16 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Foreldrum barna með þroskahamlanir og þroskaraskanir, sem leituðu meðferðar vegna svefnvanda þeirra, var í 58 prósent tilfella ráðlögð lyfjameðferð. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn meistaranema við Háskólann í Reykjavík. Algengast var að börnunum væri ávísað svefnlyfið circadin, eða melatónín, sem Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um að undanförnu. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að sprenging hefði orðið í ávísunum lækna á melatónín við svefnvanda íslenskra barna undanfarin ár en lyfið er ekki ætlað einstaklingum undir 55 ára og áhrif þess á yngra fólk og börn óþekkt. Rannsóknina gerðu meistaranemarnir Hulda Jónsdóttir Tölgyes og Þórarinn Freyr Grettisson í fyrra undir handleiðslu Berglindar Sveinbjörnsdóttur, atferlisfræðings og aðjúnkts í sálfræði. Við rannsóknina setti teymið sig í samband við hagsmunasamtök, foreldrafélög, ADHD-félagið og fleiri félög til að komast í samband við foreldra barna með sérþarfir og þeim sendar spurningar. Svarhlutfallið var gott en í ljós kom að lyfjagjöf var oftast ráðlögð sem meðferð við svefnvanda, eða í 58 prósentum tilfella á meðan breyting á svefnvenjum var ráðlögð í 26 prósentum tilfella. Fjallað verður um niðurstöðu rannsóknarinnar í Tímariti HR í október en í samtali við Fréttablaðið segir Berglind að niðurstöðurnar hafi ekki komið sér á óvart miðað við það sem hún hafi séð hér á landi og í störfum sínum erlendis en sem atferlisfræðingur hefur hún unnið með börnum með alvarlegan hegðunar- og svefnvanda. „Það er synd að lyfin virðist fyrsti valkostur þegar til eru aðrar mjög góðar og sannreyndar leiðir til að takast á við svefnvanda,“ segir Berglind. Hún segir að svo virðist sem þekkingu skorti á þeim stöðum sem foreldrar leita til um hvert sé hægt að vísa þeim. „Það er úrræðaleysi hjá flestum sem að þessum málaflokki koma hér á landi hvert sé best að leita. Svefnvandi barna er með því erfiðasta sem foreldrar lenda í og það sýnir neyð þeirra að fátt annað sé í boði en lyfjagjöf.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Braskað með svefnlyf fyrir börn á netinu Sprenging orðið í bæði ávísunum lækna á svefnlyfinu melatónín til barna sem og ólöglegum póstsendingum frá Bandaríkjunum sem haldlagðar hafa verið af tollvörðum. Landlæknisembættið hefur áhyggjur af þróuninni. 22. september 2017 06:00 Foreldrar ungra barna leita í ódýrara melatónín í neyð Ólafur Adolfsson lyfsali segir að Embætti landlæknis geti ekki fríað sig ábyrgð á þeirri aukningu sem orðið hefur á notkun melatóníns hjá börnum. 23. september 2017 07:00 Hafa stöðvað 199 sendingar af melatonin Langflestar sendingarnar sem hafa innihaldið svefnlyfið komu frá netverslunum í Bandaríkjunum. 19. september 2017 10:16 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Braskað með svefnlyf fyrir börn á netinu Sprenging orðið í bæði ávísunum lækna á svefnlyfinu melatónín til barna sem og ólöglegum póstsendingum frá Bandaríkjunum sem haldlagðar hafa verið af tollvörðum. Landlæknisembættið hefur áhyggjur af þróuninni. 22. september 2017 06:00
Foreldrar ungra barna leita í ódýrara melatónín í neyð Ólafur Adolfsson lyfsali segir að Embætti landlæknis geti ekki fríað sig ábyrgð á þeirri aukningu sem orðið hefur á notkun melatóníns hjá börnum. 23. september 2017 07:00
Hafa stöðvað 199 sendingar af melatonin Langflestar sendingarnar sem hafa innihaldið svefnlyfið komu frá netverslunum í Bandaríkjunum. 19. september 2017 10:16
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent