Lengri og fleiri leikskóladagar á Íslandi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. september 2017 18:58 Í júní síðastliðnum gaf OECD út nýja skýrslu um stöðu leikskólamála víða um heim. Þar kemur fram að viðvera íslenskra barna í leikskólanum slær öll met. Þau dvelja 220 daga á ári í leikskólanum en meðaltalið er 190 dagar. Kristín Dýrfjörð, dósent við Háskólann á Akureyri, segir þetta meðal annars merki um jafnrétti kynjanna. „Atvinnuþátttaka kvenna er mjög mikil á Íslandi og getur verið mikil því erum með góða leikskóla og börn hafa góðan aðgang að leikskólum, sem þýðir líka að þjóðarbúið græðir."Fjöldi daga sem íslenskir leikskólar starfa á ári.grafík/hlynurHver leikskóladagur er líka langur og íslenskir leikskólakennarar eiga líka met í því hve löngum tíma þeir eyða í starfi með börnunum, eða tæpum 1500 klukkustundum á ári. Meðaltalið er aftur á móti 1050 tímar á ári og fer alveg niður fyrir sjö hundruð í Grikklandi, Kóreu og Mexíkó. „Það hefur verið mikil umræða um streitu í stéttinni. Þetta eru álagspunktar, starfsmenn þurfa að hlaupa mjög hratt og með starfsmannamálin eins og þau eru þá fær fólk ekki tíma til að undirbúa sig og vinnur lengri dag. Og þetta hefur áhrif á hvernig þér líður í vinnunni," segir Kristín.Fjöldi klukkustunda sem leikskólakennarar starfa með börnunum á ári en Ísland á þar met ásamt Noregi.grafík/hlynurTil að auka starfsánægju þyrfti að auka rýmið á leikskólunum að mati Kristínar og gera laun samkeppnishæf en laun íslenskra leikskólakennara eru einnig langt undir meðaltali OECD þegar þau eru umreiknuð út frá kaupmætti. Og líkt og á hinum Norðurlöndunum er launastrúkturinn flatur, það er, möguleikinn á að hækka í launum er lítill. „Ég held þetta sé hluti af ástæðunni fyrir því að leikskólakennarar eru að brenna út, sækja í auknum mæli í Virk endurhæfingu og mikil veikindi eru meðal starfsmanna. Ég held þetta sé ein af ástæðunum sem þarf að skoða mjög alvarlega.“ Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Sjá meira
Í júní síðastliðnum gaf OECD út nýja skýrslu um stöðu leikskólamála víða um heim. Þar kemur fram að viðvera íslenskra barna í leikskólanum slær öll met. Þau dvelja 220 daga á ári í leikskólanum en meðaltalið er 190 dagar. Kristín Dýrfjörð, dósent við Háskólann á Akureyri, segir þetta meðal annars merki um jafnrétti kynjanna. „Atvinnuþátttaka kvenna er mjög mikil á Íslandi og getur verið mikil því erum með góða leikskóla og börn hafa góðan aðgang að leikskólum, sem þýðir líka að þjóðarbúið græðir."Fjöldi daga sem íslenskir leikskólar starfa á ári.grafík/hlynurHver leikskóladagur er líka langur og íslenskir leikskólakennarar eiga líka met í því hve löngum tíma þeir eyða í starfi með börnunum, eða tæpum 1500 klukkustundum á ári. Meðaltalið er aftur á móti 1050 tímar á ári og fer alveg niður fyrir sjö hundruð í Grikklandi, Kóreu og Mexíkó. „Það hefur verið mikil umræða um streitu í stéttinni. Þetta eru álagspunktar, starfsmenn þurfa að hlaupa mjög hratt og með starfsmannamálin eins og þau eru þá fær fólk ekki tíma til að undirbúa sig og vinnur lengri dag. Og þetta hefur áhrif á hvernig þér líður í vinnunni," segir Kristín.Fjöldi klukkustunda sem leikskólakennarar starfa með börnunum á ári en Ísland á þar met ásamt Noregi.grafík/hlynurTil að auka starfsánægju þyrfti að auka rýmið á leikskólunum að mati Kristínar og gera laun samkeppnishæf en laun íslenskra leikskólakennara eru einnig langt undir meðaltali OECD þegar þau eru umreiknuð út frá kaupmætti. Og líkt og á hinum Norðurlöndunum er launastrúkturinn flatur, það er, möguleikinn á að hækka í launum er lítill. „Ég held þetta sé hluti af ástæðunni fyrir því að leikskólakennarar eru að brenna út, sækja í auknum mæli í Virk endurhæfingu og mikil veikindi eru meðal starfsmanna. Ég held þetta sé ein af ástæðunum sem þarf að skoða mjög alvarlega.“
Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Sjá meira