Trump taldi rétt að leikmenn sem notuðu bandaríska þjóðsönginn, til að mótmæla ástandinu í bandarísku þjóðfélagi, yrðu reknir úr sínum liðum.
Þjóðsöngurinn er alltaf spilaður fyrir hvern leik og þó nokkrir leikmenn hafa neitað að standa á meðan þjóðsöngurinn er spilaður og tengjast þessi mótmæli þeirra undantekningarlaust kynþáttafordómum í Bandaríkjunum og harkalegum lögregluaðgerðum gagnvart blökkumönnum.
Það voru allskonar útgáfur af þjóðsöngvunum fyrir leiki gærdagsins í NFL-deildinni en sú óvenjulegasta var án vafa í leik Tennessee Titans og Seattle Seahawks á Nissan leikvanginum í Nashville í Tennessee-fylki.
Both the Titans Seahawks remained in their locker rooms during the national anthem while the singer took a knee during her performance. pic.twitter.com/uN3ACIMsL5
— FOX Sports (@FOXSports) September 24, 2017
Bæði liðin sendu frá sér yfirlýsingu það sem kom fram að allir leikmenn liðanna væru á því að þetta væri besta leiðin til að sýna ást sína á Bandaríkjunum og tala á móti því óréttlæti sem blökkumenn hafa orðið fyrir í landinu. Þar kom líka fram að fólk mætti alls ekki líta á fjarveru leikmannanna sem skort á föðurlandsást
No players on the field. @meghanlinsey takes a knee after singing national anthem in Nashville. #Titans#Seahawkshttps://t.co/Kvb7rdd6NFpic.twitter.com/3TQH8N5sZB
— Jason Wolf (@JasonWolf) September 24, 2017
Sjónvarpsvélararnar mynduðu bara yfirgefna hjálpa á varamannabekknum og dyrnar á búningsklefanum á meðan þjóðsöngurinn var sunginn.
Leikurinn var síðan hin besta skemmtun en hann endaði með 33-27 sigri heimamanna í Tennessee Titans.