Málsvari kolaiðnaðarins tilnefndur næstráðandi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2017 19:08 Gagnrýnendur orkuáætlunar Obama hafa kennt reglugerðafargani um hnignun kolaiðnaðarins. Sérfræðingjar segja að raunveruleg orsökin sé uppgangur jarðgass og endurnýjanlegra orkugjafa. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt fulltrúa þrýstihópa kolaiðnaðarins til að gegna stöðu varaforstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA). Stofnunin ætlar að afnema hrykkjarstykkið í loftslagsaðgerðum Barack Obama, fyrrverandi forseta. Andrew R. Wheeler hefur unnið sem málsvari fyrir sum stærstu kolafyrirtæki Bandaríkjanna undanfarin ár og hefur sterk tengsl við áberandi afneitara loftslagsvísinda, að því er segir í frétt New York Times. Hann yrði næstæðsti stjórnandi EPA á eftir forstjóranum Scott Pruitt. Sá hefur lýst því yfir að hann trúi ekki samhljóða niðurstöðu vísindamanna að losun manna á koltvísýringi valdi hnattrænni hlýnun á jörðinni. Stefna ríkisstjórnar Trump hefur verið að blása nýju lífi í kolaiðnaðinn sem má muna fífill sinn fegurri, aðallega vegna samkeppni við ódýrara jarðgas og endurnýjanlega orkugjafa. Bruni kola er almennt talinn versta uppspretta gróðurhúsalofttegunda af völdum manna.Ekki víst að lögð verði fram ný áætlun um að takmarka losun Fyrr í þessari viku greindi Reuters-fréttastofan frá því að EPA ætlaði að gefa út tilkynningu um að stofnunin ætlaði að afnema reglugerð um hreina orku sem sett var í tíð Obama. Markmið hennar er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuverum í Bandaríkjunum um 32% fyrir árið 2030. Reglugerðin, sem nefnist Clean Power Plan (CPP), hefur ekki tekið gildi vegna þess að að 27 ríki skutu henni til dómstóla. Málið er nú hjá áfrýjunardómstól í Washington-borg. Undir Pruitt fullyrðir EPA að stofnunin hafi farið út fyrir valdsvið sitt með CPP í tíð Obama. Áður en Pruitt tók við EPA var hann þekktur fyrir að stefna EPA vegna umhverfisreglugerða, oft í nánu samstarfi við mengandi iðnað. Frétt Reuters fylgdi að að EPA ætlaði að óska eftir umsögnum frá almenningi um hvað ætti að koma í staðinn fyrir CPP um leið og stofnunin tilkynnti um að reglugerðin yrði dregin til baka. Nú segir talsmaður stofnunarinnar að ekki sé víst að hún muni leggja fram nýja áætlun um að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuverum. Nær fullvíst er talið að ákvörðun ríkisstjórnar Trump um að hætta að setja reglur um losun gróðurhúsalofttegunda, verði sú raunin, muni leiða til langra málaferla. Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Hvíta húsið tekur orsakir loftslagsbreytinga ekki alvarlega Ráðamenn vestanhafs þráskallast enn við að trúa vísindamönnum sem vara þá við að hnattræn hlýnun geti gefið fellibyljum aukinn kraft. 12. september 2017 17:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt fulltrúa þrýstihópa kolaiðnaðarins til að gegna stöðu varaforstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA). Stofnunin ætlar að afnema hrykkjarstykkið í loftslagsaðgerðum Barack Obama, fyrrverandi forseta. Andrew R. Wheeler hefur unnið sem málsvari fyrir sum stærstu kolafyrirtæki Bandaríkjanna undanfarin ár og hefur sterk tengsl við áberandi afneitara loftslagsvísinda, að því er segir í frétt New York Times. Hann yrði næstæðsti stjórnandi EPA á eftir forstjóranum Scott Pruitt. Sá hefur lýst því yfir að hann trúi ekki samhljóða niðurstöðu vísindamanna að losun manna á koltvísýringi valdi hnattrænni hlýnun á jörðinni. Stefna ríkisstjórnar Trump hefur verið að blása nýju lífi í kolaiðnaðinn sem má muna fífill sinn fegurri, aðallega vegna samkeppni við ódýrara jarðgas og endurnýjanlega orkugjafa. Bruni kola er almennt talinn versta uppspretta gróðurhúsalofttegunda af völdum manna.Ekki víst að lögð verði fram ný áætlun um að takmarka losun Fyrr í þessari viku greindi Reuters-fréttastofan frá því að EPA ætlaði að gefa út tilkynningu um að stofnunin ætlaði að afnema reglugerð um hreina orku sem sett var í tíð Obama. Markmið hennar er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuverum í Bandaríkjunum um 32% fyrir árið 2030. Reglugerðin, sem nefnist Clean Power Plan (CPP), hefur ekki tekið gildi vegna þess að að 27 ríki skutu henni til dómstóla. Málið er nú hjá áfrýjunardómstól í Washington-borg. Undir Pruitt fullyrðir EPA að stofnunin hafi farið út fyrir valdsvið sitt með CPP í tíð Obama. Áður en Pruitt tók við EPA var hann þekktur fyrir að stefna EPA vegna umhverfisreglugerða, oft í nánu samstarfi við mengandi iðnað. Frétt Reuters fylgdi að að EPA ætlaði að óska eftir umsögnum frá almenningi um hvað ætti að koma í staðinn fyrir CPP um leið og stofnunin tilkynnti um að reglugerðin yrði dregin til baka. Nú segir talsmaður stofnunarinnar að ekki sé víst að hún muni leggja fram nýja áætlun um að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuverum. Nær fullvíst er talið að ákvörðun ríkisstjórnar Trump um að hætta að setja reglur um losun gróðurhúsalofttegunda, verði sú raunin, muni leiða til langra málaferla.
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Hvíta húsið tekur orsakir loftslagsbreytinga ekki alvarlega Ráðamenn vestanhafs þráskallast enn við að trúa vísindamönnum sem vara þá við að hnattræn hlýnun geti gefið fellibyljum aukinn kraft. 12. september 2017 17:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Hvíta húsið tekur orsakir loftslagsbreytinga ekki alvarlega Ráðamenn vestanhafs þráskallast enn við að trúa vísindamönnum sem vara þá við að hnattræn hlýnun geti gefið fellibyljum aukinn kraft. 12. september 2017 17:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent