Tónlistin færir alzheimersjúklingum ró Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. september 2017 22:23 Dóttir alzheimersjúklings stendur fyrir söfnun á heyrnartólum og ipodum til að gefa öllum alzheimersjúklingum á landinu. Fyrir tveimur dögum stofnuðu Bergdís Eysteinsdóttir, sem er dóttir alzheimersjúklings, og maðurinn hennar síðuna Tónar fyrir sálina þar sem þau biðla til landsmanna að senda til þeirra hljómtæki, svo sem ipoda og heyrnartól, sem fólk er hætt að nota. Hugmyndina fengu þau eftir að þau horfðu á heimildarmyndina Alive inside sem fjallar um áhrif tónlistar á alzheimersjúklinga - en með því að loka á umhverfið með heyrnartólum geta uppáhalds lögin sem tengjast æskunni og yngri árum veitt öryggi og grafið upp ljúfar minningar. „Mér hefur verið sagt með alzheimersjúkdóminn að tóneyrað sé það síðasta sem fari. Þótt fólk sé komið með málstol og geti ekki tjáð sig þá heyrir það tónlist og við tónlistina er eins og það kvikni ljósaperur," segir Bergdís og að viðbrögð landans séu ótrúleg við beiðni þeirra, og tækin hrúgist inn. Markmiðið er að allir alzheimersjúklingar fái sitt eigið tæki með nokkrum lögum sem eiga sérstakan stað í hjarta þeirra. „Ég hef heyrt að tónlistin hafi komið í staðinn fyrir lyf, róandi lyf og þynglyndislyf. Það róar þau niður að hlusta á tónlistina. Það er svo dásamlegt að þurfa ekki að dæla í þau lyfjm," segir Bergdís en hún hefur einmitt séð hvað tónlistin getur haft róandi áhrif á móður sína. Hún slakar á við að hlusta á tónlist, óttinn og óöryggið hverfa á braut og hún fer að humma með. „Það er svo yndislegt að sjá gleðina í andlitinu. Það er oft erfitt að horfa upp á hana hverfa smátt og smátt í tómið en þegar tónlistin kemur þá lifnar hún við og það er svo gott að sjá það. Alveg dásamlegt," segir Bergdís. Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Sjá meira
Dóttir alzheimersjúklings stendur fyrir söfnun á heyrnartólum og ipodum til að gefa öllum alzheimersjúklingum á landinu. Fyrir tveimur dögum stofnuðu Bergdís Eysteinsdóttir, sem er dóttir alzheimersjúklings, og maðurinn hennar síðuna Tónar fyrir sálina þar sem þau biðla til landsmanna að senda til þeirra hljómtæki, svo sem ipoda og heyrnartól, sem fólk er hætt að nota. Hugmyndina fengu þau eftir að þau horfðu á heimildarmyndina Alive inside sem fjallar um áhrif tónlistar á alzheimersjúklinga - en með því að loka á umhverfið með heyrnartólum geta uppáhalds lögin sem tengjast æskunni og yngri árum veitt öryggi og grafið upp ljúfar minningar. „Mér hefur verið sagt með alzheimersjúkdóminn að tóneyrað sé það síðasta sem fari. Þótt fólk sé komið með málstol og geti ekki tjáð sig þá heyrir það tónlist og við tónlistina er eins og það kvikni ljósaperur," segir Bergdís og að viðbrögð landans séu ótrúleg við beiðni þeirra, og tækin hrúgist inn. Markmiðið er að allir alzheimersjúklingar fái sitt eigið tæki með nokkrum lögum sem eiga sérstakan stað í hjarta þeirra. „Ég hef heyrt að tónlistin hafi komið í staðinn fyrir lyf, róandi lyf og þynglyndislyf. Það róar þau niður að hlusta á tónlistina. Það er svo dásamlegt að þurfa ekki að dæla í þau lyfjm," segir Bergdís en hún hefur einmitt séð hvað tónlistin getur haft róandi áhrif á móður sína. Hún slakar á við að hlusta á tónlist, óttinn og óöryggið hverfa á braut og hún fer að humma með. „Það er svo yndislegt að sjá gleðina í andlitinu. Það er oft erfitt að horfa upp á hana hverfa smátt og smátt í tómið en þegar tónlistin kemur þá lifnar hún við og það er svo gott að sjá það. Alveg dásamlegt," segir Bergdís.
Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Sjá meira