Kynferðisbrot kvikmyndaframleiðanda komu Trump ekki á óvart Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2017 10:49 Trump og Weinstein með Melaniu Trump og Georginu Chapman árið 2009. Vísir/AFP Demókratar í Bandaríkjunum keppast nú við að skila fé sem Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandi, gaf í sjóði þeirra í kjölfar umfjöllunar um áralöng kynferðisbrot gegn konum. Donald Trump forseti segir að uppljóstranirnar komi honum ekki á óvart. Framferði Weinstein í gengum tíðina komst í hámæli í vikunni eftir að New York Times birti ásakanir leikkvennanna Ashley Judd og Rose McGowan á hendur honum um kynferðislega áreitni og óviðeigandi framkomu. Síðan þá hefur verið greint frá fleiri ásökunum um kynferðislega tilburði Weinstein gegn konum. Þannig sagði sjónvarpskona frá því að hann hefði fróað sér fyrir framan hana á fínu veitingahúsi í New York. Weinstein hefur látið mikið fé af hendi rakna til kosningasjóða demókrata í gegnum tíðina. Landsnefnd flokksins hefur tilkynnt að hún ætli að gefa 30.000 dollara sem komu frá Weinstein í fyrra til góðgerðamála. Nokkrir þingmenn flokksins ætla að gera slíkt hið sama. Sagðist hafa þekkt Weinstein lengi Trump var spurður út í mál Weinstein í gær og sagðist hann þá ekki hissa á ásökununum, að því er segir í frétt Politico. „Ég hef þekkt Harvey Weinstein í langan tíma. Þetta kemur mér alls ekki á óvart,“ sagði forsetinn. Eins og fram kom í kosningabaráttunni í fyrra er Trump sjálfur ekki ókunngur kynferðisáreiti gegn konum. Þannig var rifjuð upp gömul upptaka þar sem Trump talaði digurbarkalega um að hann gæti „gripið í píkuna“ á konum í krafti frægðar sinnar. Þegar Trump var spurður í gær um líkindi máls Weinstein við sín eigin endurtók hann fyrri málsvörn sína um að þar hefði verið á ferðinni „búningsklefatal“. Donald Trump Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Hollywood-framleiðandi stígur til hliðar vegna umfjöllunar New York Times Sagður hafa áreitt kvenkynsstarfsmenn sína ítrekað og sýnt af óviðeigandi framkomu. 5. október 2017 19:55 Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30 Öskur og rifrildi á rafmögnuðum neyðarfundi Weinstein-fyrirtækisins Framtíð fyrirtækisins sögð í óvissu eftir umfjöllun The New York Times en heyra mátti öskur og rifrildi á neyðarfundi fyrirtækisins seint í gærkvöldi. 6. október 2017 20:08 Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Demókratar í Bandaríkjunum keppast nú við að skila fé sem Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandi, gaf í sjóði þeirra í kjölfar umfjöllunar um áralöng kynferðisbrot gegn konum. Donald Trump forseti segir að uppljóstranirnar komi honum ekki á óvart. Framferði Weinstein í gengum tíðina komst í hámæli í vikunni eftir að New York Times birti ásakanir leikkvennanna Ashley Judd og Rose McGowan á hendur honum um kynferðislega áreitni og óviðeigandi framkomu. Síðan þá hefur verið greint frá fleiri ásökunum um kynferðislega tilburði Weinstein gegn konum. Þannig sagði sjónvarpskona frá því að hann hefði fróað sér fyrir framan hana á fínu veitingahúsi í New York. Weinstein hefur látið mikið fé af hendi rakna til kosningasjóða demókrata í gegnum tíðina. Landsnefnd flokksins hefur tilkynnt að hún ætli að gefa 30.000 dollara sem komu frá Weinstein í fyrra til góðgerðamála. Nokkrir þingmenn flokksins ætla að gera slíkt hið sama. Sagðist hafa þekkt Weinstein lengi Trump var spurður út í mál Weinstein í gær og sagðist hann þá ekki hissa á ásökununum, að því er segir í frétt Politico. „Ég hef þekkt Harvey Weinstein í langan tíma. Þetta kemur mér alls ekki á óvart,“ sagði forsetinn. Eins og fram kom í kosningabaráttunni í fyrra er Trump sjálfur ekki ókunngur kynferðisáreiti gegn konum. Þannig var rifjuð upp gömul upptaka þar sem Trump talaði digurbarkalega um að hann gæti „gripið í píkuna“ á konum í krafti frægðar sinnar. Þegar Trump var spurður í gær um líkindi máls Weinstein við sín eigin endurtók hann fyrri málsvörn sína um að þar hefði verið á ferðinni „búningsklefatal“.
Donald Trump Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Hollywood-framleiðandi stígur til hliðar vegna umfjöllunar New York Times Sagður hafa áreitt kvenkynsstarfsmenn sína ítrekað og sýnt af óviðeigandi framkomu. 5. október 2017 19:55 Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30 Öskur og rifrildi á rafmögnuðum neyðarfundi Weinstein-fyrirtækisins Framtíð fyrirtækisins sögð í óvissu eftir umfjöllun The New York Times en heyra mátti öskur og rifrildi á neyðarfundi fyrirtækisins seint í gærkvöldi. 6. október 2017 20:08 Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Hollywood-framleiðandi stígur til hliðar vegna umfjöllunar New York Times Sagður hafa áreitt kvenkynsstarfsmenn sína ítrekað og sýnt af óviðeigandi framkomu. 5. október 2017 19:55
Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30
Öskur og rifrildi á rafmögnuðum neyðarfundi Weinstein-fyrirtækisins Framtíð fyrirtækisins sögð í óvissu eftir umfjöllun The New York Times en heyra mátti öskur og rifrildi á neyðarfundi fyrirtækisins seint í gærkvöldi. 6. október 2017 20:08
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein