N'Golo Kante hefur yfirgefið landsliðshóp Frakka og er á leið til Englands þar sem læknateymi Chelsea mun fara yfir stöðu hans.
Miðjumaðurinn knái fór meiddur af velli um miðjan fyrri hálfleik í leik Frakklands og Búlgaríu í undankeppni HM á laugardag.
Hann mun því missa af lokaleik Frakka í undankeppninni gegn Hvíta-Rússlandi á morgun. Frakkar eru öruggir með sæti í umspili, en geta tryggt farseðilinn til Rússlands með sigri.
Chelsea mætir botnliði Crystal Palace á laugardaginn þegar enska úrvalsdeildin fer aftur á stað eftir landsleikjahlé.
Einnig ríkir óvissa með þáttöku spænska framherjans Alvaro Morata fyrir leikinn, en báðir eru leikmennirnir að glíma við meiðsli aftan í læri.
Chelsea er í fjórða sæti deildarinnar eftir sjö umferðir, sex stigum á eftir toppliðum Manchester City og United.
Meiddur Kante farinn aftur til Englands
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið







„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti

Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn
Fleiri fréttir
