„Þið eruð að drepa okkur“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2017 09:00 Aðstoð hefur borist til Puerto Rico en ljóst er að fjölmargir til viðbótar þurfa hjálp. Vísir/GEtty „Við erum að deyja hérna og ég get ekki skilið hvernig öflugasta þjóð heimsins getur ekki ráðið úr þeim vandræðum að koma hjálp til smárrar eyju. Hjálp. Við erum í vandræðum.“ Þetta sagði Carmen Yulín Cruz, borgarstjóri San Juan höfuðborgar Puerto Rico í gær. Fellibylurinn María fór þar yfir í síðust viku og olli gífurlegum skemmdum. Minnst sextán eru látnir og marga skortir helstu nauðsynjar. Donald Trump, forseti, segir viðbrögð stjórnvalda vegna hamfaranna í Puerto Rico vera „ótrúlega“ góð en borgarstjóri San Juan segir íbúa vera að deyja og biður um hjálp.Samkvæmt AP fréttaveitunni fengu þúsundir drykkjarvatn og mat í gær. Fjarskiptum hefur verið komið á aftur á um þriðjungi eyjunnar hafa nærri því helmingur kjörmarkaða opnað aftur að einhverju leyti. Þrátt fyrir það eru enn fjölmargir sem þurfa aðstoð. Trump ræddi við blaðamenn í gær og sagði ljóst að Puerto Rico gæti ekki ráðið við uppbygginguna án aðstoðar. Það væri ekkert eftir á eyjunni. Þó ræddi hann einnig um skuldir eyjunnar og slæmt ásigkomulag innviða þar. „Á endanum mun ríkisstjórn Puerto Rico þurfa að ræða við okkur um hvernig þessi gífurlega mikla uppbygging, og á endanum mun hún verða einhver umfangsmesta uppbygging sögunnar, verður fjármögnuð og skipulögð. Einnig þarf að ræða um hinar miklu skuldir eyjunnar. Þrátt fyrir það munum við ekki hvílast fyrr en íbúar Puerto Rico eru óhultir,“ sagði Trump skömmu áður en hann lagði af stað til golfklúbbar síns í New Jersey. Forsetinn mun verja helginni þar og spilaði hann golf í gærkvöldi. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar hafa verið gagnrýnd harðlega og líkt við viðbrögðum stjórnvalda við fellibylnum Katrina árið 2005. Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
„Við erum að deyja hérna og ég get ekki skilið hvernig öflugasta þjóð heimsins getur ekki ráðið úr þeim vandræðum að koma hjálp til smárrar eyju. Hjálp. Við erum í vandræðum.“ Þetta sagði Carmen Yulín Cruz, borgarstjóri San Juan höfuðborgar Puerto Rico í gær. Fellibylurinn María fór þar yfir í síðust viku og olli gífurlegum skemmdum. Minnst sextán eru látnir og marga skortir helstu nauðsynjar. Donald Trump, forseti, segir viðbrögð stjórnvalda vegna hamfaranna í Puerto Rico vera „ótrúlega“ góð en borgarstjóri San Juan segir íbúa vera að deyja og biður um hjálp.Samkvæmt AP fréttaveitunni fengu þúsundir drykkjarvatn og mat í gær. Fjarskiptum hefur verið komið á aftur á um þriðjungi eyjunnar hafa nærri því helmingur kjörmarkaða opnað aftur að einhverju leyti. Þrátt fyrir það eru enn fjölmargir sem þurfa aðstoð. Trump ræddi við blaðamenn í gær og sagði ljóst að Puerto Rico gæti ekki ráðið við uppbygginguna án aðstoðar. Það væri ekkert eftir á eyjunni. Þó ræddi hann einnig um skuldir eyjunnar og slæmt ásigkomulag innviða þar. „Á endanum mun ríkisstjórn Puerto Rico þurfa að ræða við okkur um hvernig þessi gífurlega mikla uppbygging, og á endanum mun hún verða einhver umfangsmesta uppbygging sögunnar, verður fjármögnuð og skipulögð. Einnig þarf að ræða um hinar miklu skuldir eyjunnar. Þrátt fyrir það munum við ekki hvílast fyrr en íbúar Puerto Rico eru óhultir,“ sagði Trump skömmu áður en hann lagði af stað til golfklúbbar síns í New Jersey. Forsetinn mun verja helginni þar og spilaði hann golf í gærkvöldi. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar hafa verið gagnrýnd harðlega og líkt við viðbrögðum stjórnvalda við fellibylnum Katrina árið 2005.
Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira