Kylfingar Foringjans Stefán Pálsson skrifar 8. október 2017 10:00 -Verðlaunagripurinn í alþjóðlegu golfkeppninni var kenndur við Adolf Hitler. Þann þriðja október árið 1900 varð Margaret Abbott fyrsta bandaríska konan til að vinna gullverðlaun á Ólympíuleikum. Þetta voru aðrir Ólympíuleikar nútímans og öfugt við þá fyrstu, fjórum árum fyrr í Aþenu, fengu konur að taka þátt. Keppnisgreinarnar voru þó fáar og áttu það sameiginlegt að vera taldar kvenlegar. Fyrr á leikunum höfðu konur því keppt í siglingum, hestamennsku, tennis og krikket. Margaret Abbott hlaut sín verðlaun fyrir sigur í golfi. Leikinn var níu holu hringur, sem hún fór á 72 höggum. Sá árangur þætti ekki upp á marga fiska í dag. En Margaret var líka tæpast afreksíþróttamaður. Hún var stödd í Frakklandi til að nema listfræði við akademíuna í París og skráði sig til leiks í golfkeppninni ásamt móður sinni í hálfgerðu bríaríi. Raunar vissi Margaret Abbott aldrei af þessum Ólympíumeistaratitli sínum. Verðlaun fyrir einstakar greinar á leikunum höfðu ekki enn verið samræmd og hlaut hún snotra postulínsskál fyrir sigurinn. Það var ekki fyrr en eftir dauða hennar meira en hálfri öld síðar að sagnfræðingar Ólympíunefndarinnar komust að þeirri niðurstöðu að golfkeppnin hefði í raun verið hluti af formlegri dagskrá leikanna, en ekki bara eitt af ótalmörgum smáíþróttamótum sem haldin voru í París sumarið 1900 í tengslum við heimssýninguna í borginni. Ef miðað er við opinberar skilgreiningar Ólympíunefndarinnar í dag, var golf fullgild keppnisgrein á Parísarleikunum 1900 og aftur í St. Louis fjórum árum síðar. Eftir það hvarf greinin af dagskrá allt til ársins 2016 í Ríó, þar sem keppt var í golfi á nýjan leik. Miðað við vinsældir golfíþróttarinnar kunna einhverjir að undrast þessa löngu bið. Hvers vegna hefur svo útbreidd og vinsæl keppnisgrein verið undanskilin á þessari mestu íþróttahátíð mannkyns?Þjóðleg tómstundariðja? Skýringin á þessu er margþætt. Í fyrsta lagi var golf lengi vel að mestu bundið við hinn engilsaxneska menningarheim. Golfvellir voru algengir á Bretlandseyjum og í Norður-Ameríku, en sjaldséðari víðast annars staðar. Kylfingar urðu líka snemma atvinnuíþróttamenn sem lengi vafðist fyrir Ólympíuhreyfingunni. Vissulega kom til greina að bjóða upp á keppni áhugakylfinga, en hætt var við að hún stæðist engan samanburð við keppni þeirra bestu og vekti lítinn áhuga áhorfenda. Þrátt fyrir þessi vandamál, var margoft hreyft við hugmyndinni um að keppa í golfi á Ólympíuleikum á þeim 112 árum sem liðu á milli leikanna í St. Louis og Ríó. Í eitt skiptið mátti minnstu muna að kylfingar yrðu meðal fullgildra Ólympíukeppenda. Það var í Berlín árið 1936. Í raun er stórmerkilegt að skipuleggjendur Berlínarleikanna hafi svo mikið sem íhugað að bæta golfi á keppnisskrána, því sáralítil hefð var fyrir íþróttinni í landinu. Um 1925 töldust golfvellir í gjörvöllu Þýskalandi ekki nema um tuttugu talsins og voru þeir að langmestu leyti reknir fyrir ferðamenn eða útlendinga sem búsettir voru í landinu. Valdataka þýskra nasista árið 1933 gaf golfáhugamönnum enga sérstaka ástæðu til bjartsýni. Í hugum Hitlers og félaga (að svo miklu leyti sem þeir höfðu nokkra skoðun á golfi) var um að ræða breskt yfirstéttarsport og því andstætt þýskri menningu og siðum. Við það bættist að gyðingar voru áberandi í hinu fámenna þýska golfsamfélagi, en nasistar hófust þegar handa við að reka þá úr hvers kyns félagasamtökum, þar á meðal úr íþróttahreyfingunni. Afstaða nasista til íþróttamála var mótsagnakennd. Þeir lögðu mikla áherslu á líkamsþjálfun ungmenna, bæði til að skapa öfluga hermenn og hraustar mæður til að styrkja germanska kynstofninn. Til að ná þessum markmiðum höfðu þýskir íþróttafræðingar mesta trú á leikfimi og fimleikum. Einstaklingsgreinar, svo sem í frjálsum íþróttum, voru vel séðar. Jafnframt kunnu nasistar að meta hópíþróttir sem reyndu á samhæfingu, svo sem reiptog og fimleikasýningar þar sem stórir hópar framkvæmdu samhæfðar æfingar. Keppnisíþróttir og þá einkum þær sem upprunnar voru í Bretlandi mættu mun meiri tortryggni meðal nasista. Átti sú afstaða sér djúpar rætur innan þýsku íþróttahreyfingarinnar, þar sem margir töldu það einkennismerki fagurra íþrótta að byggjast á samvinnu fremur en samkeppni. En á sama tíma gerðu einstaklingar í forystu Nasistaflokksins sér grein fyrir áróðursmætti íþrótta. Annars vegar að velgengni á íþróttasviðinu gæti með einhverjum hætti staðfest líkamlega og andlega yfirburði Þjóðverja gagnvart öðrum þjóðum en ekki síður gætu íþróttirnar orðið framlenging á utanríkisþjónustu landsins og aflað Þriðja ríkinu alþjóðlegrar viðurkenningar.Íþróttir sem áróðurstæki Ákvörðunin um að Ólympíuleikarnir 1936 yrðu haldnir í Berlín hafði verið tekin áður en Hitler og félagar komust til valda og undirbúningur miðaðist við fremur hófstillta leika, sem miðasala ætti að standa straum af. Fátt bendir til að Adolf Hitler hafi haft minnsta áhuga á leikunum eða íþróttum almennt, en áróðursmálaráðherranum Göbbels tókst að sannfæra hann um að gera þá að stórkostlegri skrautsýningu. Skipuleggjendur leikanna fengu óheftan aðgang að fjárhirslum þýska ríkisins til að gera allt sem glæsilegast úr garði. Keppikeflið varð að auka umsvifin með fjölgun keppenda og jafnvel upptöku nýrra greina. Ein birtingarmynd þessa var þátttaka íslensks sundknattleiksflokks á Ólympíuleikunum. Sundknattleikur var þá sem nú jaðaríþrótt á Íslandi og hefði keppnisför þessi aldrei komið til álita nema vegna rausnarlegra ferðastyrkja þýsku mótshaldaranna. Um svipað leyti og Göbbels var að sannfæra Foringjann um áróðursgildi Ólympíuleikanna, tókst öðrum manni að ná eyrum hans með íþróttauppbyggingu í huga. Sá hét Karl Henkell, glaumgosi með golfdellu, sem stýrði bæði þýska golfsambandinu og golfklúbbnum í Wiesbaden, elsta golfklúbbi landsins sem ekki var sérstaklega ætlaður útlendingum. Henkell þessi var nánast óþekktur, en hafði öflugt tengslanet. Hann var mágur Joachims von Ribbentrop, sem Hitler hafði gert að sérstökum ráðgjafa sínum á sviði utanríkismála og síðar utanríkisráðherra. Í gegnum Ribbentrop tókst Henkell að sannfæra Hitler um að golf væri annað og meira en sérviskuleg tómstundaiðja Breta, heldur íþróttagrein sem vert væri að breiða út og halda að þýskum almenningi. Þessi beinu persónulegu tengsl komu því til leiðar að stjórn nasista gaf út yfirlýsingu á árinu 1934, þar sem golf var útnefnt sem sérstök þjóðaríþrótt og eindregið hvatt til iðkunar hennar. Á næstu árum nærri tvöfaldaðist fjöldi golfvalla í landinu, en vissulega höfðu þeir verið mjög fáir fyrir. Kapp var lagt á að kveikja áhuga nýrra iðkenda og miklu fé var varið í kaup á búnaði og til þjálfunar. Karl Henkell fylltist eldmóði vegna hins nýtilkomna stuðnings stjórnvalda. Honum dugði ekki að koma golfinu á kortið í Þýskalandi, heldur vildi hann gera þýska golfsambandið gildandi á alþjóðavettvangi. Hann fékk þá hugmynd að hafa öflugt golfmót sem hluta af Ólympíuleikunum. Keppt skyldi í ferðamannabænum Baden-Baden, þar sem besta golfvöll Þýskalands var að finna. Ekki yrði um einstaklingskeppni að ræða heldur skyldi hver þátttökuþjóð tefla fram tveggja manna liði.Móðgaður Hitler? Hugmyndin fékk ekki góðar undirtektir hjá Ólympíunefndinni. Niðurstaðan varð sú að efnt var til alþjóðlegrar golfkeppni hálfum mánuði eftir að Berlínarólympíuleikunum lauk. Golfsambönd nokkurra landa sendu fulltrúa sína til leiks. Sem fyrr sagði kepptu þeir í tveggja manna liðum þar sem farnir voru tveir átján holu hringir eða 72 holur í allt. Þótt mótið teldist ekki hluti Ólympíuleikanna var ákveðið að hafa í heiðri áhugamannareglur þeirra. Keppendurnir voru því ekki úr hópi frægustu og öflugustu kylfinga. Öllum að óvörum höfðu þýsku keppendurnir nauma forystu eftir fyrri dag keppninnar. Segir sagan að Ribbentrop hafi þá í flýti hringt í Foringjann, sagt honum að stórsigur væri í uppsiglingu og hvatt hann til að mæta og afhenda sigurlaunin. Mun Hitler hafa lagt af stað, en látið snúa við bíl sínum þegar fréttist að ensku keppendurnir hafi endað sem sigurvegarar. Sagan er skemmtileg, þótt hún hafi lítinn stuðning af heimildum. Ekkert í skráðri dagskrá Hitlers bendir til að hann hafi farið í óvæntan bíltúr þennan dag og raunar minnir frásögnin grunsamlega mikið á svipaðar flökkusögur af því hvað Hitler var tapsár á Ólympíuleikunum. En eftir stendur að þýskir nasistar misstu fljótlega áhugann á golfi. Saga til næsta bæjar Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Þann þriðja október árið 1900 varð Margaret Abbott fyrsta bandaríska konan til að vinna gullverðlaun á Ólympíuleikum. Þetta voru aðrir Ólympíuleikar nútímans og öfugt við þá fyrstu, fjórum árum fyrr í Aþenu, fengu konur að taka þátt. Keppnisgreinarnar voru þó fáar og áttu það sameiginlegt að vera taldar kvenlegar. Fyrr á leikunum höfðu konur því keppt í siglingum, hestamennsku, tennis og krikket. Margaret Abbott hlaut sín verðlaun fyrir sigur í golfi. Leikinn var níu holu hringur, sem hún fór á 72 höggum. Sá árangur þætti ekki upp á marga fiska í dag. En Margaret var líka tæpast afreksíþróttamaður. Hún var stödd í Frakklandi til að nema listfræði við akademíuna í París og skráði sig til leiks í golfkeppninni ásamt móður sinni í hálfgerðu bríaríi. Raunar vissi Margaret Abbott aldrei af þessum Ólympíumeistaratitli sínum. Verðlaun fyrir einstakar greinar á leikunum höfðu ekki enn verið samræmd og hlaut hún snotra postulínsskál fyrir sigurinn. Það var ekki fyrr en eftir dauða hennar meira en hálfri öld síðar að sagnfræðingar Ólympíunefndarinnar komust að þeirri niðurstöðu að golfkeppnin hefði í raun verið hluti af formlegri dagskrá leikanna, en ekki bara eitt af ótalmörgum smáíþróttamótum sem haldin voru í París sumarið 1900 í tengslum við heimssýninguna í borginni. Ef miðað er við opinberar skilgreiningar Ólympíunefndarinnar í dag, var golf fullgild keppnisgrein á Parísarleikunum 1900 og aftur í St. Louis fjórum árum síðar. Eftir það hvarf greinin af dagskrá allt til ársins 2016 í Ríó, þar sem keppt var í golfi á nýjan leik. Miðað við vinsældir golfíþróttarinnar kunna einhverjir að undrast þessa löngu bið. Hvers vegna hefur svo útbreidd og vinsæl keppnisgrein verið undanskilin á þessari mestu íþróttahátíð mannkyns?Þjóðleg tómstundariðja? Skýringin á þessu er margþætt. Í fyrsta lagi var golf lengi vel að mestu bundið við hinn engilsaxneska menningarheim. Golfvellir voru algengir á Bretlandseyjum og í Norður-Ameríku, en sjaldséðari víðast annars staðar. Kylfingar urðu líka snemma atvinnuíþróttamenn sem lengi vafðist fyrir Ólympíuhreyfingunni. Vissulega kom til greina að bjóða upp á keppni áhugakylfinga, en hætt var við að hún stæðist engan samanburð við keppni þeirra bestu og vekti lítinn áhuga áhorfenda. Þrátt fyrir þessi vandamál, var margoft hreyft við hugmyndinni um að keppa í golfi á Ólympíuleikum á þeim 112 árum sem liðu á milli leikanna í St. Louis og Ríó. Í eitt skiptið mátti minnstu muna að kylfingar yrðu meðal fullgildra Ólympíukeppenda. Það var í Berlín árið 1936. Í raun er stórmerkilegt að skipuleggjendur Berlínarleikanna hafi svo mikið sem íhugað að bæta golfi á keppnisskrána, því sáralítil hefð var fyrir íþróttinni í landinu. Um 1925 töldust golfvellir í gjörvöllu Þýskalandi ekki nema um tuttugu talsins og voru þeir að langmestu leyti reknir fyrir ferðamenn eða útlendinga sem búsettir voru í landinu. Valdataka þýskra nasista árið 1933 gaf golfáhugamönnum enga sérstaka ástæðu til bjartsýni. Í hugum Hitlers og félaga (að svo miklu leyti sem þeir höfðu nokkra skoðun á golfi) var um að ræða breskt yfirstéttarsport og því andstætt þýskri menningu og siðum. Við það bættist að gyðingar voru áberandi í hinu fámenna þýska golfsamfélagi, en nasistar hófust þegar handa við að reka þá úr hvers kyns félagasamtökum, þar á meðal úr íþróttahreyfingunni. Afstaða nasista til íþróttamála var mótsagnakennd. Þeir lögðu mikla áherslu á líkamsþjálfun ungmenna, bæði til að skapa öfluga hermenn og hraustar mæður til að styrkja germanska kynstofninn. Til að ná þessum markmiðum höfðu þýskir íþróttafræðingar mesta trú á leikfimi og fimleikum. Einstaklingsgreinar, svo sem í frjálsum íþróttum, voru vel séðar. Jafnframt kunnu nasistar að meta hópíþróttir sem reyndu á samhæfingu, svo sem reiptog og fimleikasýningar þar sem stórir hópar framkvæmdu samhæfðar æfingar. Keppnisíþróttir og þá einkum þær sem upprunnar voru í Bretlandi mættu mun meiri tortryggni meðal nasista. Átti sú afstaða sér djúpar rætur innan þýsku íþróttahreyfingarinnar, þar sem margir töldu það einkennismerki fagurra íþrótta að byggjast á samvinnu fremur en samkeppni. En á sama tíma gerðu einstaklingar í forystu Nasistaflokksins sér grein fyrir áróðursmætti íþrótta. Annars vegar að velgengni á íþróttasviðinu gæti með einhverjum hætti staðfest líkamlega og andlega yfirburði Þjóðverja gagnvart öðrum þjóðum en ekki síður gætu íþróttirnar orðið framlenging á utanríkisþjónustu landsins og aflað Þriðja ríkinu alþjóðlegrar viðurkenningar.Íþróttir sem áróðurstæki Ákvörðunin um að Ólympíuleikarnir 1936 yrðu haldnir í Berlín hafði verið tekin áður en Hitler og félagar komust til valda og undirbúningur miðaðist við fremur hófstillta leika, sem miðasala ætti að standa straum af. Fátt bendir til að Adolf Hitler hafi haft minnsta áhuga á leikunum eða íþróttum almennt, en áróðursmálaráðherranum Göbbels tókst að sannfæra hann um að gera þá að stórkostlegri skrautsýningu. Skipuleggjendur leikanna fengu óheftan aðgang að fjárhirslum þýska ríkisins til að gera allt sem glæsilegast úr garði. Keppikeflið varð að auka umsvifin með fjölgun keppenda og jafnvel upptöku nýrra greina. Ein birtingarmynd þessa var þátttaka íslensks sundknattleiksflokks á Ólympíuleikunum. Sundknattleikur var þá sem nú jaðaríþrótt á Íslandi og hefði keppnisför þessi aldrei komið til álita nema vegna rausnarlegra ferðastyrkja þýsku mótshaldaranna. Um svipað leyti og Göbbels var að sannfæra Foringjann um áróðursgildi Ólympíuleikanna, tókst öðrum manni að ná eyrum hans með íþróttauppbyggingu í huga. Sá hét Karl Henkell, glaumgosi með golfdellu, sem stýrði bæði þýska golfsambandinu og golfklúbbnum í Wiesbaden, elsta golfklúbbi landsins sem ekki var sérstaklega ætlaður útlendingum. Henkell þessi var nánast óþekktur, en hafði öflugt tengslanet. Hann var mágur Joachims von Ribbentrop, sem Hitler hafði gert að sérstökum ráðgjafa sínum á sviði utanríkismála og síðar utanríkisráðherra. Í gegnum Ribbentrop tókst Henkell að sannfæra Hitler um að golf væri annað og meira en sérviskuleg tómstundaiðja Breta, heldur íþróttagrein sem vert væri að breiða út og halda að þýskum almenningi. Þessi beinu persónulegu tengsl komu því til leiðar að stjórn nasista gaf út yfirlýsingu á árinu 1934, þar sem golf var útnefnt sem sérstök þjóðaríþrótt og eindregið hvatt til iðkunar hennar. Á næstu árum nærri tvöfaldaðist fjöldi golfvalla í landinu, en vissulega höfðu þeir verið mjög fáir fyrir. Kapp var lagt á að kveikja áhuga nýrra iðkenda og miklu fé var varið í kaup á búnaði og til þjálfunar. Karl Henkell fylltist eldmóði vegna hins nýtilkomna stuðnings stjórnvalda. Honum dugði ekki að koma golfinu á kortið í Þýskalandi, heldur vildi hann gera þýska golfsambandið gildandi á alþjóðavettvangi. Hann fékk þá hugmynd að hafa öflugt golfmót sem hluta af Ólympíuleikunum. Keppt skyldi í ferðamannabænum Baden-Baden, þar sem besta golfvöll Þýskalands var að finna. Ekki yrði um einstaklingskeppni að ræða heldur skyldi hver þátttökuþjóð tefla fram tveggja manna liði.Móðgaður Hitler? Hugmyndin fékk ekki góðar undirtektir hjá Ólympíunefndinni. Niðurstaðan varð sú að efnt var til alþjóðlegrar golfkeppni hálfum mánuði eftir að Berlínarólympíuleikunum lauk. Golfsambönd nokkurra landa sendu fulltrúa sína til leiks. Sem fyrr sagði kepptu þeir í tveggja manna liðum þar sem farnir voru tveir átján holu hringir eða 72 holur í allt. Þótt mótið teldist ekki hluti Ólympíuleikanna var ákveðið að hafa í heiðri áhugamannareglur þeirra. Keppendurnir voru því ekki úr hópi frægustu og öflugustu kylfinga. Öllum að óvörum höfðu þýsku keppendurnir nauma forystu eftir fyrri dag keppninnar. Segir sagan að Ribbentrop hafi þá í flýti hringt í Foringjann, sagt honum að stórsigur væri í uppsiglingu og hvatt hann til að mæta og afhenda sigurlaunin. Mun Hitler hafa lagt af stað, en látið snúa við bíl sínum þegar fréttist að ensku keppendurnir hafi endað sem sigurvegarar. Sagan er skemmtileg, þótt hún hafi lítinn stuðning af heimildum. Ekkert í skráðri dagskrá Hitlers bendir til að hann hafi farið í óvæntan bíltúr þennan dag og raunar minnir frásögnin grunsamlega mikið á svipaðar flökkusögur af því hvað Hitler var tapsár á Ólympíuleikunum. En eftir stendur að þýskir nasistar misstu fljótlega áhugann á golfi.
Saga til næsta bæjar Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira