Costco hefur engar áætlanir um að fara inn á tryggingamarkaðinn á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 9. október 2017 12:30 Vöruhús Costco í Garðabæ. Vísir/Ernir Bandaríska verslanakeðjan Costco hefur ekki í hyggju að fara inn á tryggingamarkaðinn á Íslandi. Þetta segir Sue Knowles, markaðsstjóri Costco í Bretlandi, í svari við fyrirspurn Vísis. Costco selur tryggingar í þremur löndum, Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi, en í þeim löndum býður fyrirtækið viðskiptavinum sínum upp á að kaupa bíltryggingu, heimilistryggingu, tanntryggingu, sjúkratryggingu og fyrirtækjatryggingu. „Við höfum engar áætlanir á þessum tímapunkti að bjóða meðlimum upp á tryggingar,“ segir Sue Knowles í svari til Vísis og segir jafnframt að umræður um slíkt hafi ekki farið fram innan fyrirtækisins. Samkeppniseftirlitið lýsti því yfir á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í mars í fyrra að tryggingamarkaðurinn hér á landi væri fákeppnismarkaður.Í kjölfarið fór fram mikil umræða á Alþingi um tryggingamarkaðinn sem Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna hóf. Þar benti hann á að þrjú stór tryggingafélög hér á landi, VÍS, Sjóvá og TM, áformuðu að greiða arð upp á 9,6 milljarða króna. Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármálaráðherra, sagði við það tilefni að íslenskur almenningur hefði ekki þolinmæði fyrir því að svo ríflegar arðgreiðslur færu fram á sama tíma og iðgjöldin fyrir lögboðnar tryggingar væru hækkaðar. Frosti Sigurjónsson, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í umræðu á Alþingi að samkeppniseftirlitið hefði greint frá því á fundi efnahags- og viðskiptanefndar að vert væri að skoða hvort eðlilegt sé að góð afkoma af sjóðum tryggingafélaganna ætti einnig að renna til viðskiptavina í einhverjum mæli. Talaði Frosti fyrir því að endurvekja samvinnutryggingafélög og gagnkvæm tryggingafélög sem væru rekin með því sjónarmiði að afgangur af rekstri þeirra rynni til viðskiptavinanna. Costco Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Bandaríska verslanakeðjan Costco hefur ekki í hyggju að fara inn á tryggingamarkaðinn á Íslandi. Þetta segir Sue Knowles, markaðsstjóri Costco í Bretlandi, í svari við fyrirspurn Vísis. Costco selur tryggingar í þremur löndum, Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi, en í þeim löndum býður fyrirtækið viðskiptavinum sínum upp á að kaupa bíltryggingu, heimilistryggingu, tanntryggingu, sjúkratryggingu og fyrirtækjatryggingu. „Við höfum engar áætlanir á þessum tímapunkti að bjóða meðlimum upp á tryggingar,“ segir Sue Knowles í svari til Vísis og segir jafnframt að umræður um slíkt hafi ekki farið fram innan fyrirtækisins. Samkeppniseftirlitið lýsti því yfir á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í mars í fyrra að tryggingamarkaðurinn hér á landi væri fákeppnismarkaður.Í kjölfarið fór fram mikil umræða á Alþingi um tryggingamarkaðinn sem Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna hóf. Þar benti hann á að þrjú stór tryggingafélög hér á landi, VÍS, Sjóvá og TM, áformuðu að greiða arð upp á 9,6 milljarða króna. Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármálaráðherra, sagði við það tilefni að íslenskur almenningur hefði ekki þolinmæði fyrir því að svo ríflegar arðgreiðslur færu fram á sama tíma og iðgjöldin fyrir lögboðnar tryggingar væru hækkaðar. Frosti Sigurjónsson, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í umræðu á Alþingi að samkeppniseftirlitið hefði greint frá því á fundi efnahags- og viðskiptanefndar að vert væri að skoða hvort eðlilegt sé að góð afkoma af sjóðum tryggingafélaganna ætti einnig að renna til viðskiptavina í einhverjum mæli. Talaði Frosti fyrir því að endurvekja samvinnutryggingafélög og gagnkvæm tryggingafélög sem væru rekin með því sjónarmiði að afgangur af rekstri þeirra rynni til viðskiptavinanna.
Costco Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira