Hefur áhyggjur af viðhorfi Hæstaréttar til þolenda heimilisofbeldis Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. september 2017 06:00 Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og réttargæslumaður brotaþola, furðar sig á viðhorfum Hæstaréttar. vísir/vilhelm „Ég hef áhyggjur af viðhorfi Hæstaréttar til þolenda heimilisofbeldis“ segir Helga Vala Helgadóttir um niðurstöðu Hæstaréttar sem hafnaði í síðustu viku kröfu þolanda heimilisofbeldis um að fyrrverandi sambýlismanni hennar verði gert að víkja úr réttarsal meðan hún gefur skýrslu við aðalmeðferð máls sem fer fram í Héraðsdómi Reykjaness á morgun. Hæstiréttur sneri með niðurstöðu sinni við úrskurði héraðsdóms sem taldi ljóst að nærvera ákærða við skýrslugjöfina gæti orðið brotaþola sérstaklega íþyngjandi og haft áhrif á framburð hennar. Helga Vala er réttargæslumaður brotaþola í málinu. „Það er ótrúlegt að við séum enn á þeim stað að kona sem óttaðist um líf sitt fyrir nokkrum mánuðum, þurfi að þola að gerandinn sitji innan við fimm metra frá henni á meðan hún lýsir því fyrir dómi sem hann gerði við hana.“ segir Helga Vala og bætir við að öllum, sem horfðu á söfnunarþáttinn ‚Á allra vörum‘ um helgina og sáu viðtöl við þolendur, hljóti að vera ljóst hve alvarlegar afleiðingar heimilisofbeldis eru. Í niðurstöðu Hæstaréttar er vísað til þeirrar meginreglu sakamálaréttarfars að sakborningur skuli eiga þess kost að vera viðstaddur aðalmeðferð. Undantekningar frá þeirri reglu beri að skýra þröngt og ríka ástæðu þurfi til að víkja frá henni. Í málinu liggi hvorki fyrir vottorð læknis né sálfræðings til stuðnings kröfu konunnar um að hann víki úr réttarsal meðan hún gefi skýrslu. „Það er ekki eins og maðurinn hefði ekki átt þess kost á að taka til varna, þótt fallist yrði á þessa kröfu. Hann hefði fengið að vera í næsta herbergi og hlýða á skýrslutökuna meðan hún fer fram og verjandinn fengi að vera inni í réttarsalnum og spyrja vitnið,“ segir Helga Vala. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er í málinu ákærður fyrir „nauðgun og brot í nánu sambandi, með því að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð sambýliskonu sinnar með ofbeldi, frelsissviptingu og hótunum“. Af lýsingu í úrskurði héraðsdóms er ljóst að um mjög alvarlegt heimilisofbeldi er að ræða, nauðganir, barsmíðar og ítrekaðar líflátshótanir. Í héraðsdómi segir einnig að óumdeilt sé að brotaþoli óttaðist um líf sitt á verknaðarstundu og taldi að hún væri ekki á lífi ef nágrannar hefðu ekki orðið varir við árásina og kallað á lögregluna. Ofbeldinu linnti ekki fyrr en lögregla kom á vettvang og var konan þá flutt á bráðamóttöku til aðhlynningar. Í ákæru segir að við árásina hafi konan hlotið „yfirborðsáverka víða á andliti og líkama, mar með margúlum á báðum augnlokum, marbletti undir augum og kúlu ofarlega á enni, heilahristing, rof á hljóðhimnu vinstra megin, skurð innanvert á neðri vör, marbletti og þrota í húð á upphandleggjum, mar og hrufl á hné, mar á lærum og húðrispur og mar aftan á baki“. Í málsskjölunum er tugur ljósmynda af áverkum konunnar. „Ég skil ekki af hverju þessar myndir og læknisvottorð er styðja framburð konunnar duga ekki til að Hæstiréttur sjái að nærvera mannsins yrði konunni mjög íþyngjandi við skýrslugjöfina, sé ekki hverju sálfræðimat getur bætt við þessar hræðilegu lýsingar og staðfest gögn frá bráðmóttöku,“ segir Helga Vala. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Meintur nauðgari víkur ekki úr dómsal því áhrif á líðan brotaþola þóttu ósönnuð Hæstiréttur sneri í gær við úrskurði héraðsdómara um að meintum nauðgara yrði gert skylt að víkja úr dómsal á meðan konan, sem hann á að hafa brotið gegn, gefur skýrslu. 14. september 2017 11:19 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
„Ég hef áhyggjur af viðhorfi Hæstaréttar til þolenda heimilisofbeldis“ segir Helga Vala Helgadóttir um niðurstöðu Hæstaréttar sem hafnaði í síðustu viku kröfu þolanda heimilisofbeldis um að fyrrverandi sambýlismanni hennar verði gert að víkja úr réttarsal meðan hún gefur skýrslu við aðalmeðferð máls sem fer fram í Héraðsdómi Reykjaness á morgun. Hæstiréttur sneri með niðurstöðu sinni við úrskurði héraðsdóms sem taldi ljóst að nærvera ákærða við skýrslugjöfina gæti orðið brotaþola sérstaklega íþyngjandi og haft áhrif á framburð hennar. Helga Vala er réttargæslumaður brotaþola í málinu. „Það er ótrúlegt að við séum enn á þeim stað að kona sem óttaðist um líf sitt fyrir nokkrum mánuðum, þurfi að þola að gerandinn sitji innan við fimm metra frá henni á meðan hún lýsir því fyrir dómi sem hann gerði við hana.“ segir Helga Vala og bætir við að öllum, sem horfðu á söfnunarþáttinn ‚Á allra vörum‘ um helgina og sáu viðtöl við þolendur, hljóti að vera ljóst hve alvarlegar afleiðingar heimilisofbeldis eru. Í niðurstöðu Hæstaréttar er vísað til þeirrar meginreglu sakamálaréttarfars að sakborningur skuli eiga þess kost að vera viðstaddur aðalmeðferð. Undantekningar frá þeirri reglu beri að skýra þröngt og ríka ástæðu þurfi til að víkja frá henni. Í málinu liggi hvorki fyrir vottorð læknis né sálfræðings til stuðnings kröfu konunnar um að hann víki úr réttarsal meðan hún gefi skýrslu. „Það er ekki eins og maðurinn hefði ekki átt þess kost á að taka til varna, þótt fallist yrði á þessa kröfu. Hann hefði fengið að vera í næsta herbergi og hlýða á skýrslutökuna meðan hún fer fram og verjandinn fengi að vera inni í réttarsalnum og spyrja vitnið,“ segir Helga Vala. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er í málinu ákærður fyrir „nauðgun og brot í nánu sambandi, með því að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð sambýliskonu sinnar með ofbeldi, frelsissviptingu og hótunum“. Af lýsingu í úrskurði héraðsdóms er ljóst að um mjög alvarlegt heimilisofbeldi er að ræða, nauðganir, barsmíðar og ítrekaðar líflátshótanir. Í héraðsdómi segir einnig að óumdeilt sé að brotaþoli óttaðist um líf sitt á verknaðarstundu og taldi að hún væri ekki á lífi ef nágrannar hefðu ekki orðið varir við árásina og kallað á lögregluna. Ofbeldinu linnti ekki fyrr en lögregla kom á vettvang og var konan þá flutt á bráðamóttöku til aðhlynningar. Í ákæru segir að við árásina hafi konan hlotið „yfirborðsáverka víða á andliti og líkama, mar með margúlum á báðum augnlokum, marbletti undir augum og kúlu ofarlega á enni, heilahristing, rof á hljóðhimnu vinstra megin, skurð innanvert á neðri vör, marbletti og þrota í húð á upphandleggjum, mar og hrufl á hné, mar á lærum og húðrispur og mar aftan á baki“. Í málsskjölunum er tugur ljósmynda af áverkum konunnar. „Ég skil ekki af hverju þessar myndir og læknisvottorð er styðja framburð konunnar duga ekki til að Hæstiréttur sjái að nærvera mannsins yrði konunni mjög íþyngjandi við skýrslugjöfina, sé ekki hverju sálfræðimat getur bætt við þessar hræðilegu lýsingar og staðfest gögn frá bráðmóttöku,“ segir Helga Vala.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Meintur nauðgari víkur ekki úr dómsal því áhrif á líðan brotaþola þóttu ósönnuð Hæstiréttur sneri í gær við úrskurði héraðsdómara um að meintum nauðgara yrði gert skylt að víkja úr dómsal á meðan konan, sem hann á að hafa brotið gegn, gefur skýrslu. 14. september 2017 11:19 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Meintur nauðgari víkur ekki úr dómsal því áhrif á líðan brotaþola þóttu ósönnuð Hæstiréttur sneri í gær við úrskurði héraðsdómara um að meintum nauðgara yrði gert skylt að víkja úr dómsal á meðan konan, sem hann á að hafa brotið gegn, gefur skýrslu. 14. september 2017 11:19