Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. nóvember 2025 17:16 Meðal bestu gamanmynda sögunnar eru myndir á borð við Naked Gun, Annie Hall, Groundhog Day og The Great Dictator. En hver er best? Getty Dægurmálatímaritið Variety hefur valið hundrað bestu gamanmyndir sögunnar. Listinn þykir umdeildur vegna þess hve vítt gamanmyndin er skilgreind og sökum þess hve margar góðar grínmyndir vantar á listann. Fólk elskar góða topplista, bæði vegna þess hve gaman það er að reyna að ná utan um hið allra besta á ákveðnu sviði en líka vegna þess hve umdeilt slík flokkun getur orðið. Árlega eru settir saman listar yfir bestu lög, plötur og kvikmyndir það árið og svo birtast reglulega listar sem ná yfir stærri tímabil eða afmarkaða flokka. Ýmsir miðlar hafa síðan fest sig í sessi sem yfirvald í sinni grein. Þar má nefna tónlistartímaritið Rolling Stone sem uppfærir reglulega lista sinn yfir 250 bestu plötur allra tíma og gaf nýverið út lista yfir bestu plötur 21. aldarinnar. Kvikmyndatímaritið Sight and Sound uppfærir á tíu ára fresti lista sinn yfir 100 bestu kvikmyndir sögunnar. Dægurmálatímaritið Variety hefur í gegnum tíðina gert ýmiss konar lista yfir kvikmyndir og sjónvarpsþættir. Sá nýjasti birtist í gær og tekur saman hundrað bestu kómedíur sögunnar. Viðbrögðin við listanum hafa verið misjöfn og hafa margir lýst yfir óánægju með hvað kómedían er túlkuð vítt hjá miðlinum. Listinn tekur ekki bara saman hreinar grínmyndir heldur líka gamandrama, fjölskyldumyndir (samanber Big með Tom Hanks í 60. sæti) og rómantískar gamanmyndir sem eru meiri rómans en grín (Pretty Woman í 98. sæti). Aðdáendur ákveðinna mynda eru síðan alltaf súrir að sjá sitt uppáhald, margir Sandleristar eru ósáttir að Happy Gilmore (1996) sé fjarverandi þó Sandler sé með aðra mynd á listanum. Einnig vantar sígildar grínmyndir á borð við Mean Girls (2011), Tropic Thunder (2008), Little Miss Sunshine (2006) og Planes, Trains and Automobiles (1987). En hér fyrir neðan má sjá efstu tíu gamanmyndir listans: 10. Groundhog Day (1993) Fúli veðurfréttamaðurinn Phil Connors (Bill Murray) ferðast til smábæjarins Punxsutawney á Kyndilmessu til að fylgjast með því hvort múrmeldýr bæjarins gægist út úr híði sínu og tilkynni komu vorsins. Groundhog Day er klassík. Connors fyrirlítur starf sitt, smábæinn og íbúa hans og kemur almennt illa fram. Hegðun hans á eftir að koma honum í koll því hann þarf að endurlifa þennan sama dag aftur og aftur og aftur. Groundhog Day er eins sígild grínmynd og þær gerast. Endurtekning myndarinnar er lykilhluti húmorsins og gerir að verkum að hún eldist vel og maður þreytist ekki á henni. 9. Young Frankenstein (1974) Mel Brooks, sem verður hundrað ára eftir tvo mánuði, er sennilega einn allra áhrifamesti gamanleikari og gamanmyndaleikstjóri Hollywood. Brooks byrjaði í sjónvarpi en færði sig yfir í kvikmyndir með leikstjórnarfrumrauninni The Producers (1967) sem varð gríðarvinsæl, hlaut fjölda verðlauna og hefur getið af sér endurgerð og sviðsaðlögun. Á áttunda áratugnum dældi hann út hverri grínbombunni á fætur annarri, þar á meðal Blazing Saddles (1974), Silent Movie (1976) og High Anxiety (1977). Allar hefðu getað endað ofarlega á listanum (og Blazing Saddles er í 77. sæti) en skrímslasatíran Young Frankenstein (1974) varð fyrir valinu. Hinn ungi Frankenstein (Brooks) er barnabarn fræga vísindamannsins og er boðið til Transylvaníu þar sem hann uppgötvar tilraunir forföður síns. Myndin er ástarbréf til gamalla skrímslamynda en um leið þéttpökkuð af gríni. 8. Fargo (1996) Sennilega besta mynd Coen-bræðra og eiga þeir þó nóg af frábærum myndum. Fargo er kolsvört gaman-glæpamynd sem gerist í snæviþakta bænum Fargo í Minnesota. McDormand er frábær sem lögreglukonan Marge Gunderson. Bílasölumaðurinn Jerry Lundegaard (William H. Macy) fær krimmana Carl (Steve Buscemi) og Gaear (Peter Stormare) til að hjálpa í glæpsamlegu plani sem tengist mannráni eiginkonu hans. Lögreglukonan Marge Gunderson (Frances McDormand) fær það verkefni að rannsaka málið. Áhorfendur fylgjast með seinheppnum krimmunum og aumkunarverðum bílasalanum gera hverja skissuna á fætur annarri þar til allt endar í kássu. 7. Duck Soup (1933) Marx-bræðurnir hófu feril sinn í leikhúsi í byrjun 20. aldar með farsakenndum kvöldskemmtunum með ýmiss konar sviðsettum skemmtiatriðum. Upp úr þriðja áratugnum hófu þeir að gera kvikmyndir sem urðu allt í allt þrettán talsins. Síðasta myndin af fimm sem þeir gerðu hjá Paramount-stúdíóinu var Duck Soup (1933) sem hlaut ekkert alltof góðar viðtökur áhorfenda á sínum tíma en hefur vaxið gríðarlega í áliti síðan. Duck Soup er í dag talin krúnudjásn bræðranna og fanga best galsakennt og ruglað grín þeirra. Myndin fjallar um Rufus T. Firefly (Groucho Marx), einræðisherra hins gjaldþrota Freedoníu sem lýsir yfir stríð á hendur nágrannalandinu Sylvaníu. 6. Monty Python and the Holy Grail (1975) Breski grínhópurinn Monty Python var stofnaður 1969 af þeim John Cleese, Graham Chapman, Eric Idle, Terry Jones, Michael Palin og Terry Gilliam. Sketsaþættir þeirra, Monty Python's Flying Circus, hófu göngu sína sama ár og gengu í fjórar þáttaraðir.´ Þættirnir nutu mikilla vinsælda og fylgdu félagarnir þeim eftir með þremur kvikmyndum, Monty Python and the Holy Grail (1975), Life of Brian (1979) og The Meaning of Life (1983). Almennt er riddaragrínmynd þeirra um gralið helga talin best en þar taka þeir félagar fyrir goðsöguna um Artúr konung og gera stólpagrín að öllu sem viðkemur riddurum og riddarasögum. 5. Waiting for Guffman (1996) Christopher Guest skrifaði satirísku rokkheimildarmyndina This Is Spinal Tap (1984) sem endurvakti vinsældir háðsheimildarmyndagreinarinnar (e. mockumentary). Guest leikstýrði síðan fjölda háðsheimildarmynda sjálfur, þar á meðal Best in Show (2000) og A Mighty Wind (2003). Variety hefur hins vegar valið Waiting for Guffman sem er öllu minna þekkt en aðrar myndir í efstu sætum listans. Myndin fjallar um improv-leikhóp í smábænum Blaine í Missouri sem fer algjörlega yfirum þegar þær fréttir berast að einhver frá Broadway verði meðal áhorfenda. 4. The Great Dictator (1940) Sennilega hefur enginn fengið jafnmarga til að hlæja í veraldarsögunni en Charlie Chaplin. Hann hóf feril sinn í þöglum myndum árið 1914 og lék í gríðarlegum fjölda stutt- og kvikmynda yfir rúmlega fimmtíu ára tímabil. Chaplin leikstýrði sjálfur ellefu myndum, bæði þöglum og hljóði. Sú fyrsta sem hann gerði með hljóði var satíran The Great Dictator sem fjallar um einræðisherran Adenoid Hynkel (Chaplin) sem reynir að stækka veldi sitt á meðan fátækur gyðingur (einnig leikinn af Chaplin) reynir að flýja ofsóknir ríkis Hynkels. Myndin naut gríðarlegra vinsælda en var einnig harðlega gagnrýnd af bæði Adolf Hitler og Benito Mussolini. 3. Annie Hall (1977) Woody Allen var búinn að leikstýra nokkrum minni grínmyndum þegar hann gerði Annie Hall (1977) sem kom honum rækilega á kortið. Myndin fjallar um Alvy Singer, taugastrekktan fráskilinn grínista (Woody Allen), sem rifjar upp samband sitt við fyrrverandi kærustu sína, söngkonuna Annie Hall (Diane Keaton), sem endaði jafn skyndilega og fyrri sambönd hans. Myndin er í senn sprenghlægileg og falleg mynd um sambönd. Bæði Allen og Keaton heitin eru síðan frábær í henni. 2. Some Like It Hot (1959) Þessi sígilda grínmynd Billy Wilder með Tony Curtis, Jack Lemmon og Marilyn Monroe hefur gjarnan toppað lista yfir bestu grínmyndir sögunnar en þarf hér að sætta sig við annað sætið. Myndin fjallar um saxafónleikarann Joe (Curtis) og bassaleikarann Jerry (Lemmon) sem verða vitni að mafíunni myrða mann og fara á flótta í dragi sem hluti af kvennahljómsveit. Þeir kynnast þar söngkonu sveitarinnar, Sugar Kane (Monroe), og lenda í ýmsum ævintýrum. 1. The Naked Gun: From the Files of Police Squad! (1988) Gríntríóið David Zucker, Jim Abrahams og Jerry Zucker, stundum kallaðir ZAZ, gerðu margar ógleymanlegar grínmyndir og háðsádeilur þegar þeir voru upp á sitt besta. Fyrstu þrjá áratugi ferils síns, grínaðist Nielsen voða lítið. En um leið og hann byrjaði gat hann ekki hætt.Paramount Þar á meðal er sprenghlægilega stórslysamyndin Airplane! (1980), sjónvarpsþættirnir Police Squad (1980) og spæjaragrínið Top Secret! (1982). Hápunkturinn hjá þeim félögum er þó að margra mati The Naked Gun, eða Beint á ská á hinu ylhýra. Myndin er satíra á bandarískum lögguþáttum en ZAZ eru um leið óhræddir við að gera grín að öllu millli himins og jarðar enda er þeim ekkert heilagt. Mitt í miðjum kaosnum og bjánalegu gríninu er lögreglumaðurinn Frank Drebin sem er leikinn af hinum óborganlega Leslie Nielsen. Hér má lesa grein Variety sem inniheldur listann í heild sinni. Bíó og sjónvarp Grín og gaman Hollywood Bandaríkin Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Fólk elskar góða topplista, bæði vegna þess hve gaman það er að reyna að ná utan um hið allra besta á ákveðnu sviði en líka vegna þess hve umdeilt slík flokkun getur orðið. Árlega eru settir saman listar yfir bestu lög, plötur og kvikmyndir það árið og svo birtast reglulega listar sem ná yfir stærri tímabil eða afmarkaða flokka. Ýmsir miðlar hafa síðan fest sig í sessi sem yfirvald í sinni grein. Þar má nefna tónlistartímaritið Rolling Stone sem uppfærir reglulega lista sinn yfir 250 bestu plötur allra tíma og gaf nýverið út lista yfir bestu plötur 21. aldarinnar. Kvikmyndatímaritið Sight and Sound uppfærir á tíu ára fresti lista sinn yfir 100 bestu kvikmyndir sögunnar. Dægurmálatímaritið Variety hefur í gegnum tíðina gert ýmiss konar lista yfir kvikmyndir og sjónvarpsþættir. Sá nýjasti birtist í gær og tekur saman hundrað bestu kómedíur sögunnar. Viðbrögðin við listanum hafa verið misjöfn og hafa margir lýst yfir óánægju með hvað kómedían er túlkuð vítt hjá miðlinum. Listinn tekur ekki bara saman hreinar grínmyndir heldur líka gamandrama, fjölskyldumyndir (samanber Big með Tom Hanks í 60. sæti) og rómantískar gamanmyndir sem eru meiri rómans en grín (Pretty Woman í 98. sæti). Aðdáendur ákveðinna mynda eru síðan alltaf súrir að sjá sitt uppáhald, margir Sandleristar eru ósáttir að Happy Gilmore (1996) sé fjarverandi þó Sandler sé með aðra mynd á listanum. Einnig vantar sígildar grínmyndir á borð við Mean Girls (2011), Tropic Thunder (2008), Little Miss Sunshine (2006) og Planes, Trains and Automobiles (1987). En hér fyrir neðan má sjá efstu tíu gamanmyndir listans: 10. Groundhog Day (1993) Fúli veðurfréttamaðurinn Phil Connors (Bill Murray) ferðast til smábæjarins Punxsutawney á Kyndilmessu til að fylgjast með því hvort múrmeldýr bæjarins gægist út úr híði sínu og tilkynni komu vorsins. Groundhog Day er klassík. Connors fyrirlítur starf sitt, smábæinn og íbúa hans og kemur almennt illa fram. Hegðun hans á eftir að koma honum í koll því hann þarf að endurlifa þennan sama dag aftur og aftur og aftur. Groundhog Day er eins sígild grínmynd og þær gerast. Endurtekning myndarinnar er lykilhluti húmorsins og gerir að verkum að hún eldist vel og maður þreytist ekki á henni. 9. Young Frankenstein (1974) Mel Brooks, sem verður hundrað ára eftir tvo mánuði, er sennilega einn allra áhrifamesti gamanleikari og gamanmyndaleikstjóri Hollywood. Brooks byrjaði í sjónvarpi en færði sig yfir í kvikmyndir með leikstjórnarfrumrauninni The Producers (1967) sem varð gríðarvinsæl, hlaut fjölda verðlauna og hefur getið af sér endurgerð og sviðsaðlögun. Á áttunda áratugnum dældi hann út hverri grínbombunni á fætur annarri, þar á meðal Blazing Saddles (1974), Silent Movie (1976) og High Anxiety (1977). Allar hefðu getað endað ofarlega á listanum (og Blazing Saddles er í 77. sæti) en skrímslasatíran Young Frankenstein (1974) varð fyrir valinu. Hinn ungi Frankenstein (Brooks) er barnabarn fræga vísindamannsins og er boðið til Transylvaníu þar sem hann uppgötvar tilraunir forföður síns. Myndin er ástarbréf til gamalla skrímslamynda en um leið þéttpökkuð af gríni. 8. Fargo (1996) Sennilega besta mynd Coen-bræðra og eiga þeir þó nóg af frábærum myndum. Fargo er kolsvört gaman-glæpamynd sem gerist í snæviþakta bænum Fargo í Minnesota. McDormand er frábær sem lögreglukonan Marge Gunderson. Bílasölumaðurinn Jerry Lundegaard (William H. Macy) fær krimmana Carl (Steve Buscemi) og Gaear (Peter Stormare) til að hjálpa í glæpsamlegu plani sem tengist mannráni eiginkonu hans. Lögreglukonan Marge Gunderson (Frances McDormand) fær það verkefni að rannsaka málið. Áhorfendur fylgjast með seinheppnum krimmunum og aumkunarverðum bílasalanum gera hverja skissuna á fætur annarri þar til allt endar í kássu. 7. Duck Soup (1933) Marx-bræðurnir hófu feril sinn í leikhúsi í byrjun 20. aldar með farsakenndum kvöldskemmtunum með ýmiss konar sviðsettum skemmtiatriðum. Upp úr þriðja áratugnum hófu þeir að gera kvikmyndir sem urðu allt í allt þrettán talsins. Síðasta myndin af fimm sem þeir gerðu hjá Paramount-stúdíóinu var Duck Soup (1933) sem hlaut ekkert alltof góðar viðtökur áhorfenda á sínum tíma en hefur vaxið gríðarlega í áliti síðan. Duck Soup er í dag talin krúnudjásn bræðranna og fanga best galsakennt og ruglað grín þeirra. Myndin fjallar um Rufus T. Firefly (Groucho Marx), einræðisherra hins gjaldþrota Freedoníu sem lýsir yfir stríð á hendur nágrannalandinu Sylvaníu. 6. Monty Python and the Holy Grail (1975) Breski grínhópurinn Monty Python var stofnaður 1969 af þeim John Cleese, Graham Chapman, Eric Idle, Terry Jones, Michael Palin og Terry Gilliam. Sketsaþættir þeirra, Monty Python's Flying Circus, hófu göngu sína sama ár og gengu í fjórar þáttaraðir.´ Þættirnir nutu mikilla vinsælda og fylgdu félagarnir þeim eftir með þremur kvikmyndum, Monty Python and the Holy Grail (1975), Life of Brian (1979) og The Meaning of Life (1983). Almennt er riddaragrínmynd þeirra um gralið helga talin best en þar taka þeir félagar fyrir goðsöguna um Artúr konung og gera stólpagrín að öllu sem viðkemur riddurum og riddarasögum. 5. Waiting for Guffman (1996) Christopher Guest skrifaði satirísku rokkheimildarmyndina This Is Spinal Tap (1984) sem endurvakti vinsældir háðsheimildarmyndagreinarinnar (e. mockumentary). Guest leikstýrði síðan fjölda háðsheimildarmynda sjálfur, þar á meðal Best in Show (2000) og A Mighty Wind (2003). Variety hefur hins vegar valið Waiting for Guffman sem er öllu minna þekkt en aðrar myndir í efstu sætum listans. Myndin fjallar um improv-leikhóp í smábænum Blaine í Missouri sem fer algjörlega yfirum þegar þær fréttir berast að einhver frá Broadway verði meðal áhorfenda. 4. The Great Dictator (1940) Sennilega hefur enginn fengið jafnmarga til að hlæja í veraldarsögunni en Charlie Chaplin. Hann hóf feril sinn í þöglum myndum árið 1914 og lék í gríðarlegum fjölda stutt- og kvikmynda yfir rúmlega fimmtíu ára tímabil. Chaplin leikstýrði sjálfur ellefu myndum, bæði þöglum og hljóði. Sú fyrsta sem hann gerði með hljóði var satíran The Great Dictator sem fjallar um einræðisherran Adenoid Hynkel (Chaplin) sem reynir að stækka veldi sitt á meðan fátækur gyðingur (einnig leikinn af Chaplin) reynir að flýja ofsóknir ríkis Hynkels. Myndin naut gríðarlegra vinsælda en var einnig harðlega gagnrýnd af bæði Adolf Hitler og Benito Mussolini. 3. Annie Hall (1977) Woody Allen var búinn að leikstýra nokkrum minni grínmyndum þegar hann gerði Annie Hall (1977) sem kom honum rækilega á kortið. Myndin fjallar um Alvy Singer, taugastrekktan fráskilinn grínista (Woody Allen), sem rifjar upp samband sitt við fyrrverandi kærustu sína, söngkonuna Annie Hall (Diane Keaton), sem endaði jafn skyndilega og fyrri sambönd hans. Myndin er í senn sprenghlægileg og falleg mynd um sambönd. Bæði Allen og Keaton heitin eru síðan frábær í henni. 2. Some Like It Hot (1959) Þessi sígilda grínmynd Billy Wilder með Tony Curtis, Jack Lemmon og Marilyn Monroe hefur gjarnan toppað lista yfir bestu grínmyndir sögunnar en þarf hér að sætta sig við annað sætið. Myndin fjallar um saxafónleikarann Joe (Curtis) og bassaleikarann Jerry (Lemmon) sem verða vitni að mafíunni myrða mann og fara á flótta í dragi sem hluti af kvennahljómsveit. Þeir kynnast þar söngkonu sveitarinnar, Sugar Kane (Monroe), og lenda í ýmsum ævintýrum. 1. The Naked Gun: From the Files of Police Squad! (1988) Gríntríóið David Zucker, Jim Abrahams og Jerry Zucker, stundum kallaðir ZAZ, gerðu margar ógleymanlegar grínmyndir og háðsádeilur þegar þeir voru upp á sitt besta. Fyrstu þrjá áratugi ferils síns, grínaðist Nielsen voða lítið. En um leið og hann byrjaði gat hann ekki hætt.Paramount Þar á meðal er sprenghlægilega stórslysamyndin Airplane! (1980), sjónvarpsþættirnir Police Squad (1980) og spæjaragrínið Top Secret! (1982). Hápunkturinn hjá þeim félögum er þó að margra mati The Naked Gun, eða Beint á ská á hinu ylhýra. Myndin er satíra á bandarískum lögguþáttum en ZAZ eru um leið óhræddir við að gera grín að öllu millli himins og jarðar enda er þeim ekkert heilagt. Mitt í miðjum kaosnum og bjánalegu gríninu er lögreglumaðurinn Frank Drebin sem er leikinn af hinum óborganlega Leslie Nielsen. Hér má lesa grein Variety sem inniheldur listann í heild sinni.
Bíó og sjónvarp Grín og gaman Hollywood Bandaríkin Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira