Víkur úr fyrsta sæti fyrir Sigríði Andersen Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. september 2017 18:55 Brynjar Níelsson segir alrangt að sjálfstæðismenn treysti ekki konum. Vísir/Vilhelm Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins kynnti lista flokksins í Valhöll klukkan fimm í dag. Listarnir voru lagðir fram óbreyttir frá því á síðasta ári, fyrir utan að Brynjar Níelsson var færður upp í fyrsta sæti í Reykjavík suður þar sem Ólöf Norðdal, sem leiddi listann í fyrra, er látin. Eftir að fulltrúaráðið hafði kynnt listana bað Brynjar Níelsson um orðið og lagði fram breytingartillögu. „Hún var sú að ég myndi skipta um sæti við Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra. Hún myndi taka oddvitasætið og ég myndi taka annað sætið,“ segir Brynjar en tillaga hans virtist koma öðrum flokksmönnum verulega á óvart en var síðan fagnað ákaft. Fundurinn var að vísu lokaður en fréttamaður heyrði lófatakið fram á gang. En af hverju viltu skipta á sætum? „Það er stundum sagt að við sjálfstæðismenn treystum ekki konum. Sem er náttúrulega alrangt. Við eigum fullt af frambærilegum konum og kannski vegna þess að þetta fór nú svo að oddvitinn, sem var kona, lést þá eftir vandlega íhugað mál þá taldi ég rétt að kona leiddi listann, því hún er svo öflug kona.“ Tillaga Brynjars var samþykkt og mun því Sigríður Andersen skipa fyrsta sætið í Reykjavík suður, Brynjar verður í öðru sæti og Hildur Sverrisdóttir í þriðja sæti. Í Reykjavík norður mun Guðlaugur Þór Þórðarson leiða listann, í öðru sæti er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og því þriðja Birgir Ármannsson. Farið var yfir kosningabaráttu stjórnmálaflokkanna í fréttum Stöðvar 2 sem virðist hafa byrjað af fullum krafti í dag með tilkynningum um frambjóðendur og spjalli við kjósendur. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins kynnti lista flokksins í Valhöll klukkan fimm í dag. Listarnir voru lagðir fram óbreyttir frá því á síðasta ári, fyrir utan að Brynjar Níelsson var færður upp í fyrsta sæti í Reykjavík suður þar sem Ólöf Norðdal, sem leiddi listann í fyrra, er látin. Eftir að fulltrúaráðið hafði kynnt listana bað Brynjar Níelsson um orðið og lagði fram breytingartillögu. „Hún var sú að ég myndi skipta um sæti við Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra. Hún myndi taka oddvitasætið og ég myndi taka annað sætið,“ segir Brynjar en tillaga hans virtist koma öðrum flokksmönnum verulega á óvart en var síðan fagnað ákaft. Fundurinn var að vísu lokaður en fréttamaður heyrði lófatakið fram á gang. En af hverju viltu skipta á sætum? „Það er stundum sagt að við sjálfstæðismenn treystum ekki konum. Sem er náttúrulega alrangt. Við eigum fullt af frambærilegum konum og kannski vegna þess að þetta fór nú svo að oddvitinn, sem var kona, lést þá eftir vandlega íhugað mál þá taldi ég rétt að kona leiddi listann, því hún er svo öflug kona.“ Tillaga Brynjars var samþykkt og mun því Sigríður Andersen skipa fyrsta sætið í Reykjavík suður, Brynjar verður í öðru sæti og Hildur Sverrisdóttir í þriðja sæti. Í Reykjavík norður mun Guðlaugur Þór Þórðarson leiða listann, í öðru sæti er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og því þriðja Birgir Ármannsson. Farið var yfir kosningabaráttu stjórnmálaflokkanna í fréttum Stöðvar 2 sem virðist hafa byrjað af fullum krafti í dag með tilkynningum um frambjóðendur og spjalli við kjósendur.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira