Umsókn um uppreist æru aldrei til tals Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. september 2017 06:00 Hjalti Sigurjón Hauksson var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi árið 2004 fyrir áralangt brot gegn barnungri stjúpdóttur sinni. Hjalti Sigurjón „Ég vil ítreka að meðmælin voru eingöngu vinnutengd. Uppreist æru kom aldrei til tals,“ segir Haraldur Þór Teitsson, framkvæmdastjóri hópferðabílafyrirtækisins Teits Jónassonar, um þau ummæli Hjalta Sigurjóns Haukssonar á Vísi í vikunni að Haraldur hafi vitað fullvel að meðmæli sem hann skrifaði undir hafi verið vegna umsóknar Hjalta um uppreist æru.Haraldur hafði áður sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði að hann hefði ekki vitað né samþykkt að vinnutengd meðmæli hans með Hjalta yrðu notuð til að sækja um uppreist æru.Hjalti svaraði þessu á Vísi með því að segja Haraldur hafi vitað tilgang bréfsins. Haraldur og hinn meðmælandinn, Sveinn Eyjólfur Matthíasson sem einnig kveðst hafa verið blekktur, séu bara hræddir. „Það er búið að taka mig af lífi og þeir vilja ekki vera næstir á gálgann. Ég skil þá vel,“ sagði Hjalti og segir þá hafa rétt honum hjálparhönd í þeirri trú að um trúnaðargögn væri að ræða sem enginn ætti nokkurn tíma eftir að lesa nema ráðuneyti og ríkisstjórn.Þessu vísar Haraldur Þór á bug. „Meðmælabréfin voru stíluð á þá sem málið varðaði, eins og venja er, en alls ekki á ráðuneyti, hvað þá heila ríkisstjórn. Ég bjóst bara við þeim trúnaði sem almennt gildir um meðmælabréf.“ Sem kunnugt er var Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, þriðji meðmælandi Hjalta í umsókninni sem varð til þess að hann fékk uppreist æru í fyrra. Benedikt hefur gengist við því að hafa léð meðmælabréfi Hjalta undirskrift sína í þeim tilgangi. Fréttablaðið greindi í vikunni frá því að Haraldur íhugi að leita réttar síns vegna málsins. Hann hafi falið lögmanni að óska eftir gögnum þess hjá dómsmálaráðuneytinu. Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
„Ég vil ítreka að meðmælin voru eingöngu vinnutengd. Uppreist æru kom aldrei til tals,“ segir Haraldur Þór Teitsson, framkvæmdastjóri hópferðabílafyrirtækisins Teits Jónassonar, um þau ummæli Hjalta Sigurjóns Haukssonar á Vísi í vikunni að Haraldur hafi vitað fullvel að meðmæli sem hann skrifaði undir hafi verið vegna umsóknar Hjalta um uppreist æru.Haraldur hafði áður sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði að hann hefði ekki vitað né samþykkt að vinnutengd meðmæli hans með Hjalta yrðu notuð til að sækja um uppreist æru.Hjalti svaraði þessu á Vísi með því að segja Haraldur hafi vitað tilgang bréfsins. Haraldur og hinn meðmælandinn, Sveinn Eyjólfur Matthíasson sem einnig kveðst hafa verið blekktur, séu bara hræddir. „Það er búið að taka mig af lífi og þeir vilja ekki vera næstir á gálgann. Ég skil þá vel,“ sagði Hjalti og segir þá hafa rétt honum hjálparhönd í þeirri trú að um trúnaðargögn væri að ræða sem enginn ætti nokkurn tíma eftir að lesa nema ráðuneyti og ríkisstjórn.Þessu vísar Haraldur Þór á bug. „Meðmælabréfin voru stíluð á þá sem málið varðaði, eins og venja er, en alls ekki á ráðuneyti, hvað þá heila ríkisstjórn. Ég bjóst bara við þeim trúnaði sem almennt gildir um meðmælabréf.“ Sem kunnugt er var Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, þriðji meðmælandi Hjalta í umsókninni sem varð til þess að hann fékk uppreist æru í fyrra. Benedikt hefur gengist við því að hafa léð meðmælabréfi Hjalta undirskrift sína í þeim tilgangi. Fréttablaðið greindi í vikunni frá því að Haraldur íhugi að leita réttar síns vegna málsins. Hann hafi falið lögmanni að óska eftir gögnum þess hjá dómsmálaráðuneytinu.
Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent