Hinn geysivinsæli liður, Fannar skammar, var að sjálfsögðu á dagskrá Domino's Körfuboltakvölds á föstudag þar sem fyrsta umferðin í deildunum var gerð upp.
Fannar Ólafsson var á sínum stað í spekingarsætinu og sem fyrr var hann duglegur að láta menn heyra það fyrir það sem miður fór.
Nóg af athyglisverðum hlutum gerðust í fyrstu umferðinni og var búið að klippa það vel til fyrir Fannar sem lét svo þessa ágætu pilta heyra það.
Fannar skammar er í boði Fitness Sport og ætla þeir að gefa Cell Tech mánaðarlega fyrir þá sem þurfa.
„Hvað ertu að gera vinur?" sagði Fannar skemmtilega við eina sendingu í þættinum.
Körfubolti