Hin látna og annar mannanna bjuggu saman í íbúðinni við Hagamel Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. september 2017 08:23 Frá vettvangi á Hagamel í gærkvöldi. vísir/kolbeinn tumi Tveir menn eru enn í haldi lögreglunnar grunaðir um að hafa orðið konu að bana í íbúð við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Þeir voru handteknir á vettvangi í gær en lögreglu barst útkall um alvarlega líkamsárás á tíunda tímanum. Lögregla og sjúkrabílar fóru þá á vettvang auk sérsveitarinnar sem tók þátt í aðgerðum. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi grunur sé um að áhaldi eða vopni hafi verið beitt við árásina og var konan flutt alvarlega slösuð á slysadeild. Grímur kveðst ekki geta tjáð sig um áverkana á konunni eftir árásina sem leiddi til dauða hennar. Hin látna er af erlendu bergi brotin og annar mannanna einnig. Hinn maðurinn er íslenskur. Konan og íslenski maðurinn bjuggu saman í íbúðinni við Hagamel að sögn Gríms. Hann segir að yfirheyrslur hafi farið fram í nótt að einhverju leyti en hefur ekki upplýsingar um hverjir nákvæmlega voru yfirheyrðir. Mennirnir tveir sem eru í haldi verða yfirheyrðir í dag. Ekki liggur fyrir hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir mönnunum en lögreglan má halda þeim í sólarhring án úrskurðar um gæsluvarðhald. Vilji lögreglan hafa þá lengur í haldi þarf að leggja fram kröfu um slíkt hjá dómstólum. Tæknideild lögreglu kom á vettvang í gærkvöldi og hefur vinna staðið þar yfir í nótt. Henni er ekki enn lokið.Uppfært klukkan 09:52Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að konan sem lést hafi verið á fimmtugsaldri. Þar segir einnig að íslenski maðurinn hafi verið sá sem bjó í húsinu en ekki sá erlendi. Hefur það verið uppfært í fréttinni að ofan.Tilkynningin í heild Kona á fimmtugsaldri var úrskurðuð látin á Landspítalanum í gærkvöld, en þangað var hún flutt eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur. Lögreglu barst tilkynning um árásina kl. 21.38 og hélt þegar á staðinn. Tveir karlmenn voru handteknir á vettvangi, annar er erlendur ríkisborgari á fertugsaldri og var hann gestkomandi, en hinn er Íslendingur á þrítugsaldri og búsettur í húsinu. Konan sem lést bjó einnig í húsinu, en hún var af erlendu bergi brotin. Rannsókn lögreglu er skammt á veg komin og ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Manndráp á Melunum Tveir menn eru í haldi lögreglu og annar sér í lagi grunaður um líkamsárás sem leiddi til dauða konu í vesturbænum í kvöld. 21. september 2017 23:00 Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu í Vesturbænum: Einn fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús Einn var fluttur alvarlega slasaður í lögreglufylgd á sjúkrahús í kvöld eftir lögregluaðgerðir í Vesturbæ Reykjavíkur. 21. september 2017 22:17 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Sjá meira
Tveir menn eru enn í haldi lögreglunnar grunaðir um að hafa orðið konu að bana í íbúð við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Þeir voru handteknir á vettvangi í gær en lögreglu barst útkall um alvarlega líkamsárás á tíunda tímanum. Lögregla og sjúkrabílar fóru þá á vettvang auk sérsveitarinnar sem tók þátt í aðgerðum. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi grunur sé um að áhaldi eða vopni hafi verið beitt við árásina og var konan flutt alvarlega slösuð á slysadeild. Grímur kveðst ekki geta tjáð sig um áverkana á konunni eftir árásina sem leiddi til dauða hennar. Hin látna er af erlendu bergi brotin og annar mannanna einnig. Hinn maðurinn er íslenskur. Konan og íslenski maðurinn bjuggu saman í íbúðinni við Hagamel að sögn Gríms. Hann segir að yfirheyrslur hafi farið fram í nótt að einhverju leyti en hefur ekki upplýsingar um hverjir nákvæmlega voru yfirheyrðir. Mennirnir tveir sem eru í haldi verða yfirheyrðir í dag. Ekki liggur fyrir hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir mönnunum en lögreglan má halda þeim í sólarhring án úrskurðar um gæsluvarðhald. Vilji lögreglan hafa þá lengur í haldi þarf að leggja fram kröfu um slíkt hjá dómstólum. Tæknideild lögreglu kom á vettvang í gærkvöldi og hefur vinna staðið þar yfir í nótt. Henni er ekki enn lokið.Uppfært klukkan 09:52Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að konan sem lést hafi verið á fimmtugsaldri. Þar segir einnig að íslenski maðurinn hafi verið sá sem bjó í húsinu en ekki sá erlendi. Hefur það verið uppfært í fréttinni að ofan.Tilkynningin í heild Kona á fimmtugsaldri var úrskurðuð látin á Landspítalanum í gærkvöld, en þangað var hún flutt eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur. Lögreglu barst tilkynning um árásina kl. 21.38 og hélt þegar á staðinn. Tveir karlmenn voru handteknir á vettvangi, annar er erlendur ríkisborgari á fertugsaldri og var hann gestkomandi, en hinn er Íslendingur á þrítugsaldri og búsettur í húsinu. Konan sem lést bjó einnig í húsinu, en hún var af erlendu bergi brotin. Rannsókn lögreglu er skammt á veg komin og ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Manndráp á Melunum Tveir menn eru í haldi lögreglu og annar sér í lagi grunaður um líkamsárás sem leiddi til dauða konu í vesturbænum í kvöld. 21. september 2017 23:00 Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu í Vesturbænum: Einn fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús Einn var fluttur alvarlega slasaður í lögreglufylgd á sjúkrahús í kvöld eftir lögregluaðgerðir í Vesturbæ Reykjavíkur. 21. september 2017 22:17 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Sjá meira
Manndráp á Melunum Tveir menn eru í haldi lögreglu og annar sér í lagi grunaður um líkamsárás sem leiddi til dauða konu í vesturbænum í kvöld. 21. september 2017 23:00
Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu í Vesturbænum: Einn fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús Einn var fluttur alvarlega slasaður í lögreglufylgd á sjúkrahús í kvöld eftir lögregluaðgerðir í Vesturbæ Reykjavíkur. 21. september 2017 22:17