Ekki kaupa rafbíl! Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 25. september 2017 15:00 Ýmsir málsmetandi menn hafa stigið á stokk að undanförnu og líst verulegum efasemdum um vænleika rafbíla. Sumir lýsa yfir miklum áhyggjum af umhverfisvænleika rafbíla á meðan aðrir reyna að útskýra fyrir fólki að rafbíllinn sé í raun ekki tilbúinn og fólk eigi ekki að hugsa um slík kaup næstu árin. Alvöru rannsóknir sýna hins vegar að rafbíll hefur mun lægra kolefnisspor en bensín- eða dísilbílar þó að námuvinnsla, framleiðsla rafhlöðu og endurvinnsla þeirra sé tekin með í reikninginn. Kolefnissporið er örlítið misjafnt eftir raforkukerfum en það er nánast ekki til það svæði í heiminum þar sem enginn heildarávinningur er af rafbílum. Auðvitað eiga menn að efast um vænleika nýrrar tækni, skárra væri það nú, en má ég þá biðja um að svipuðum efasemdum sé haldið á lofti gagnvart bílum sem ganga fyrir mengandi, heilsuspillandi, loftlagsbreytandi, ósjálfbærri, ferskvatnsspillandi, eldfimri og friðarógnandi olíu. Einhverjir lögðu til nýverið að við ættum frekar að kaupa bensínbíla en rafbíla til að stöðva barnaþrælkun í kóbaltnámum í Kóngó. Þetta er mjög mikilvæg ábending um slæmar aðstæður sem þarf að taka á strax en að mínu mati er rafbílabann ekki töfralausn fyrir ástandið í Kongó. Í júní dóu 157 í Pakistan þegar kviknaði í bensínflutningabíll, sem er alltof algengt víða í þróunarlöndum. Fréttin fékk litla athygli og ég man ekki eftir að fólk væri hvatt til að kaupa ekki bensínbíla til að bregðast við ástandinu. Enn merkilegri er málflutningurinn um að rafbíllinn sé ekki tilbúinn af þeirri ástæðu að ekki eru til tegundir sem henta hverjum einasta Íslendingi með sínar 300 þúsund sérþarfir. Er þá ekki hægt að byrja rafbílavæðingu á Íslandi fyrr en rafbíllinn sem hentar nákvæmlega síðasta sérvitringnum er kominn á markað? Þetta er algert vanmat á þeim risastóra neytendahóp sem er einfaldlega að fíla í botn þá rafbíla sem nú þegar eru til á markaðnum. Þetta er bara hugsandi fólk sem veit vel að það getur ekki keyrt 700 km í einum rykk og getur mögulega ekki dregið á eftir sér hjólhýsi. Það er bara fullt af neytendum sem langar í rafbíl af því að þeim finnst hann hreinlega flottari, eða þeir vilja ekki nota olíu, eða þeir vilja vera nútímalegri, eða vilja hafa meiri hröðun, eða vilja hafa minni hávaða, eða hreinlega elska að koma í upphitaðan bíl á köldum vetrarmorgnum. Þessu má líkja við að starfsmenn í raftækjaverslun hefðu hvatt neytendur til að bíða með eða sleppa því að kaupa Ipad af því að hann væri í raun ekki með venjulegu lyklaborði eins og hefðbundnar tölvur og því með miklar takmarkanir. Stóra málið er, að við höfum engan tíma til að bíða með rafvæðingu samgangna á Íslandi. Það er nefnilega uppselt þarna uppi og ekki pláss fyrir meira kolefni í lofthjúpnum án alvarlegra afleiðinga. Hver olíuknúinn bíll sem nýskráður verður hér á landi í framtíðinni er tapað tækifæri til að minnka losun koltvísýrings um tugi þúsunda kílóa. Bílar sem koma nýir inn í kerfið hér á næstunni eru auk þess líklegir til að vera ennþá stórir losendur árið 2030 þegar við þurfum að skila inn metnaðarfullum samdrætti á losun vegna skuldbindinga okkar í Parísarsamkomulaginu. Með öðrum orðum þá gætu nýskráðir bensín- og dísilbílar morgundagsins stuðlað að nauðsynlegum og kostnaðarsömum kaupum á losunarkvótum ef okkur mistekst að ná markmiðunum. Ég er í raun sammála fyrirsögninni, því best væri ef fólk keypti alls ekki bíl og notaði hjólreiðar og almenningssamgöngur í staðinn. En að leggja til að neytendur kaupi nýja bensín- eða dísilbíla af umhverfisástæðum eða vegna þess að rafbílar henta ekki nákvæmlega öllum, er afar vafasamur málflutningur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Ýmsir málsmetandi menn hafa stigið á stokk að undanförnu og líst verulegum efasemdum um vænleika rafbíla. Sumir lýsa yfir miklum áhyggjum af umhverfisvænleika rafbíla á meðan aðrir reyna að útskýra fyrir fólki að rafbíllinn sé í raun ekki tilbúinn og fólk eigi ekki að hugsa um slík kaup næstu árin. Alvöru rannsóknir sýna hins vegar að rafbíll hefur mun lægra kolefnisspor en bensín- eða dísilbílar þó að námuvinnsla, framleiðsla rafhlöðu og endurvinnsla þeirra sé tekin með í reikninginn. Kolefnissporið er örlítið misjafnt eftir raforkukerfum en það er nánast ekki til það svæði í heiminum þar sem enginn heildarávinningur er af rafbílum. Auðvitað eiga menn að efast um vænleika nýrrar tækni, skárra væri það nú, en má ég þá biðja um að svipuðum efasemdum sé haldið á lofti gagnvart bílum sem ganga fyrir mengandi, heilsuspillandi, loftlagsbreytandi, ósjálfbærri, ferskvatnsspillandi, eldfimri og friðarógnandi olíu. Einhverjir lögðu til nýverið að við ættum frekar að kaupa bensínbíla en rafbíla til að stöðva barnaþrælkun í kóbaltnámum í Kóngó. Þetta er mjög mikilvæg ábending um slæmar aðstæður sem þarf að taka á strax en að mínu mati er rafbílabann ekki töfralausn fyrir ástandið í Kongó. Í júní dóu 157 í Pakistan þegar kviknaði í bensínflutningabíll, sem er alltof algengt víða í þróunarlöndum. Fréttin fékk litla athygli og ég man ekki eftir að fólk væri hvatt til að kaupa ekki bensínbíla til að bregðast við ástandinu. Enn merkilegri er málflutningurinn um að rafbíllinn sé ekki tilbúinn af þeirri ástæðu að ekki eru til tegundir sem henta hverjum einasta Íslendingi með sínar 300 þúsund sérþarfir. Er þá ekki hægt að byrja rafbílavæðingu á Íslandi fyrr en rafbíllinn sem hentar nákvæmlega síðasta sérvitringnum er kominn á markað? Þetta er algert vanmat á þeim risastóra neytendahóp sem er einfaldlega að fíla í botn þá rafbíla sem nú þegar eru til á markaðnum. Þetta er bara hugsandi fólk sem veit vel að það getur ekki keyrt 700 km í einum rykk og getur mögulega ekki dregið á eftir sér hjólhýsi. Það er bara fullt af neytendum sem langar í rafbíl af því að þeim finnst hann hreinlega flottari, eða þeir vilja ekki nota olíu, eða þeir vilja vera nútímalegri, eða vilja hafa meiri hröðun, eða vilja hafa minni hávaða, eða hreinlega elska að koma í upphitaðan bíl á köldum vetrarmorgnum. Þessu má líkja við að starfsmenn í raftækjaverslun hefðu hvatt neytendur til að bíða með eða sleppa því að kaupa Ipad af því að hann væri í raun ekki með venjulegu lyklaborði eins og hefðbundnar tölvur og því með miklar takmarkanir. Stóra málið er, að við höfum engan tíma til að bíða með rafvæðingu samgangna á Íslandi. Það er nefnilega uppselt þarna uppi og ekki pláss fyrir meira kolefni í lofthjúpnum án alvarlegra afleiðinga. Hver olíuknúinn bíll sem nýskráður verður hér á landi í framtíðinni er tapað tækifæri til að minnka losun koltvísýrings um tugi þúsunda kílóa. Bílar sem koma nýir inn í kerfið hér á næstunni eru auk þess líklegir til að vera ennþá stórir losendur árið 2030 þegar við þurfum að skila inn metnaðarfullum samdrætti á losun vegna skuldbindinga okkar í Parísarsamkomulaginu. Með öðrum orðum þá gætu nýskráðir bensín- og dísilbílar morgundagsins stuðlað að nauðsynlegum og kostnaðarsömum kaupum á losunarkvótum ef okkur mistekst að ná markmiðunum. Ég er í raun sammála fyrirsögninni, því best væri ef fólk keypti alls ekki bíl og notaði hjólreiðar og almenningssamgöngur í staðinn. En að leggja til að neytendur kaupi nýja bensín- eða dísilbíla af umhverfisástæðum eða vegna þess að rafbílar henta ekki nákvæmlega öllum, er afar vafasamur málflutningur.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun