Fágaður húmoristi sem söng um lífið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. september 2017 21:00 Sigurður Pálsson er látinn en hann var með ólæknandi krabbamein í brjósthimnu, svonefndan asbestkrabba. Í viðtali við Fréttablaðið ræddi hann veikindi sín og vissi vel að hann gæti ekki unnið baráttuna, eingöngu lifað með henni, og segja vinir hans að lífsviljinn hafi aldrei slokknað. Fyrsta ljóðabók Sigurðar kom út árið 1975 og frá árinu 1978 hefur Jóhann Páll Valdimarsson gefið út bækur hans. Hann segir samstarfið hafa verið eins og best er á kosið milli útgefanda og höfundar, traust og án ágreinings.Jóhann Páll Valdimarsson, bókaútgefandi, gaf út bækur Sigurðar í tæp fjörutíu ár.vísir/stefán„Hann skilur eftir sig gríðarlega arfleifð. Sigurður, sem persóna og skáld, söng um lífið. Og hann hafði þennan einstaka eiginleika að hann hafði svo gríðarlega mikið að gefa," segir Jóhann Páll. „Hann er maðurinn sem með skáldskap sínum og eigin persónu fyllti mann aftur trú á skáldskapinn, manneskjuna og lífið." Einar Kárason, rithöfundur, var með Sigurði í Rithöfundasambandinu, var nágranni hans og félagi.Sigurbjörg Þrastardóttir, skáld og rithöfundur, segir Sigurð hafa haft mikil áhrif á önnur skáld og rithöfunda. Fréttablaðið/Stefán„Siggi var eins og allir vita mikill fagurkeri í útliti og öllu sem hann gerði og sagði. Hann var ljóðrænn maður en líka feykilega fyndinn, skemmtilegur, líflegur og kvikur í hugsun. Það var alltaf eins og að finna fjársjóð í götu sinni að hitta hann og tala við hann," segir Einar. Sigurbjörg Þrastardóttir, rithöfundur, var góð vinkona Sigurðar. „Hann var leitandi og forvitinn og smitandi. Hann smitaði alla af áhuga á listgreinum, umheiminum og mennskunni.“ Sigurður Pálsson kenndi í Leiklistarskólanum og ritlist við Háskóla Ísands. „Hann kenndi fjölda fólks. Það er til heil kynslóð fólks sem gefur varla út bók eða les upp án þess að þakka Sigurði Pálssyni fyrir," segir Sigurbjörg. Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
Sigurður Pálsson er látinn en hann var með ólæknandi krabbamein í brjósthimnu, svonefndan asbestkrabba. Í viðtali við Fréttablaðið ræddi hann veikindi sín og vissi vel að hann gæti ekki unnið baráttuna, eingöngu lifað með henni, og segja vinir hans að lífsviljinn hafi aldrei slokknað. Fyrsta ljóðabók Sigurðar kom út árið 1975 og frá árinu 1978 hefur Jóhann Páll Valdimarsson gefið út bækur hans. Hann segir samstarfið hafa verið eins og best er á kosið milli útgefanda og höfundar, traust og án ágreinings.Jóhann Páll Valdimarsson, bókaútgefandi, gaf út bækur Sigurðar í tæp fjörutíu ár.vísir/stefán„Hann skilur eftir sig gríðarlega arfleifð. Sigurður, sem persóna og skáld, söng um lífið. Og hann hafði þennan einstaka eiginleika að hann hafði svo gríðarlega mikið að gefa," segir Jóhann Páll. „Hann er maðurinn sem með skáldskap sínum og eigin persónu fyllti mann aftur trú á skáldskapinn, manneskjuna og lífið." Einar Kárason, rithöfundur, var með Sigurði í Rithöfundasambandinu, var nágranni hans og félagi.Sigurbjörg Þrastardóttir, skáld og rithöfundur, segir Sigurð hafa haft mikil áhrif á önnur skáld og rithöfunda. Fréttablaðið/Stefán„Siggi var eins og allir vita mikill fagurkeri í útliti og öllu sem hann gerði og sagði. Hann var ljóðrænn maður en líka feykilega fyndinn, skemmtilegur, líflegur og kvikur í hugsun. Það var alltaf eins og að finna fjársjóð í götu sinni að hitta hann og tala við hann," segir Einar. Sigurbjörg Þrastardóttir, rithöfundur, var góð vinkona Sigurðar. „Hann var leitandi og forvitinn og smitandi. Hann smitaði alla af áhuga á listgreinum, umheiminum og mennskunni.“ Sigurður Pálsson kenndi í Leiklistarskólanum og ritlist við Háskóla Ísands. „Hann kenndi fjölda fólks. Það er til heil kynslóð fólks sem gefur varla út bók eða les upp án þess að þakka Sigurði Pálssyni fyrir," segir Sigurbjörg.
Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira