Krefjast vikulangs gæsluvarðhalds yfir manninum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. september 2017 15:18 Maðurinn huldi ekki andlit sitt fyrir myndavélum fjölmiðla þegar hann var leiddur fyrir dómara í dag. vísir/anton brink Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana á heimili hennar við Hagamel í Reykjavík í gærkvöldi. Maðurinn var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur upp úr klukkan þrjú í dag. Krafan er sett fram á grundvelli rannsóknarhagsmuna en það að ekki sé farið fram á lengra gæsluvarðhald en viku bendir til þess að rannsókn lögreglu sé langt komin og að atburðarásin liggi nokkuð skýr fyrir. Tveir menn voru handteknir í risíbúð við Hagamel í gærkvöldi. Konan bjó í íbúðinni og annar mannanna einnig. Hann er íslenskur og verður sleppt úr haldi síðar í dag.Frá vettvangi á Hagamel í gærkvöldi.VísirMaðurinn sem leiddur var fyrir dómara í dag er á fertugsaldri. Konan sem hann er grunaður um að hafa orðið að bana var flutt alvarlega slösuð á slysadeild Landspítalans í gærkvöldi þar sem hún var úrskurðuð látin. Hún var af erlendu bergi brotin og á fimmtugsaldri. Talið er að einhvers konar vopni eða áhaldi hafi verið beitt við árásina sem leiddi til dauða hennar. Lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvers kyns vopnið er. Vísir greindi frá því fyrr í dag, og hafði eftir sjónarvottum sem voru fjölmargir við Hagamel í gærkvöldi, að maðurinn sem grunaður er í málinu hafi látið öllum illum látum þegar hann var handtekinn. Hafi hann verið leiddur út af lögreglu alblóðugur og í nærfötunum einum klæða. Þurfti lögregla að beita piparúða til að hemja hann. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Lét öllum illum látum þegar hann var handtekinn á Hagamel Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir erlendum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að líkamsárás sem leiddi til dauða konu á Hagamel í gærkvöldi. 22. september 2017 13:15 Hin látna og annar mannanna bjuggu saman í íbúðinni við Hagamel Tveir menn eru enn í haldi lögreglunnar grunaðir um að hafa orðið konu að bana í íbúð við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. 22. september 2017 08:23 Konan sem lést var á fimmtugsaldri Konan varð fyrir líkamsárás á heimili sínu við Hagamel sem leiddi til dauða hennar. 22. september 2017 09:56 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana á heimili hennar við Hagamel í Reykjavík í gærkvöldi. Maðurinn var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur upp úr klukkan þrjú í dag. Krafan er sett fram á grundvelli rannsóknarhagsmuna en það að ekki sé farið fram á lengra gæsluvarðhald en viku bendir til þess að rannsókn lögreglu sé langt komin og að atburðarásin liggi nokkuð skýr fyrir. Tveir menn voru handteknir í risíbúð við Hagamel í gærkvöldi. Konan bjó í íbúðinni og annar mannanna einnig. Hann er íslenskur og verður sleppt úr haldi síðar í dag.Frá vettvangi á Hagamel í gærkvöldi.VísirMaðurinn sem leiddur var fyrir dómara í dag er á fertugsaldri. Konan sem hann er grunaður um að hafa orðið að bana var flutt alvarlega slösuð á slysadeild Landspítalans í gærkvöldi þar sem hún var úrskurðuð látin. Hún var af erlendu bergi brotin og á fimmtugsaldri. Talið er að einhvers konar vopni eða áhaldi hafi verið beitt við árásina sem leiddi til dauða hennar. Lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvers kyns vopnið er. Vísir greindi frá því fyrr í dag, og hafði eftir sjónarvottum sem voru fjölmargir við Hagamel í gærkvöldi, að maðurinn sem grunaður er í málinu hafi látið öllum illum látum þegar hann var handtekinn. Hafi hann verið leiddur út af lögreglu alblóðugur og í nærfötunum einum klæða. Þurfti lögregla að beita piparúða til að hemja hann.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Lét öllum illum látum þegar hann var handtekinn á Hagamel Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir erlendum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að líkamsárás sem leiddi til dauða konu á Hagamel í gærkvöldi. 22. september 2017 13:15 Hin látna og annar mannanna bjuggu saman í íbúðinni við Hagamel Tveir menn eru enn í haldi lögreglunnar grunaðir um að hafa orðið konu að bana í íbúð við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. 22. september 2017 08:23 Konan sem lést var á fimmtugsaldri Konan varð fyrir líkamsárás á heimili sínu við Hagamel sem leiddi til dauða hennar. 22. september 2017 09:56 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Lét öllum illum látum þegar hann var handtekinn á Hagamel Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir erlendum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að líkamsárás sem leiddi til dauða konu á Hagamel í gærkvöldi. 22. september 2017 13:15
Hin látna og annar mannanna bjuggu saman í íbúðinni við Hagamel Tveir menn eru enn í haldi lögreglunnar grunaðir um að hafa orðið konu að bana í íbúð við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. 22. september 2017 08:23
Konan sem lést var á fimmtugsaldri Konan varð fyrir líkamsárás á heimili sínu við Hagamel sem leiddi til dauða hennar. 22. september 2017 09:56